Gat ekki hafnað tilboði Montpellier Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 11:45 Ólafur Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad, hefur samið við Montpellier í Frakklandi. Kristianstad Ólafur Guðmundsson hefur ákveðið að söðla um en hann samdi við franska handknattleiksfélagið Montpellier á dögunum. Hann yfirgefur Kristianstad eftir langa dvöl og ljóst er að Óli er - og verður alltaf - í miklum metum þar á bæ. Íslenski landsliðsmaðurinn, og FH-ingurinn, Ólafur Guðmundsson samdi nýverið við Montpellier til tveggja ára. Hann yfirgefur sænska félagið Kristianstad sem goðsögn en níu ár eru síðan hann samdi fyrst við félagið. Kristianstad birti í dag tilfinningaþrungið viðtal við Óla - eins og hann er oftast nær kallaður í Svíþjóð virðist vera - þar sem honum er þakkað fyrir góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sumarið 2012 samdi Ólafur við IFK Kristianstad. Tveimur árum síðar, 2014, fór hann til Hannover í Þýskalandi en sneri aftur ári síðar og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015. Varð hann þrívegis sænskur meistari með liðinu. „Þetta er gríðarlegur missir fyrir okkur sem erum með stórt IFK hjarta. Við áttum mörg löng samtöl og erum ánægð fyrir hönd Óla þar sem þetta er það sem hann vill. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Við erum að leita að leikmanni í hans stað en vitum að það verður erfitt að finna leikmann í sama gæðaflokki,“ sagði Jesper Larsson, íþróttastjóri Kristianstad, um vistaskipti Ólafs sem hefur verið fyrirliði félagsins undanfarin misseri. Ólafur í leik með Kristianstad.Florian Pohl/Getty Images Þó hinn 31 árs gamli Ólafur hafi verið samningsbundinn þá vildi félagið ekki standa í vegi fyrir félagaskiptunum. Ólafur er félaginu þakklátur. „Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég hef fengið fjölda tilboða síðan ég gekk í raðir Kristianstad en alltaf neitað og sé ekki eftir því. Að þessu sinni var þó erfitt að segja nei.“ „Montpellier er stórt félag með góðan þjálfara sem hefur verið hjá félaginu lengi vel. Félagið hefur unnið Meistaradeild Evrópu og er eitt af tíu bestu liðum í heimi,“ sagði Ólafur en Montpellier endaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Ný áskorun bíður og þó ég verði í öðru hlutverki en ég hef verið í hjá IFK þá er þetta alger draumur. Það verður erfitt en mjög spennandi að fara í nýtt umhverfi og nýja menningu.“ Tack för allt Olafur Oli kommer att lämna Kristianstad för den franska rivieran då han kommit överens med ett 2-årskontrakt med toppklubben Montpellier.Läs mer https://t.co/9Y0amVkUdN pic.twitter.com/r3Mxqvqd2t— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) July 12, 2021 „Ég vil þakka öllum sem hafa komið að ferð minni hjá Kristianstad í gegnum árin. Liðsfélagar, fólkið á skrifstofunni, samstarfsaðilar, styrktaraðilar, Södra Kurvan og öll ykkar sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. Það er fólkið bakvið tjöldin sem gerir IFK að því sem það er. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið gaf mér,“ sagði Ólafur við að endingu. Ólafur hóf feril sinn með FH hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann lék með Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar með stuttu stoppi í Þýskalandi og nú Frakklands. Sænski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn, og FH-ingurinn, Ólafur Guðmundsson samdi nýverið við Montpellier til tveggja ára. Hann yfirgefur sænska félagið Kristianstad sem goðsögn en níu ár eru síðan hann samdi fyrst við félagið. Kristianstad birti í dag tilfinningaþrungið viðtal við Óla - eins og hann er oftast nær kallaður í Svíþjóð virðist vera - þar sem honum er þakkað fyrir góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sumarið 2012 samdi Ólafur við IFK Kristianstad. Tveimur árum síðar, 2014, fór hann til Hannover í Þýskalandi en sneri aftur ári síðar og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015. Varð hann þrívegis sænskur meistari með liðinu. „Þetta er gríðarlegur missir fyrir okkur sem erum með stórt IFK hjarta. Við áttum mörg löng samtöl og erum ánægð fyrir hönd Óla þar sem þetta er það sem hann vill. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Við erum að leita að leikmanni í hans stað en vitum að það verður erfitt að finna leikmann í sama gæðaflokki,“ sagði Jesper Larsson, íþróttastjóri Kristianstad, um vistaskipti Ólafs sem hefur verið fyrirliði félagsins undanfarin misseri. Ólafur í leik með Kristianstad.Florian Pohl/Getty Images Þó hinn 31 árs gamli Ólafur hafi verið samningsbundinn þá vildi félagið ekki standa í vegi fyrir félagaskiptunum. Ólafur er félaginu þakklátur. „Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég hef fengið fjölda tilboða síðan ég gekk í raðir Kristianstad en alltaf neitað og sé ekki eftir því. Að þessu sinni var þó erfitt að segja nei.“ „Montpellier er stórt félag með góðan þjálfara sem hefur verið hjá félaginu lengi vel. Félagið hefur unnið Meistaradeild Evrópu og er eitt af tíu bestu liðum í heimi,“ sagði Ólafur en Montpellier endaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Ný áskorun bíður og þó ég verði í öðru hlutverki en ég hef verið í hjá IFK þá er þetta alger draumur. Það verður erfitt en mjög spennandi að fara í nýtt umhverfi og nýja menningu.“ Tack för allt Olafur Oli kommer att lämna Kristianstad för den franska rivieran då han kommit överens med ett 2-årskontrakt med toppklubben Montpellier.Läs mer https://t.co/9Y0amVkUdN pic.twitter.com/r3Mxqvqd2t— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) July 12, 2021 „Ég vil þakka öllum sem hafa komið að ferð minni hjá Kristianstad í gegnum árin. Liðsfélagar, fólkið á skrifstofunni, samstarfsaðilar, styrktaraðilar, Södra Kurvan og öll ykkar sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. Það er fólkið bakvið tjöldin sem gerir IFK að því sem það er. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið gaf mér,“ sagði Ólafur við að endingu. Ólafur hóf feril sinn með FH hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann lék með Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar með stuttu stoppi í Þýskalandi og nú Frakklands.
Sænski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti