Pepsi Max Stúkan: Mestu framfarir, bestu stuðningsmenn, slæmt ástand Greifavallarins margt fleira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2021 07:00 Þorkell Máni og Margrét Lára, sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar, fara yfir málin. Mynd/Skjáskot Það var af nógu að taka í síðasta þætti af Pepsi Max stúkunni. Kjartan Atli og Sérfræðingar þáttarins fóru í uppbótartíma þar sem meðal annars var rætt um hvaða lið hefur tekið mestum framförum, Greifavöllurinn á Akureyri og margt fleira. Fyrsta umræðuefni uppbótartímans var hvaða lið hefur tekið mestum framförum í sumar. Margrét Lára Viðarsdóttir var annar sérfræðingur þáttarins, og hún vill meina að það sé Breiðablik. „Þeir hafa verið frábærir undanfarið og eru svona að finna tatkinn,“ sagði Margrét Lára. „Þeir eru þetta lið sem vill spila þennan fallega, skemmtilega fótbolta. Þeir spila frá aftasta manni til þess fremsta og mér finnst þeir búnir að vera að finna sig undanfarið.“ Þorkell Máni Pétursson tók í saman streng. „Ég er alveg sammála. Blikarnir eru búnir að taka alveg ótrúlegum framförum,“ sagði Þorkell Máni. „Þeir eru farnir að treysta þessu sem er verið að leggja upp fyrir þá og þeir eru farnir að skilja að þetta er það sem er best að gera.“ Hann hrósaði einnig Keflvíkingum, en hann hafði áhyggjur af því að þeir myndu vera í meira basli í sumar. „Þeir eru ekki búnir að fara í einn einasta leik án þess að bjóða upp á alvöru leik. Þeir breyttu aðeins um takt og liðið sýndi framfarir og að þeir eru að verða alveg tilbúnir í þetta.“ Klippa: Pepsi Max stúkan Uppbótartími Kjartan Atli og félagar ræddu einnig um Greifavöllinn á Akureyri sem var langt frá því að vera upp á sitt besta. „Ef að við viljum fá mestu gæðin og besta fótboltann, þá viljum við bjóða upp á eitthvað betra en þetta,“ sagði Margrét Lára. „Það ná auðvitað ekki gleyma því að þegar það er mikið af holum á vellinum þá er mikil meiðslahætta fyrir leikmenn og við fáum bara ekki jafn skemmtilegan leik út úr þessu. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Þorkell Máni vorkenndi KA-mönnum fyrir að vera með völl í þessu standi. „KA-menn eiga ekki skilið svona lélegan völl. En ég veit að vallarstarfsmennirnir þarna eru búnir að gera allt sitt og þeir eru búnir að leggja sig alla fram. Það verður að gefa þeim það að þeir eru búnir að koma vellinum í spilhæft stand.“ „Bæjaryfirvöld þarna fyrir norðan, þau verða að fara að rífa sig í gang. Það eru kosningar í vor,“ sagði Máni að lokum. Kjartan og sérfræðingar kvöldsins ræddu einnig um bestu stuðningsmenn fyrri hluta móts, veltu fyrir sér hvort að Valur væri að gefa eftir og hvað ætli sé að hjá Stjörnunni. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Fyrsta umræðuefni uppbótartímans var hvaða lið hefur tekið mestum framförum í sumar. Margrét Lára Viðarsdóttir var annar sérfræðingur þáttarins, og hún vill meina að það sé Breiðablik. „Þeir hafa verið frábærir undanfarið og eru svona að finna tatkinn,“ sagði Margrét Lára. „Þeir eru þetta lið sem vill spila þennan fallega, skemmtilega fótbolta. Þeir spila frá aftasta manni til þess fremsta og mér finnst þeir búnir að vera að finna sig undanfarið.“ Þorkell Máni Pétursson tók í saman streng. „Ég er alveg sammála. Blikarnir eru búnir að taka alveg ótrúlegum framförum,“ sagði Þorkell Máni. „Þeir eru farnir að treysta þessu sem er verið að leggja upp fyrir þá og þeir eru farnir að skilja að þetta er það sem er best að gera.“ Hann hrósaði einnig Keflvíkingum, en hann hafði áhyggjur af því að þeir myndu vera í meira basli í sumar. „Þeir eru ekki búnir að fara í einn einasta leik án þess að bjóða upp á alvöru leik. Þeir breyttu aðeins um takt og liðið sýndi framfarir og að þeir eru að verða alveg tilbúnir í þetta.“ Klippa: Pepsi Max stúkan Uppbótartími Kjartan Atli og félagar ræddu einnig um Greifavöllinn á Akureyri sem var langt frá því að vera upp á sitt besta. „Ef að við viljum fá mestu gæðin og besta fótboltann, þá viljum við bjóða upp á eitthvað betra en þetta,“ sagði Margrét Lára. „Það ná auðvitað ekki gleyma því að þegar það er mikið af holum á vellinum þá er mikil meiðslahætta fyrir leikmenn og við fáum bara ekki jafn skemmtilegan leik út úr þessu. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Þorkell Máni vorkenndi KA-mönnum fyrir að vera með völl í þessu standi. „KA-menn eiga ekki skilið svona lélegan völl. En ég veit að vallarstarfsmennirnir þarna eru búnir að gera allt sitt og þeir eru búnir að leggja sig alla fram. Það verður að gefa þeim það að þeir eru búnir að koma vellinum í spilhæft stand.“ „Bæjaryfirvöld þarna fyrir norðan, þau verða að fara að rífa sig í gang. Það eru kosningar í vor,“ sagði Máni að lokum. Kjartan og sérfræðingar kvöldsins ræddu einnig um bestu stuðningsmenn fyrri hluta móts, veltu fyrir sér hvort að Valur væri að gefa eftir og hvað ætli sé að hjá Stjörnunni. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira