Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2021 22:22 Frá Þórisvatni. Vatnajökull í baksýn. Arnar Halldórsson Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. Þórisvatn er aðalmiðlunarlón virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Vatnið virkar þannig í raun sem stærsti rafgeymir landsins. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.Kristinn Guðmundsson „Það hefur aldrei verið minna í Þórisvatni. Það stendur illa, getur maður sagt, innan gæsalappa, nema hvað við missum engan svefn yfir því,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Rauða línan efst á grafinu hér fyrir neðan sýnir hvenær Þórisvatn fer á yfirfall en það er í 579 metra hæð yfir sjávarmáli. Bláa svæðið táknar lægstu og hæstu gildi fram til þessa. Gula línan er áætlað meðaltal vatnshæðar, bláa línan síðasta vatnsár og fjólubláa línan núverandi vatnsár. Vatnshæðin stendur núna í 569 metrum yfir sjávarmáli, sjö metrum lægra miðað við 576 metra hæð í meðalári um miðjan júlímánuð. Vatnshæð Þórisvatns. Hringurinn á grafinu til hægri sýnir hvar línan fyrir núverandi vatnsár er komin niður fyrir lægsta gildi sem áður hefur mælst.Landsvirkjun Frá því seinnipartinn í júní hefur vatnshæðin verið fyrir neðan lægstu stöðu sem áður hefur mælst. Landsvirkjunarmenn segja að veðráttan ráði mestu um vatnsbúskapinn, þættir eins og bráðnun jökla, vorflóð og úrkoma. „Vorið var kalt og þurrt. Þannig að það hefur fyllst hægar en við reiknuðum með og gerist í meðalári. Hins vegar Hágöngulón er að fyllast. Það eru tveir metrar í að það fari að flæða úr Hágöngulóni í Þórisvatn. Svo þetta horfir allt til betri vegar.“ Manngert útfall Þórisvatns við Vatnsfell. Þaðan er vatninu miðlað til virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.Arnar Halldórsson Ragnhildur segir önnur helstu lón Landsvirkjunar, Hálslón og Blöndulón, standa mun betur en vatnshæð þeirra er núna nálægt meðaltali. Úr Þórisvatni er hins vegar miðlað til sjö virkjana sem samtals standa undir um helmingi af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar og upp undir þrjátíu milljarða króna árlegum sölutekjum raforku. En er ástæða til að óttast vandræði eins og raforkuskort í vetur? „Við höfum enga trú á því að við lendum í neinum vandræðum. Við reiknum með að öll lón fyllist vel. Og þetta muni ekki hafa nein áhrif á raforkuvinnsluna hjá okkur,“ svarar upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Veður Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Ásahreppur Tengdar fréttir Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23 Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Þórisvatn er aðalmiðlunarlón virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Vatnið virkar þannig í raun sem stærsti rafgeymir landsins. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.Kristinn Guðmundsson „Það hefur aldrei verið minna í Þórisvatni. Það stendur illa, getur maður sagt, innan gæsalappa, nema hvað við missum engan svefn yfir því,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Rauða línan efst á grafinu hér fyrir neðan sýnir hvenær Þórisvatn fer á yfirfall en það er í 579 metra hæð yfir sjávarmáli. Bláa svæðið táknar lægstu og hæstu gildi fram til þessa. Gula línan er áætlað meðaltal vatnshæðar, bláa línan síðasta vatnsár og fjólubláa línan núverandi vatnsár. Vatnshæðin stendur núna í 569 metrum yfir sjávarmáli, sjö metrum lægra miðað við 576 metra hæð í meðalári um miðjan júlímánuð. Vatnshæð Þórisvatns. Hringurinn á grafinu til hægri sýnir hvar línan fyrir núverandi vatnsár er komin niður fyrir lægsta gildi sem áður hefur mælst.Landsvirkjun Frá því seinnipartinn í júní hefur vatnshæðin verið fyrir neðan lægstu stöðu sem áður hefur mælst. Landsvirkjunarmenn segja að veðráttan ráði mestu um vatnsbúskapinn, þættir eins og bráðnun jökla, vorflóð og úrkoma. „Vorið var kalt og þurrt. Þannig að það hefur fyllst hægar en við reiknuðum með og gerist í meðalári. Hins vegar Hágöngulón er að fyllast. Það eru tveir metrar í að það fari að flæða úr Hágöngulóni í Þórisvatn. Svo þetta horfir allt til betri vegar.“ Manngert útfall Þórisvatns við Vatnsfell. Þaðan er vatninu miðlað til virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.Arnar Halldórsson Ragnhildur segir önnur helstu lón Landsvirkjunar, Hálslón og Blöndulón, standa mun betur en vatnshæð þeirra er núna nálægt meðaltali. Úr Þórisvatni er hins vegar miðlað til sjö virkjana sem samtals standa undir um helmingi af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar og upp undir þrjátíu milljarða króna árlegum sölutekjum raforku. En er ástæða til að óttast vandræði eins og raforkuskort í vetur? „Við höfum enga trú á því að við lendum í neinum vandræðum. Við reiknum með að öll lón fyllist vel. Og þetta muni ekki hafa nein áhrif á raforkuvinnsluna hjá okkur,“ svarar upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Veður Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Ásahreppur Tengdar fréttir Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23 Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23
Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45