„Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni“ Elma Rut Valtýsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. júlí 2021 18:43 Hér má sjá Eyjólf Ásberg Halldórsson ásamt vini sínum Alberti Guðmundssyni á Spáni. Aðsend Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem hafði verið bólusettur gegn Covid-19, segist hafa fagnað of snemma en hann greindist með veiruna eftir að hann kom heim frá Spáni fyrr í mánuðinum. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram. Eyjólfur fór í frí til Marbella á Spáni með vinum sínum í upphafi mánaðar. Hann segir þá félaga hafa gætt vel að sóttvörnum. „Áður en við förum heim förum við allir í test og PCR test til að millilenda í Hollandi og fáum neikvætt úr báðum testum,“ segir Eyjólfur. Fljótlega eftir að heim var komið fékk hann símtal frá vini sínum sem býr í Hollandi sem hafði þá greinst með Covid-19 eftir að hafa farið í annað próf í Hollandi. „Þannig að ég fer þá sjálfur beint í test og fæ jákvætt þrátt fyrir að vera með engin einkenni þannig þetta kom mjög á óvart." Eyjólfur segir niðurstöðuna hafa komið sér sérstaklega á óvart þar sem hann er bólusettur. Hann fékk Jansen sprautu í byrjun júní. Vinirnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson.Aðsend „Þannig ég fór bara út með þá hugsun að ég væri bara góður og engin hætta á Covid því ég hafði ekki heyrt um nein tilvik þar sem bólusettur einstaklingur hafi smitast," segir Eyjólfur sem hefur sloppið vel síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Ég hafði aldrei farið í nein test og aldrei farið í sóttkví þannig maður var kannski byrjaður að fagna of snemma en síðan kom þetta bara eins og þruma úr heiðskíru lofti." Nú er Eyjólfur á níunda degi í einangrun en hann hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum. Eyjólfur smitaði móður sína sem einnig er bólusett og litlu systur sína. „Hún er með tvær sprautur af Pfizer en hún fann meira fyrir þessu en ég. Missti bragðskynið og var smá slöpp." Eyjólfur hvetur fólk til að fara áfram varlega. „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni," segir Eyjólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Bólusetningar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Eyjólfur fór í frí til Marbella á Spáni með vinum sínum í upphafi mánaðar. Hann segir þá félaga hafa gætt vel að sóttvörnum. „Áður en við förum heim förum við allir í test og PCR test til að millilenda í Hollandi og fáum neikvætt úr báðum testum,“ segir Eyjólfur. Fljótlega eftir að heim var komið fékk hann símtal frá vini sínum sem býr í Hollandi sem hafði þá greinst með Covid-19 eftir að hafa farið í annað próf í Hollandi. „Þannig að ég fer þá sjálfur beint í test og fæ jákvætt þrátt fyrir að vera með engin einkenni þannig þetta kom mjög á óvart." Eyjólfur segir niðurstöðuna hafa komið sér sérstaklega á óvart þar sem hann er bólusettur. Hann fékk Jansen sprautu í byrjun júní. Vinirnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson.Aðsend „Þannig ég fór bara út með þá hugsun að ég væri bara góður og engin hætta á Covid því ég hafði ekki heyrt um nein tilvik þar sem bólusettur einstaklingur hafi smitast," segir Eyjólfur sem hefur sloppið vel síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Ég hafði aldrei farið í nein test og aldrei farið í sóttkví þannig maður var kannski byrjaður að fagna of snemma en síðan kom þetta bara eins og þruma úr heiðskíru lofti." Nú er Eyjólfur á níunda degi í einangrun en hann hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum. Eyjólfur smitaði móður sína sem einnig er bólusett og litlu systur sína. „Hún er með tvær sprautur af Pfizer en hún fann meira fyrir þessu en ég. Missti bragðskynið og var smá slöpp." Eyjólfur hvetur fólk til að fara áfram varlega. „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni," segir Eyjólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Bólusetningar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira