Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júlí 2021 19:15 Fjöldabólusetningum í Laugardalshöll er nú formlega lokið - að öllu óbreyttu í það minnsta. Mikið hefur mætt á starfsfólki undanfarna mánuði en aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með fagmennskunni og skipulagningunni sem hefur verið viðhöfð í þessu stærsta bólusetningaverkefni sögunnar. Vísir/Vilhelm Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. „Við skulum muna það og halda því til haga að það eru svo margar manneskjur sem hafa vaknað á hverjum morgni og látið þetta ganga upp, vaknað með þennan kraft og þessa samstöðu og það er eiginlega bara alveg stórkostlegt að vera þátttakandi í því,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem sagði daginn í dag vera dag allra þeirra sem hafa tekið þátt í þessu stærsta bólusetningaverkefni sögunnar. Alltaf með bros á vör Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur þekkja eflaust flestir landsmenn í dag en hún er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur tekið þátt í að stýra verkefninu – með bros á vör. Hún segir það blendnar tilfinningar að fjöldabólusetningum sé að ljúka, þó hún sé líka spennt fyrir komandi tímum, og kannski smá hvíld. „Þetta hefur verið nokkuð flókið verkefni,” segir Ragnheiður, en skipulagningin í Höllinni hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og mig langar fyrst og fremst að þakka bara almenningi fyrir það hversu vel hann hefur tekið þátt í þessu verkefni með okkur. Það eru allir glaðir sem koma hérna og þó þau hafi þurft að bíða í röð eða bíða eftir bóluefni eða hvað sem kemur upp á, það eru allir einhvern veginn tilbúnir í þetta með okkur.” Hún viðurkennir að hún eigi eftir að sakna þess svolítið að vera í Laugardalshöllinni. „Örugglega, einhverja daga. En ekki alla!” segir Ragnheiður og hlær. Partur af skipulagningunni að segja það sama aftur og aftur Jórlaug Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur hefur líka staðið vaktina í Höllinni undanfarna mánuði. „Þetta hefur verið hressilegt, en gengið mjög vel,” segir hún. „Þetta hefur verið mikil vinna og margar áskoranir en allt hefur þetta gengið upp og gengið vel.” Hún segir það ekkert hafa verið leiðinlegt að segja sama hlutinn aftur og aftur t.d: „Viltu sprautuna í hægri hendi eða vinstri?”. „Að segja sama hlutinn aftur og aftur skilar sér, og er bara partur af skipulagningunni,” segir Jórlaug, en hún ætlar að skella sér í frí út á land eftir daginn í dag. „Það verður bara ljúft.” Ragnheiður Ósk, Anna Bryndís Blöndal og Elín Eiríksdóttur sáu um að draga í handahófskenndar bólusetningar í júní.Vísir/Vilhelm Sögulegur viðburður og svolítið eins og vertíð Lyfjafræðingurinn Anna Bryndís Blöndal hefur meðal annars verið á upplýsingaborðinu undanfarna mánuði. „Þetta er bara búið að vera ævintýralegt verkefni. Mjög skemmtilegt, mikið álag, en gaman að taka þátt í þessu. Svolítið sögulegur viðburður,” segir hún. „Ég segi oft við vini mína, þetta er svolítið eins og að vera á vertíð. Ég hef aldrei verið á vertíð en ég get ímyndað mér að þetta sé svona þessi tilfinning,” bætir hún við og hlær. Hún viðurkennir blendnar tilfinningar í dag. „Ég viðurkenni að ég hlakka pínu til að fara í frí en þetta verður samt svona svolítil skrítin tilfinning,” segir Anna Bryndís. Og söknuðurinn er líka til staðar. „Já, ég held ég eigi alveg eftir að smella einni selfie þegar ég yfirgef staðinn í dag.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
„Við skulum muna það og halda því til haga að það eru svo margar manneskjur sem hafa vaknað á hverjum morgni og látið þetta ganga upp, vaknað með þennan kraft og þessa samstöðu og það er eiginlega bara alveg stórkostlegt að vera þátttakandi í því,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem sagði daginn í dag vera dag allra þeirra sem hafa tekið þátt í þessu stærsta bólusetningaverkefni sögunnar. Alltaf með bros á vör Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur þekkja eflaust flestir landsmenn í dag en hún er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur tekið þátt í að stýra verkefninu – með bros á vör. Hún segir það blendnar tilfinningar að fjöldabólusetningum sé að ljúka, þó hún sé líka spennt fyrir komandi tímum, og kannski smá hvíld. „Þetta hefur verið nokkuð flókið verkefni,” segir Ragnheiður, en skipulagningin í Höllinni hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og mig langar fyrst og fremst að þakka bara almenningi fyrir það hversu vel hann hefur tekið þátt í þessu verkefni með okkur. Það eru allir glaðir sem koma hérna og þó þau hafi þurft að bíða í röð eða bíða eftir bóluefni eða hvað sem kemur upp á, það eru allir einhvern veginn tilbúnir í þetta með okkur.” Hún viðurkennir að hún eigi eftir að sakna þess svolítið að vera í Laugardalshöllinni. „Örugglega, einhverja daga. En ekki alla!” segir Ragnheiður og hlær. Partur af skipulagningunni að segja það sama aftur og aftur Jórlaug Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur hefur líka staðið vaktina í Höllinni undanfarna mánuði. „Þetta hefur verið hressilegt, en gengið mjög vel,” segir hún. „Þetta hefur verið mikil vinna og margar áskoranir en allt hefur þetta gengið upp og gengið vel.” Hún segir það ekkert hafa verið leiðinlegt að segja sama hlutinn aftur og aftur t.d: „Viltu sprautuna í hægri hendi eða vinstri?”. „Að segja sama hlutinn aftur og aftur skilar sér, og er bara partur af skipulagningunni,” segir Jórlaug, en hún ætlar að skella sér í frí út á land eftir daginn í dag. „Það verður bara ljúft.” Ragnheiður Ósk, Anna Bryndís Blöndal og Elín Eiríksdóttur sáu um að draga í handahófskenndar bólusetningar í júní.Vísir/Vilhelm Sögulegur viðburður og svolítið eins og vertíð Lyfjafræðingurinn Anna Bryndís Blöndal hefur meðal annars verið á upplýsingaborðinu undanfarna mánuði. „Þetta er bara búið að vera ævintýralegt verkefni. Mjög skemmtilegt, mikið álag, en gaman að taka þátt í þessu. Svolítið sögulegur viðburður,” segir hún. „Ég segi oft við vini mína, þetta er svolítið eins og að vera á vertíð. Ég hef aldrei verið á vertíð en ég get ímyndað mér að þetta sé svona þessi tilfinning,” bætir hún við og hlær. Hún viðurkennir blendnar tilfinningar í dag. „Ég viðurkenni að ég hlakka pínu til að fara í frí en þetta verður samt svona svolítil skrítin tilfinning,” segir Anna Bryndís. Og söknuðurinn er líka til staðar. „Já, ég held ég eigi alveg eftir að smella einni selfie þegar ég yfirgef staðinn í dag.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent