Pepsi Max Stúkan: Mestu framfarir, bestu stuðningsmenn, slæmt ástand Greifavallarins margt fleira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2021 07:00 Þorkell Máni og Margrét Lára, sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar, fara yfir málin. Mynd/Skjáskot Það var af nógu að taka í síðasta þætti af Pepsi Max stúkunni. Kjartan Atli og Sérfræðingar þáttarins fóru í uppbótartíma þar sem meðal annars var rætt um hvaða lið hefur tekið mestum framförum, Greifavöllurinn á Akureyri og margt fleira. Fyrsta umræðuefni uppbótartímans var hvaða lið hefur tekið mestum framförum í sumar. Margrét Lára Viðarsdóttir var annar sérfræðingur þáttarins, og hún vill meina að það sé Breiðablik. „Þeir hafa verið frábærir undanfarið og eru svona að finna tatkinn,“ sagði Margrét Lára. „Þeir eru þetta lið sem vill spila þennan fallega, skemmtilega fótbolta. Þeir spila frá aftasta manni til þess fremsta og mér finnst þeir búnir að vera að finna sig undanfarið.“ Þorkell Máni Pétursson tók í saman streng. „Ég er alveg sammála. Blikarnir eru búnir að taka alveg ótrúlegum framförum,“ sagði Þorkell Máni. „Þeir eru farnir að treysta þessu sem er verið að leggja upp fyrir þá og þeir eru farnir að skilja að þetta er það sem er best að gera.“ Hann hrósaði einnig Keflvíkingum, en hann hafði áhyggjur af því að þeir myndu vera í meira basli í sumar. „Þeir eru ekki búnir að fara í einn einasta leik án þess að bjóða upp á alvöru leik. Þeir breyttu aðeins um takt og liðið sýndi framfarir og að þeir eru að verða alveg tilbúnir í þetta.“ Klippa: Pepsi Max stúkan Uppbótartími Kjartan Atli og félagar ræddu einnig um Greifavöllinn á Akureyri sem var langt frá því að vera upp á sitt besta. „Ef að við viljum fá mestu gæðin og besta fótboltann, þá viljum við bjóða upp á eitthvað betra en þetta,“ sagði Margrét Lára. „Það ná auðvitað ekki gleyma því að þegar það er mikið af holum á vellinum þá er mikil meiðslahætta fyrir leikmenn og við fáum bara ekki jafn skemmtilegan leik út úr þessu. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Þorkell Máni vorkenndi KA-mönnum fyrir að vera með völl í þessu standi. „KA-menn eiga ekki skilið svona lélegan völl. En ég veit að vallarstarfsmennirnir þarna eru búnir að gera allt sitt og þeir eru búnir að leggja sig alla fram. Það verður að gefa þeim það að þeir eru búnir að koma vellinum í spilhæft stand.“ „Bæjaryfirvöld þarna fyrir norðan, þau verða að fara að rífa sig í gang. Það eru kosningar í vor,“ sagði Máni að lokum. Kjartan og sérfræðingar kvöldsins ræddu einnig um bestu stuðningsmenn fyrri hluta móts, veltu fyrir sér hvort að Valur væri að gefa eftir og hvað ætli sé að hjá Stjörnunni. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Fyrsta umræðuefni uppbótartímans var hvaða lið hefur tekið mestum framförum í sumar. Margrét Lára Viðarsdóttir var annar sérfræðingur þáttarins, og hún vill meina að það sé Breiðablik. „Þeir hafa verið frábærir undanfarið og eru svona að finna tatkinn,“ sagði Margrét Lára. „Þeir eru þetta lið sem vill spila þennan fallega, skemmtilega fótbolta. Þeir spila frá aftasta manni til þess fremsta og mér finnst þeir búnir að vera að finna sig undanfarið.“ Þorkell Máni Pétursson tók í saman streng. „Ég er alveg sammála. Blikarnir eru búnir að taka alveg ótrúlegum framförum,“ sagði Þorkell Máni. „Þeir eru farnir að treysta þessu sem er verið að leggja upp fyrir þá og þeir eru farnir að skilja að þetta er það sem er best að gera.“ Hann hrósaði einnig Keflvíkingum, en hann hafði áhyggjur af því að þeir myndu vera í meira basli í sumar. „Þeir eru ekki búnir að fara í einn einasta leik án þess að bjóða upp á alvöru leik. Þeir breyttu aðeins um takt og liðið sýndi framfarir og að þeir eru að verða alveg tilbúnir í þetta.“ Klippa: Pepsi Max stúkan Uppbótartími Kjartan Atli og félagar ræddu einnig um Greifavöllinn á Akureyri sem var langt frá því að vera upp á sitt besta. „Ef að við viljum fá mestu gæðin og besta fótboltann, þá viljum við bjóða upp á eitthvað betra en þetta,“ sagði Margrét Lára. „Það ná auðvitað ekki gleyma því að þegar það er mikið af holum á vellinum þá er mikil meiðslahætta fyrir leikmenn og við fáum bara ekki jafn skemmtilegan leik út úr þessu. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Þorkell Máni vorkenndi KA-mönnum fyrir að vera með völl í þessu standi. „KA-menn eiga ekki skilið svona lélegan völl. En ég veit að vallarstarfsmennirnir þarna eru búnir að gera allt sitt og þeir eru búnir að leggja sig alla fram. Það verður að gefa þeim það að þeir eru búnir að koma vellinum í spilhæft stand.“ „Bæjaryfirvöld þarna fyrir norðan, þau verða að fara að rífa sig í gang. Það eru kosningar í vor,“ sagði Máni að lokum. Kjartan og sérfræðingar kvöldsins ræddu einnig um bestu stuðningsmenn fyrri hluta móts, veltu fyrir sér hvort að Valur væri að gefa eftir og hvað ætli sé að hjá Stjörnunni. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira