ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2021 07:45 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS og Sante. Facebook Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en samkvæmt bréfum sem blaðið hefur undir höndum hafa kærur einnig verið lagðar fram gagnvart Bjórlandi ehf., Brugghúsinu Steðja ehf. og eigendum fyrirtækjanna. Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines SAS og Sante ehf., rekur netverslun með áfengi sem er með lager á Íslandi. Það vakti nokkra athygli í maí þegar Sante hóf að selja vín á vefsíðu sinni og bjóða upp á skjóta heimsendingu. ÁTVR gaf út skömmu síðar að unnið væri að því að fá lögbann á starfsemina þar sem um væri að ræða skýrt brot á einkaleyfi ÁTVR til að selja og afhenda áfengi í smásölu. Arnar hefur alla tíð haldið því fram að fyrirkomulag vefverslunarinnar rúmist innan ramma laganna þar sem viðskiptavinir eigi í viðskiptum við franska fyrirtækið. Einstaklingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum vefverslunum en forsvarsmenn ÁTVR telja að rekstur Sante brjóti gegn lögum. ÁTVR kallar eftir rannsókn á starfsemi vefverslunarinnar Sante. Vísir/Vilhelm Fara fram á fangelsisrefsingu Í kæru til lögreglu er kallað eftir rannsókn á meintum brotum Arnars og sagt að viðskiptin sem franska félagið Santewines SAS bjóði upp á sé „augljós málamyndagjörningur.“ Vínið sem selt sé til neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem selji það svo áfram í gegnum verslun sína á netinu. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki milli landa og séu vistuð á sama lagernum sem staðsettur er hér á landi. „Ljóst er að ef um raunverulega sölu Sante ehf. úr landi væri að ræða þá þyrfti franska félagið að flytja áfengið inn að nýju áður en það yrði selt hér í smásölu,“ segir í kæru ÁTVR sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Brotin varða sektum eða fangelsi að mati ÁTVR. Í bréfi ÁTVR til Skattsins segir að franska félagið hafi hvorki íslenska kennitölu né virðisaukaskattsnúmer. Ellefu prósent virðisaukaskattur sé lagður á vörur en félagið hafi enga heimild til að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. Á heimasíðu Sante er gefið upp virðisaukaskattsnúmerið 140848 sem er skráð á persónulega kennitölu Arnars. ÁTVR heldur því fram í bréfinu að „ekkert bendi til þess“ að franska félagið greiði raunverulega skatta og skyldur af áfenginu. Áfengi og tóbak Lögreglumál Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR ætlar að kæra vínkaupmann til lögreglu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur hafið undirbúning að beiðni um lögbann á vefverslunum með áfengi hér á landi, sem ekki eru á vegum ríkisverslunarinnar. 17. maí 2021 11:47 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en samkvæmt bréfum sem blaðið hefur undir höndum hafa kærur einnig verið lagðar fram gagnvart Bjórlandi ehf., Brugghúsinu Steðja ehf. og eigendum fyrirtækjanna. Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines SAS og Sante ehf., rekur netverslun með áfengi sem er með lager á Íslandi. Það vakti nokkra athygli í maí þegar Sante hóf að selja vín á vefsíðu sinni og bjóða upp á skjóta heimsendingu. ÁTVR gaf út skömmu síðar að unnið væri að því að fá lögbann á starfsemina þar sem um væri að ræða skýrt brot á einkaleyfi ÁTVR til að selja og afhenda áfengi í smásölu. Arnar hefur alla tíð haldið því fram að fyrirkomulag vefverslunarinnar rúmist innan ramma laganna þar sem viðskiptavinir eigi í viðskiptum við franska fyrirtækið. Einstaklingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum vefverslunum en forsvarsmenn ÁTVR telja að rekstur Sante brjóti gegn lögum. ÁTVR kallar eftir rannsókn á starfsemi vefverslunarinnar Sante. Vísir/Vilhelm Fara fram á fangelsisrefsingu Í kæru til lögreglu er kallað eftir rannsókn á meintum brotum Arnars og sagt að viðskiptin sem franska félagið Santewines SAS bjóði upp á sé „augljós málamyndagjörningur.“ Vínið sem selt sé til neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem selji það svo áfram í gegnum verslun sína á netinu. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki milli landa og séu vistuð á sama lagernum sem staðsettur er hér á landi. „Ljóst er að ef um raunverulega sölu Sante ehf. úr landi væri að ræða þá þyrfti franska félagið að flytja áfengið inn að nýju áður en það yrði selt hér í smásölu,“ segir í kæru ÁTVR sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Brotin varða sektum eða fangelsi að mati ÁTVR. Í bréfi ÁTVR til Skattsins segir að franska félagið hafi hvorki íslenska kennitölu né virðisaukaskattsnúmer. Ellefu prósent virðisaukaskattur sé lagður á vörur en félagið hafi enga heimild til að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. Á heimasíðu Sante er gefið upp virðisaukaskattsnúmerið 140848 sem er skráð á persónulega kennitölu Arnars. ÁTVR heldur því fram í bréfinu að „ekkert bendi til þess“ að franska félagið greiði raunverulega skatta og skyldur af áfenginu.
Áfengi og tóbak Lögreglumál Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR ætlar að kæra vínkaupmann til lögreglu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur hafið undirbúning að beiðni um lögbann á vefverslunum með áfengi hér á landi, sem ekki eru á vegum ríkisverslunarinnar. 17. maí 2021 11:47 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
ÁTVR ætlar að kæra vínkaupmann til lögreglu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur hafið undirbúning að beiðni um lögbann á vefverslunum með áfengi hér á landi, sem ekki eru á vegum ríkisverslunarinnar. 17. maí 2021 11:47
Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38