Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2021 07:57 Marjorie Taylor Greene hefur verið ötull stuðningsmaður Donalds Trumps og hefur talað mikið gegn bólusetningum við Covid og grímunotkun. EPA-EFE/DAVID MAXWELL Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. Greene, sem er fulltrúadeildarþingkona fyrir Repúblikana, hefur talað mikið og opinberlega gegn bólusetningum og grímunotkun. Hún baðst opinberlega afsökunar fyrir það í síðasta mánuði að hafa borið grímuskyldu saman við meðferð Nasista í Þýskalandi á gyðingum. Í gær tísti Greene tveimur tístum um það að bólusetningar við kórónuveirunni ættu ekki að vera skyldugar og að Covid væri ekki hættulegt fólki undir 65 ára, sem ekki væri of þungt. Bæði tístin var enn hægt að sjá en Twitter hefur merkt tístin sem „villandi.“ Nú virðist vera sem Greene hafi eytt tístunum. Twitter-aðgangi Greene hefur áður verið lokað tímabundið, í apríl síðastliðnum, en Twitter aflétti banninu og sagði það hafa verið mistök. Sjálfvirkt kerfi hafi lokað á aðganginn. Greene sagði í gær að bannið væri tilraun fyrirtækja til að ráðast á rétt fólks til frjálsrar orðræðu með stuðningi Hvíta hússins. „Þessi stóru tæknifyrirtæki vinna í þágu Biden-stjórnarinnar til að takmarka raddir okkar og koma í veg fyrir að skilaboð, sem ekki þóknast ráðandi öflum, líti dagsins ljós,“ sagði Greene við banninu í gær í samtali við New York Times. Biden hvatti samfélagsmiðlafyrirtæki í síðustu viku til að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um kórónuveiruna og bólusetningu við henni. Twitter hefur ítrekað lokað aðgöngum tímabundið sem notaðir eru til að dreifa falsfréttum og kynnti samfélagsmiðillinn nýjar reglur um slíka dreifingu í mars. Samkvæmt reglunum er aðgöngum lokað í tólf klukkustundir þegar reglur miðilsins eru brotnar í annað og þriðja sinn en með fjórða reglubrotinu tekur vikulöng lokun við. Með fimmta reglubroti er aðgangi lokað fyrir fullt og allt. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Twitter Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Greene, sem er fulltrúadeildarþingkona fyrir Repúblikana, hefur talað mikið og opinberlega gegn bólusetningum og grímunotkun. Hún baðst opinberlega afsökunar fyrir það í síðasta mánuði að hafa borið grímuskyldu saman við meðferð Nasista í Þýskalandi á gyðingum. Í gær tísti Greene tveimur tístum um það að bólusetningar við kórónuveirunni ættu ekki að vera skyldugar og að Covid væri ekki hættulegt fólki undir 65 ára, sem ekki væri of þungt. Bæði tístin var enn hægt að sjá en Twitter hefur merkt tístin sem „villandi.“ Nú virðist vera sem Greene hafi eytt tístunum. Twitter-aðgangi Greene hefur áður verið lokað tímabundið, í apríl síðastliðnum, en Twitter aflétti banninu og sagði það hafa verið mistök. Sjálfvirkt kerfi hafi lokað á aðganginn. Greene sagði í gær að bannið væri tilraun fyrirtækja til að ráðast á rétt fólks til frjálsrar orðræðu með stuðningi Hvíta hússins. „Þessi stóru tæknifyrirtæki vinna í þágu Biden-stjórnarinnar til að takmarka raddir okkar og koma í veg fyrir að skilaboð, sem ekki þóknast ráðandi öflum, líti dagsins ljós,“ sagði Greene við banninu í gær í samtali við New York Times. Biden hvatti samfélagsmiðlafyrirtæki í síðustu viku til að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um kórónuveiruna og bólusetningu við henni. Twitter hefur ítrekað lokað aðgöngum tímabundið sem notaðir eru til að dreifa falsfréttum og kynnti samfélagsmiðillinn nýjar reglur um slíka dreifingu í mars. Samkvæmt reglunum er aðgöngum lokað í tólf klukkustundir þegar reglur miðilsins eru brotnar í annað og þriðja sinn en með fjórða reglubrotinu tekur vikulöng lokun við. Með fimmta reglubroti er aðgangi lokað fyrir fullt og allt.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Twitter Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent