Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. júlí 2021 13:38 Ingó var fyrst afbókaður af Þjóðhátíð. Stöð 2 Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð fyrir sléttri viku þar sem hann átti að stýra brekkusöngnum í ár. Síðan hefur að hans sögn hver afbókunin á fætur annarri fylgt í kjölfarið. Nú síðast má nefna Kótelettuna, sem haldin var hátíðleg á Selfossi á laugardaginn. Búið var að bóka Ingó til að spila á hátíðinni, sem er haldin til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, en hann var afbókaður af henni. Þetta staðfestir Ingó í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa verið afbókaður af mörgum giggum frá því málið kom upp og hafa orðið fyrir miklu tekjutapi. „Já. Þetta eru mjög mörg gigg. Ég hef haldið utan um þetta allt saman,“ segir hann. Spurður hvort hann ætli sér enn að leita réttar síns segist hann vera með lögfræðing í málinu. „Það á enn eftir að koma í ljós hvernig það endar. En ég fer bara rétta leið með þetta mál,“ segir Ingó. Sjá einnig: Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“. Í kvöld er ekki gigg Þáttunum Í kvöld er gigg, sem voru í umsjá Ingós og voru í sýningu á Stöð 2 í vetur, hefur nú verið aflýst. Ingó var þar í aðalhlutverki með hljómsveit sem fékk til sín gesti úr tónlistargeiranum. Önnur sería sem var í endursýningu í sumar hefur einnig verið tekin af dagskrá. Þetta staðfestir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, við Vísi. Þórhallur Gunnarsson. „Það stóð til að það yrði gerð önnur sería í haust en við ákváðum snemma í vor að setja þættina í pásu vegna umræðunnar sem var þá í gangi,“ segir Þórhallur. „Það var gert í samráði við alla aðila.“ Ein stigið fram undir nafni Fyrst var greint frá máli Ingólfs eftir að hópurinn Öfgar á samfélagsmiðlinum TikTok birti fjölda sagna ýmissa kvenna sem lýstu kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Sögurnar voru nafnlausar en hópurinn fullyrti að hann hefði fengið allar frásagnirnar staðfestar. Nú nýlega steig ein konan svo fram undir nafni til að greina frá sinni sögu. Tveimur dögum eftir að greint var frá frásögnunum kvennanna í fjölmiðlum tók þjóðhátíðarnefnd ákvörðun um að Ingó myndi ekki sjá um brekkusönginn í ár. Vísir er í eigu Sýnar. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Í kvöld er gigg Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Kótelettan Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð fyrir sléttri viku þar sem hann átti að stýra brekkusöngnum í ár. Síðan hefur að hans sögn hver afbókunin á fætur annarri fylgt í kjölfarið. Nú síðast má nefna Kótelettuna, sem haldin var hátíðleg á Selfossi á laugardaginn. Búið var að bóka Ingó til að spila á hátíðinni, sem er haldin til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, en hann var afbókaður af henni. Þetta staðfestir Ingó í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa verið afbókaður af mörgum giggum frá því málið kom upp og hafa orðið fyrir miklu tekjutapi. „Já. Þetta eru mjög mörg gigg. Ég hef haldið utan um þetta allt saman,“ segir hann. Spurður hvort hann ætli sér enn að leita réttar síns segist hann vera með lögfræðing í málinu. „Það á enn eftir að koma í ljós hvernig það endar. En ég fer bara rétta leið með þetta mál,“ segir Ingó. Sjá einnig: Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“. Í kvöld er ekki gigg Þáttunum Í kvöld er gigg, sem voru í umsjá Ingós og voru í sýningu á Stöð 2 í vetur, hefur nú verið aflýst. Ingó var þar í aðalhlutverki með hljómsveit sem fékk til sín gesti úr tónlistargeiranum. Önnur sería sem var í endursýningu í sumar hefur einnig verið tekin af dagskrá. Þetta staðfestir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, við Vísi. Þórhallur Gunnarsson. „Það stóð til að það yrði gerð önnur sería í haust en við ákváðum snemma í vor að setja þættina í pásu vegna umræðunnar sem var þá í gangi,“ segir Þórhallur. „Það var gert í samráði við alla aðila.“ Ein stigið fram undir nafni Fyrst var greint frá máli Ingólfs eftir að hópurinn Öfgar á samfélagsmiðlinum TikTok birti fjölda sagna ýmissa kvenna sem lýstu kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Sögurnar voru nafnlausar en hópurinn fullyrti að hann hefði fengið allar frásagnirnar staðfestar. Nú nýlega steig ein konan svo fram undir nafni til að greina frá sinni sögu. Tveimur dögum eftir að greint var frá frásögnunum kvennanna í fjölmiðlum tók þjóðhátíðarnefnd ákvörðun um að Ingó myndi ekki sjá um brekkusönginn í ár. Vísir er í eigu Sýnar.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Í kvöld er gigg Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Kótelettan Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45