Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2021 12:52 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. „Það er alvarlegt mál og hlýtur að vera fordæmalaust að forstjóri ríkisstofnunar komi fram opinberlega og ásaki samkeppnisaðila ranglega um skattalagabrot,“ segir Arnar í kröfubréfi til ÁTVR og Ívars J. Arndal forstjóra. Arnar hefur áður sagt í samtali við Morgunblaðið að hann ætli að leggja fram kæru á hendur Ívari fyrir rangar sakargiftir. „Engum blöðum er um það að fletta að ásakanir þínar á hendur mér persónulega og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS eru tilhæfulausar með öllu. Að bera saklausa menn röngum sakargiftum er refsivert,“ segir í kröfubréfinu. Greint var frá því að á föstudag að ÁTVR hafi kært Arnar og félögin tvö til lögreglu og skattayfirvalda. Í kærunum er aðilarnir sakaðir um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Sé sannarlega með virðisaukaskattnúmer Í kærunum var félagið Santewines SAS sagt vera án virðisaukaskattsnúmers og íslenskrar kennitölu. Það hafi því því enga heimild til að rukka virðisaukaskatt hér á landi. Arnar hafnar þessu. „Með lágmarks fyrirhöfn hefði mátt leiða í ljós þá augljósu staðreynd að Santewines SAS hefur bæði íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Félagið gefur út reikninga með 11% virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hefur gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Hin íslenska kennitala og virðisaukaskattsnúmer voru skráð hjá Skattinum í apríl sl. en félagið hóf starfsemi í maí,“ segir í bréfinu til ÁTVR sem Arnar birtir fjölmiðlum. Hann bætir við að ekki hafi orðið nein vanskil og öll aðflutningsgjöld vegna innflutnings á áfengi hafi verið greidd. Raunar sé gjalddagi vegna virðisaukaskatts í maí og júní, fyrstu rekstrarmánaða verslunarinnar, ekki fyrr en 5. ágúst. „Allar ásakanir um skattsvik og undanskot eru rógburður,“ segir í bréfi Arnars. Vill að kærurnar séu dregnar til baka Með bréfinu krefst Arnar þess að áðurnefndar kærur verði dregnar til baka án tafar og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu og vefborðum í eina viku á visir.is og mbl.is. Er farið fram á að í afsökunarbeiðninni komi fram að kærurnar hafi verið dregnar til baka þar sem ekki hafi reynst fótur fyrir þeim og að beðist sé afsökunar á því að hafa haft frammi rangar sakargiftir gagnvart Arnari og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS. Veittur er frestur til að verða við kröfunni til klukkan 15 á miðvikudag. Lögreglumál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
„Það er alvarlegt mál og hlýtur að vera fordæmalaust að forstjóri ríkisstofnunar komi fram opinberlega og ásaki samkeppnisaðila ranglega um skattalagabrot,“ segir Arnar í kröfubréfi til ÁTVR og Ívars J. Arndal forstjóra. Arnar hefur áður sagt í samtali við Morgunblaðið að hann ætli að leggja fram kæru á hendur Ívari fyrir rangar sakargiftir. „Engum blöðum er um það að fletta að ásakanir þínar á hendur mér persónulega og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS eru tilhæfulausar með öllu. Að bera saklausa menn röngum sakargiftum er refsivert,“ segir í kröfubréfinu. Greint var frá því að á föstudag að ÁTVR hafi kært Arnar og félögin tvö til lögreglu og skattayfirvalda. Í kærunum er aðilarnir sakaðir um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Sé sannarlega með virðisaukaskattnúmer Í kærunum var félagið Santewines SAS sagt vera án virðisaukaskattsnúmers og íslenskrar kennitölu. Það hafi því því enga heimild til að rukka virðisaukaskatt hér á landi. Arnar hafnar þessu. „Með lágmarks fyrirhöfn hefði mátt leiða í ljós þá augljósu staðreynd að Santewines SAS hefur bæði íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Félagið gefur út reikninga með 11% virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hefur gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Hin íslenska kennitala og virðisaukaskattsnúmer voru skráð hjá Skattinum í apríl sl. en félagið hóf starfsemi í maí,“ segir í bréfinu til ÁTVR sem Arnar birtir fjölmiðlum. Hann bætir við að ekki hafi orðið nein vanskil og öll aðflutningsgjöld vegna innflutnings á áfengi hafi verið greidd. Raunar sé gjalddagi vegna virðisaukaskatts í maí og júní, fyrstu rekstrarmánaða verslunarinnar, ekki fyrr en 5. ágúst. „Allar ásakanir um skattsvik og undanskot eru rógburður,“ segir í bréfi Arnars. Vill að kærurnar séu dregnar til baka Með bréfinu krefst Arnar þess að áðurnefndar kærur verði dregnar til baka án tafar og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu og vefborðum í eina viku á visir.is og mbl.is. Er farið fram á að í afsökunarbeiðninni komi fram að kærurnar hafi verið dregnar til baka þar sem ekki hafi reynst fótur fyrir þeim og að beðist sé afsökunar á því að hafa haft frammi rangar sakargiftir gagnvart Arnari og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS. Veittur er frestur til að verða við kröfunni til klukkan 15 á miðvikudag.
Lögreglumál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45
Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17