Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 11:30 pplýsingafundur Almannavarna vegna Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. Þetta er á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þeim fyrsta í 49 daga. Tilefnið er að smitum hefur farið fjölgandi en alls greindust tíu í gær með Covid-19, þar af fimm utan sóttkvíar. Allir tíu voru fullbólusettir. „Við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við Covid-19“, sagði Þórólfur á fundinum þar sem hann fór yfir þróun síðustu daga og vikna frá því að slakað var á sóttvarnaraðgerðum. Rekja smitin til landamæranna og skemmtistaða „Frá 1. júlí hafa þannig 23 greinst alls innanlands, þar af voru tíu í sóttkví, 17 voru fullbólusettir 3 hálfbólusettir og einungis þrír óbólusettir,“ sagði Þórólfur sem sagði að í flestum tilvikum mætti rekja smitin til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. „Flest smitin sem hafa verið að greinast hér eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða,“ bætti Þórólfur við. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Enginn alvarlega veikur Þeir sem hafa smitast á undanförnum dögum hafa ekki veikst alvarlega. „Allt eru þetta tiltölulega ungir einstaklingar sem hafa verið að greinast á aldrinum 20-50 ára. Þeir hafa verið með hefðbundin einkenni, tiltölulega væg og engin hefur þurft á spítalainnlögn að halda,“ sagði Þórólfur. Þórólfur segir engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands en það gæti gerst ef ástandið fer versnandi. Ef gripið verður til aðgerða verði örugglega stuðst við aðgerðir sem reynsla sé af, sem hafa skilað árangri. Vonir séu bundnar við að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hjálpi til nú þegar smitum fjölgi. Einnig sé til skoðunar hvort hægt sé að finna leiðir til að lágmarka hættuna á að veiran berist til landsins. Það megi þó ekki vera of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma, til dæmis með því að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-vottorð. Þá hvetur Þórólfur alla sem koma frá útlöndum til að fara varlega í umgengni fyrstu daga eða vikur eftir komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Næturlíf Tengdar fréttir Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þeim fyrsta í 49 daga. Tilefnið er að smitum hefur farið fjölgandi en alls greindust tíu í gær með Covid-19, þar af fimm utan sóttkvíar. Allir tíu voru fullbólusettir. „Við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við Covid-19“, sagði Þórólfur á fundinum þar sem hann fór yfir þróun síðustu daga og vikna frá því að slakað var á sóttvarnaraðgerðum. Rekja smitin til landamæranna og skemmtistaða „Frá 1. júlí hafa þannig 23 greinst alls innanlands, þar af voru tíu í sóttkví, 17 voru fullbólusettir 3 hálfbólusettir og einungis þrír óbólusettir,“ sagði Þórólfur sem sagði að í flestum tilvikum mætti rekja smitin til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. „Flest smitin sem hafa verið að greinast hér eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða,“ bætti Þórólfur við. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Enginn alvarlega veikur Þeir sem hafa smitast á undanförnum dögum hafa ekki veikst alvarlega. „Allt eru þetta tiltölulega ungir einstaklingar sem hafa verið að greinast á aldrinum 20-50 ára. Þeir hafa verið með hefðbundin einkenni, tiltölulega væg og engin hefur þurft á spítalainnlögn að halda,“ sagði Þórólfur. Þórólfur segir engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands en það gæti gerst ef ástandið fer versnandi. Ef gripið verður til aðgerða verði örugglega stuðst við aðgerðir sem reynsla sé af, sem hafa skilað árangri. Vonir séu bundnar við að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hjálpi til nú þegar smitum fjölgi. Einnig sé til skoðunar hvort hægt sé að finna leiðir til að lágmarka hættuna á að veiran berist til landsins. Það megi þó ekki vera of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma, til dæmis með því að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-vottorð. Þá hvetur Þórólfur alla sem koma frá útlöndum til að fara varlega í umgengni fyrstu daga eða vikur eftir komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Næturlíf Tengdar fréttir Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58
Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33