Fyrir utan það segir slökkviliðið að dagurinn í gær hafi verið frekar rólegur. Farið var í 84 sjúkraflutninga og þar af fjórtán fogangsverkefni og önnur fjórtán sem tengdust Covid-19.
Þá var farið í þrjú útköll á dælubílum.
„Munið að fara varlega með gas- og rafgmagnstengingar í ferðavögnum,“ var skrifað í færslu slökkviliðsins á Facebook. Með færslunni var birt mynd af öðrum húsbílnum sem kviknaði í í gær.