Kótelettugestur í öndunarstopp í fangaklefa á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2021 13:57 Frá fyrri Kótilettuhátíð. Kótilettan Lögreglan á Suðurlandi telur að lögregluþjónar og hjúkrunarfræðingur hafi bjargað lífi karlmanns sem handtekinn var á Selfossi um helgina fyrir óspektir. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að lögregla hafi handtekið karlmann á hátíðarsvæði við Hrísmýri aðfaranótt sunnudags. Þar fór fram kvölddagskrá á Kótelettunni þar sem fjölmargir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar tróðu upp. Dyraverðir hafi yfirbugað manninn vegna ölvunar og óspekta. Færðu lögregluþjónar hann í fangaklefa á Selfossi. „Vegna ástands mannsins var fylgst sérstaklega með honum. Fljótlega eftir komu í fangahús kastaði hann upp og fór í framhaldi af því í öndunarstopp. Endurlífgunaraðgerðir voru þegar hafnar af lögreglumönnum og hjúkrunarfræðingi sem staddur var í fangahúsinu vegna annars verkefnis og komst maðurinn fljótlega til meðvitundar á ný,“ segir í tilkynningu lögreglu. Maðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en útskrifaður þaðan, heill heilsu, undir morgun. Þar sem um alvarlegt atvik var að ræða hafi lögregla tilkynnt málið til Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Að auki hafi verið óskað eftir því við ríkissaksóknara að hann, eða sá er hann felur málið, taki rannsókn þess yfir. „Það er mat þess er þetta ritar að lögreglumenn og nærstaddur hjúkrunarfræðingur hafi, með árvekni sinni og skjótum og fumlausum viðbrögðum, bjargað lífi mannsins.“ Árborg Kótelettan Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Þar segir að lögregla hafi handtekið karlmann á hátíðarsvæði við Hrísmýri aðfaranótt sunnudags. Þar fór fram kvölddagskrá á Kótelettunni þar sem fjölmargir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar tróðu upp. Dyraverðir hafi yfirbugað manninn vegna ölvunar og óspekta. Færðu lögregluþjónar hann í fangaklefa á Selfossi. „Vegna ástands mannsins var fylgst sérstaklega með honum. Fljótlega eftir komu í fangahús kastaði hann upp og fór í framhaldi af því í öndunarstopp. Endurlífgunaraðgerðir voru þegar hafnar af lögreglumönnum og hjúkrunarfræðingi sem staddur var í fangahúsinu vegna annars verkefnis og komst maðurinn fljótlega til meðvitundar á ný,“ segir í tilkynningu lögreglu. Maðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en útskrifaður þaðan, heill heilsu, undir morgun. Þar sem um alvarlegt atvik var að ræða hafi lögregla tilkynnt málið til Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Að auki hafi verið óskað eftir því við ríkissaksóknara að hann, eða sá er hann felur málið, taki rannsókn þess yfir. „Það er mat þess er þetta ritar að lögreglumenn og nærstaddur hjúkrunarfræðingur hafi, með árvekni sinni og skjótum og fumlausum viðbrögðum, bjargað lífi mannsins.“
Árborg Kótelettan Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira