Dánarvottorð eiginmanns og stjúpdætra talin fölsuð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 09:28 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Víetnömsk kona sem fullyrðir að eiginmaður og tvær stjúpdætur hennar hafi látist í hörmulegu slysi í Víetnam árið 2010 fær ekki dánarbætur frá tveimur íslenskum tryggingafélögum. Dánarvottorð sem framvísað var vegna málsins eru talin fölsuð. Héraðsdómur telur ekki sannað að eiginmaðurinn og stjúpdæturnar hafi látist í umræddu slysi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en konan, sem búsett var hér á landi í nokkur ár, krafðist þess að fá greiddar hátt í 40 milljónir frá Vátryggingafélagi Íslands og Líftryggingafélagi Íslands vegna andláts eiginmanns hennar og tveggja stjúpdætra. Fjölskyldan var búsett hér á landi á árunum 2008 til 2010 en konan sagði að slysið þar sem eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur létust hafi átt sér stað í orlofsferð til Víetnam í árið 2010, í skipbroti þann 2. október það ár. Konan framvísaði afritum af dánarvottorðum auk staðfestingar frá yfirmanni almannaöryggis í sveitarfélaginu þar sem slysið hafi átt sér stað að lík þeirra hafi fundist þremur dögum síðar. Niðurstaðan sé að þau hafi drukknað á sjó. Við meðferð málsins hjá héraðsdómi staðfestu nokkur vitni að lík þriggja einstaklinga hafi fundist umræddan dag, án þess þó að þau hafi borið kennsl á þá. Þrír einstaklingar fundust látnir Tryggingafélögin leituðu liðsinnis embættis Ríkislögreglustjóra til þess að öðlast staðfestingu á því sem konan hélt fram að hefði gerst. Athugun Interpol á málinu leiddi í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu látist í skipbroti þann 2. október en enginn sem bæri nöfn eiginmannsins eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins þar sem slysið átti sér stað. Konan sagði að fjölskyldumeðlimir hennar hefðu látist við strendur Víetnam er þau voru við veiðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Getty/Dukas Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað umrædd dánarvottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem konan hafði framvísað eru ekki á því formi. Ekki sannað að einstaklingarnir þrír hafi verið þeir sem konan hélt fram Í niðurstöðu héraðsdóms segir að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá sendiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þannig hafi dánarvottorð sem konan framvísaði í upphafi verið, að fenginni staðfestingu víetnamska ríkisins, verið talin fölsuð og önnur vottorð sem síðar var aflað reyndust ekki gefin út af þar til bærum yfirvöldum í Víetnam. Taldi héraðsdómur að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á að sá vátryggingaratburður sem bótakröfur hennar byggðust á hefði gerst í raun og veru, það er að eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur hefðu í raun og veru látist í umræddu slysi. Voru tryggingarfélögin því sýknuð af öllum kröfum konunnar. Víetnam Dómsmál Tryggingar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en konan, sem búsett var hér á landi í nokkur ár, krafðist þess að fá greiddar hátt í 40 milljónir frá Vátryggingafélagi Íslands og Líftryggingafélagi Íslands vegna andláts eiginmanns hennar og tveggja stjúpdætra. Fjölskyldan var búsett hér á landi á árunum 2008 til 2010 en konan sagði að slysið þar sem eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur létust hafi átt sér stað í orlofsferð til Víetnam í árið 2010, í skipbroti þann 2. október það ár. Konan framvísaði afritum af dánarvottorðum auk staðfestingar frá yfirmanni almannaöryggis í sveitarfélaginu þar sem slysið hafi átt sér stað að lík þeirra hafi fundist þremur dögum síðar. Niðurstaðan sé að þau hafi drukknað á sjó. Við meðferð málsins hjá héraðsdómi staðfestu nokkur vitni að lík þriggja einstaklinga hafi fundist umræddan dag, án þess þó að þau hafi borið kennsl á þá. Þrír einstaklingar fundust látnir Tryggingafélögin leituðu liðsinnis embættis Ríkislögreglustjóra til þess að öðlast staðfestingu á því sem konan hélt fram að hefði gerst. Athugun Interpol á málinu leiddi í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu látist í skipbroti þann 2. október en enginn sem bæri nöfn eiginmannsins eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins þar sem slysið átti sér stað. Konan sagði að fjölskyldumeðlimir hennar hefðu látist við strendur Víetnam er þau voru við veiðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Getty/Dukas Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað umrædd dánarvottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem konan hafði framvísað eru ekki á því formi. Ekki sannað að einstaklingarnir þrír hafi verið þeir sem konan hélt fram Í niðurstöðu héraðsdóms segir að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá sendiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þannig hafi dánarvottorð sem konan framvísaði í upphafi verið, að fenginni staðfestingu víetnamska ríkisins, verið talin fölsuð og önnur vottorð sem síðar var aflað reyndust ekki gefin út af þar til bærum yfirvöldum í Víetnam. Taldi héraðsdómur að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á að sá vátryggingaratburður sem bótakröfur hennar byggðust á hefði gerst í raun og veru, það er að eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur hefðu í raun og veru látist í umræddu slysi. Voru tryggingarfélögin því sýknuð af öllum kröfum konunnar.
Víetnam Dómsmál Tryggingar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira