„Hollywood-morðinginn“ dæmdur til dauða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 07:53 Michael Gargiulo var sakfelldur eftir að Ashton Kutcher bar vitni fyrir dómi. Getty/Frederick M. Brown Maður sem myrti tvær konur, og fékk viðurnefnið Hollywood Ripper, í byrjun aldarinnar hefur verið dæmdur til dauða. Hann var sakfelldur fyrir morðin, og tilraun til morðs, árið 2019 en vegna faraldursins var uppkvaðningu refsingar frestað þar til nú. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, sérstaklega vegna þess að fyrsta fórnarlamb Michaels Gargiulo, eða Hollywood Ripper, hún Ashley Ellerin hafði ætlað á stefnumóti með leikaranum Ashton Kutcher sama kvöld og hún var myrt. Kutcher bar síðar vitni fyrir dómi. Fréttastofa CNN greinir frá. Gargiulo heldur enn fram sakleysi sínu. Saksóknarar í málinu lýstu honum fyrir dómi sem sjarmerandi manni sem hafði lokkað konur í Los Angeles og þóst vera vinalegur nágranni eða einstaklega handlaginn, áður en hann braust inn á heimili þeirra og stakk þær til dauða með hníf. Larry Paul Fidler, hæstaréttardómari í Los Angeles, kvað upp dóminn í gær og neitaði beiðni Gargiulo um að hann fengi ný réttarhöld. Gargiulo var sakfelldur fyrir morðin á Ashley Ellerin, 22 ára, Mariu Bruno, 32 ára, og fyrir að hafa reynt að myrða hina 26 ára gömlu Michelle Murphy árið 2008. Málið vakti eins og áður segir mikla athygli vegna tengingar eins fórnarlambanna við leikarann Ashton Kutcher. Kutcher bar eftirminnilega vitni fyrir dómi og lýsti því þegar hann fór heim til Ellerin, kvöldið sem hún var myrt, til að athuga með hana en hún hafði ekki hitt hann á stefnumótinu, eins og planað var. Hann lýsti því að hann hafi hringt á lögregluna þegar hann áttaði sig á hvað hafði gerst. „Herra Kutcher leit inn um gluggann og sá það sem hann hélt að væri rauðvínsblettur á gólfinu,“ sagði Dan Akemon, saksóknari í réttarsal. „Nú teljum við hins vegar, og sönnunargögnin sýna það, að þetta var blóð og Ashley hafði þegar verið myrt.“ Gargiulo er talinn lengi hafa haft hugann við morð en hann hefur verið ákærður í Illinois fyrir morðið á 18 ára gamalli stúlku árið 1993. Hann er talinn hafa stungið hana ítrekað með eggvopni fyrir utan útidyrnar heima hjá henni. Gargiulo bíður þess nú að málið verði tekið fyrir dóm. Bandaríkin Tengdar fréttir „Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47 Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, sérstaklega vegna þess að fyrsta fórnarlamb Michaels Gargiulo, eða Hollywood Ripper, hún Ashley Ellerin hafði ætlað á stefnumóti með leikaranum Ashton Kutcher sama kvöld og hún var myrt. Kutcher bar síðar vitni fyrir dómi. Fréttastofa CNN greinir frá. Gargiulo heldur enn fram sakleysi sínu. Saksóknarar í málinu lýstu honum fyrir dómi sem sjarmerandi manni sem hafði lokkað konur í Los Angeles og þóst vera vinalegur nágranni eða einstaklega handlaginn, áður en hann braust inn á heimili þeirra og stakk þær til dauða með hníf. Larry Paul Fidler, hæstaréttardómari í Los Angeles, kvað upp dóminn í gær og neitaði beiðni Gargiulo um að hann fengi ný réttarhöld. Gargiulo var sakfelldur fyrir morðin á Ashley Ellerin, 22 ára, Mariu Bruno, 32 ára, og fyrir að hafa reynt að myrða hina 26 ára gömlu Michelle Murphy árið 2008. Málið vakti eins og áður segir mikla athygli vegna tengingar eins fórnarlambanna við leikarann Ashton Kutcher. Kutcher bar eftirminnilega vitni fyrir dómi og lýsti því þegar hann fór heim til Ellerin, kvöldið sem hún var myrt, til að athuga með hana en hún hafði ekki hitt hann á stefnumótinu, eins og planað var. Hann lýsti því að hann hafi hringt á lögregluna þegar hann áttaði sig á hvað hafði gerst. „Herra Kutcher leit inn um gluggann og sá það sem hann hélt að væri rauðvínsblettur á gólfinu,“ sagði Dan Akemon, saksóknari í réttarsal. „Nú teljum við hins vegar, og sönnunargögnin sýna það, að þetta var blóð og Ashley hafði þegar verið myrt.“ Gargiulo er talinn lengi hafa haft hugann við morð en hann hefur verið ákærður í Illinois fyrir morðið á 18 ára gamalli stúlku árið 1993. Hann er talinn hafa stungið hana ítrekað með eggvopni fyrir utan útidyrnar heima hjá henni. Gargiulo bíður þess nú að málið verði tekið fyrir dóm.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47 Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
„Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47
Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32