Brentford, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, hefur fjárfest í nígeríska miðjumanninum Frank Onyeka, miðjumanni danska félagsins Midtjylland. Segja má að félögin séu venslafélög.
Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er á mála hjá Brentford og spilaði síðari hálfleikinn í 1-0 sigri í vináttuleik gegn Wimbledon. Hinn 23 ára gamli Onyeka er fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Brentford fyrir komandi tímabil.
Frank Onyeka becomes our first Premier League signing
— Brentford FC (@BrentfordFC) July 20, 2021
He arrived in the UK yesterday, Monday 19 July, and will now undergo a period of quarantine before joining with the squad for training#OnyekaAnnounced pic.twitter.com/yfTPr9sV1K
Onyeka kemur frá Midtjylland í Danmörku þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson leikur. Matthew Benham, eigandi Brentford, á meirihluta í Midtjylland og því má segja að félögin séu venslafélög.
Onyeka er orkumikill miðjumaður sem spilar í hlutverki „áttu.“ Hann mun því eiga að styðja bæði við vörn og sókn. Onyeka hefur spilað allan sinn feril með Midtjylland og varð Danmerkurmeistari með liðinu árin 2018 og 2020. Þá varð liðið bikarmeistari 2019. Hann á að baki einn leik fyrir A-landslið Nígeríu.
Only one player averaged more tackles and interceptions combined per game than Frank Onyeka (6) in the Champions League last season (3+ apps)
— WhoScored.com (@WhoScored) July 20, 2021
Introducing @BrentfordFC's new midfielder pic.twitter.com/2K95gDbPca
Onyeka skrifar undir fimm ára samning en kaupverðið er ekki gefið upp.