Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni og henni sleppt úr haldi. Að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa eru bæði konan og maðurinn góðkunningjar lögreglu.
Rannsókn málsins er enn á frumstigi. Maðurinn hefur enn ekki lagt fram kæru gegn konunni.
Guðmundur Pétur segir manninn ekki mikið slasaðan eftir hnífstunguna. Hann hafi hlotið minniháttar áverka og að mun verr hefði getað farið.
Hnífstungan varð á Hverfisgötu við gatnamót Vitastígs rétt fyrir klukkan fimm að degi til síðasta laugardag.