Vissi ekki að hann hafði tryggt Ítölum titilinn þegar hann varði frá Saka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 13:30 Gianluigi Donnarumma í þann mund sem hann áttaði sig á því Ítalir væru orðnir Evrópumeistarar. getty/Nick Potts Athygli vakti að Gianluigi Donnarumma fagnaði ekki strax eftir að hann tryggði Ítalíu Evrópumeistaratitilinn með því að verja vítaspyrnu Bukayos Saka í leiknum gegn Englandi. Ástæðan er nokkuð skondin. Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM, fyrst frá Jadon Sancho og svo frá Saka. Hann var merkilega rólegur eftir að hafa varið vítið frá Saka og viðbrögð hans voru svo sannarlega ekki í samræmi við tilefnið. Ástæðan fyrir því var að Donnarumma vissi hreinlega ekki að Ítalir væru búnir að vinna vítakeppnina og þar með orðnir Evrópumeistarar. „Ég fagnaði ekki því ég vissi ekki að við værum búnir að vinna,“ sagði Donnarumma er hann var spurður út í viðbrögð sín við vörslunni frá Saka. „Ég sá liðsfélagana hlaupa í áttina til mín og þá rann upp fyrir mér að við hefðum unnið,“ bætti markvörðurinn við. Donnarumma lék mjög vel á sínu fyrsta stórmóti með ítalska liðinu. Hann hélt þrisvar sinnum hreinu á EM, var valinn í úrvalslið mótsins og besti leikmaður þess. Gianluigi Donnarumma at #EURO2020... Champion Player of the Tournament Team of the Tournament 3 clean sheets pic.twitter.com/7aHbmi1rsG— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 13, 2021 Donnarumma átti stóran þátt í að Ítalir komust í úrslitaleikinn en hann varði víti frá Álvaro Morata í vítakeppninni gegn Spánverjum í undanúrslitunum. Andstæðingar Ítalíu skoruðu aðeins úr fjórum af þeim níu vítaspyrnum sem þeir tóku gegn Donnarumma í undanúrslita- og úrslitaleiknum á EM. Hinn 22 ára Donnarumma er án félags eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Fastlega er búist við því að hann verði kynntur sem nýr leikmaður Paris Saint-Germain á næstu dögum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00 Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM, fyrst frá Jadon Sancho og svo frá Saka. Hann var merkilega rólegur eftir að hafa varið vítið frá Saka og viðbrögð hans voru svo sannarlega ekki í samræmi við tilefnið. Ástæðan fyrir því var að Donnarumma vissi hreinlega ekki að Ítalir væru búnir að vinna vítakeppnina og þar með orðnir Evrópumeistarar. „Ég fagnaði ekki því ég vissi ekki að við værum búnir að vinna,“ sagði Donnarumma er hann var spurður út í viðbrögð sín við vörslunni frá Saka. „Ég sá liðsfélagana hlaupa í áttina til mín og þá rann upp fyrir mér að við hefðum unnið,“ bætti markvörðurinn við. Donnarumma lék mjög vel á sínu fyrsta stórmóti með ítalska liðinu. Hann hélt þrisvar sinnum hreinu á EM, var valinn í úrvalslið mótsins og besti leikmaður þess. Gianluigi Donnarumma at #EURO2020... Champion Player of the Tournament Team of the Tournament 3 clean sheets pic.twitter.com/7aHbmi1rsG— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 13, 2021 Donnarumma átti stóran þátt í að Ítalir komust í úrslitaleikinn en hann varði víti frá Álvaro Morata í vítakeppninni gegn Spánverjum í undanúrslitunum. Andstæðingar Ítalíu skoruðu aðeins úr fjórum af þeim níu vítaspyrnum sem þeir tóku gegn Donnarumma í undanúrslita- og úrslitaleiknum á EM. Hinn 22 ára Donnarumma er án félags eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Fastlega er búist við því að hann verði kynntur sem nýr leikmaður Paris Saint-Germain á næstu dögum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00 Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00
Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01