Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2021 10:31 Skiptingin undir lok framlengingar. Rashford og Sancho koma inn á, í þeim tilgangi að taka vítaspyrnu í yfirvofandi vítaspyrnukeppni. EPA/Andy Rain Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! Ósáttir, sárir og svekktir stuðningsmenn enska landsliðsins létu vel í sér heyra á Twitter í gær, og víðar. Það er mannlegt. Hlutirnir fara ekki eins og þú vilt að þeir fari og þú leitar að sökudólgi. En er sanngjarnt að klína tapi í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Southgate? Svo hlutirnir séu settir í samhengi þá komust Englendingar í gær næst því að vinna titil á stórmóti í fótbolta í 55 ár. Eftir óskabyrjun með marki í upphafi leiks misstu þeir þokkalega tök á leiknum í fyrri hálfleik niður í vandræðagang aftarlega á vellinum í þeim síðari. Slíkum vandræðagangi lýkur oftar en ekki með marki. Í vítaspyrnukeppninni, óvissuferð óvissuferðanna, biðu þeir enn á ný lægri hlut. Þrátt fyrir að markvörður þeirra hafi varið tvær spyrnur. Þrír klikkuðu í röð og silfur niðurstaðan. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu að neðan. Mikið hefur verið rætt um taktík enska þjálfarans Gareths Southgate fyrir vítaspyrnukeppnina. Þá helst að tveir ungir knattspyrnumenn fengu það ábyrgðarhlutverk að taka fjórðu og fimmtu spyrnu Englands. Báðar spyrnur voru slakar, þær teljast yfirleitt vera það þegar þær rata ekki í markið, og Ítalir fögnuðu sigri. Hverjir skora og hverjir ekki? Þegar kemur að fótbolta þá er ekkert auðveldara en að vera vitur eftir á. Af hverju að skipta Trippier út af? Henderson er reynslumikill og með fínan fót. Af hverju að setja ískalda leikmenn inn á? Og unga í þokkabót? Það eru reyndar fjölmörg dæmi um að ískaldir menn hafi komið af bekknum í þeim eina tilgangi að taka víti, og skorað. En af því þeir skoruðu er það sjaldan rifjað upp. Forsíður blaðanna í Englandi í morgun sendu þau skilaboð að þjóðin væri stolt af liðinu sínu. Enginn væri að ræða þetta hefðu Englendingar unnið, sem hefði vel getað verið tilfellið. Til marks um hvort liðið hafi þótt líklegra til að vinna vítakeppnina þá voru veðbankar flestir með jafnan stuðul á liðunum. Það er engin leið að ráða í það hverjir munu setja hann í netið og hverjir ekki. Það er reyndar þannig að þegar maður horfir á vítakeppni, þessa löngu göngu leikmanna frá miðjuboganum að vítapunktinum merkja margir einhver merki. Hann virkar stressaður. Hendurnar titra þegar hann stillir boltanum upp. Hann á örugglega eftir að klikka. Hann er búinn að fjarlægja legghlífarnar og sokkarnir niðri. Aðhlaupið er skrýtið. Hann á eftir að klikka!!!! Nei, bíddu. Hann skorar, af öryggi. Vinstri fótar spyrnusérfræðingarnir klikkuðu England varð heimsmeistari 1966 með dramatískum hætti á Wembley þar sem flestir eru á því að lykilmark England í leiknum hafi ekki átt að standa. Boltinn hafi ekki verið kominn allur yfir marklínuna. Ekkert rétt svar er við þeirri vangaveltu en áratugum fyrir marklínutækni. Hins vegar er ljóst að síðan þá hefur England ekki unnið stóran titil. Árið 1990 náði liðið í undanúrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn verðandi heimsmeisturum Vestur-Þjóðverjum. Hvaða kjúklingar klikkuðu á vítum? Það voru reyndar engir kjúklingar. Chris Waddle, ein skærasta stjarna liðsins með fínan vinstri fót, og Stuart Pearce, aukaspyrnusérfræðingur og með skothörku á borð við Ásgeir Sigurvinsson. Skot yfir og beint á markið. England úr leik. Vonbrigðin voru mikil en Pearce og Waddle náðu að þerra tárin og komu síðar fram í auglýsingum fyrir Pizza Hut þar sem gert var grín að klúðrinu. Sex árum síðar bættist þriðji vítaklúðrarinn við. Á EM á Englandi, 1996, þegar Tjallinn fór að syngja Football's coming home í fyrsta skipti. Átján ára smurði hann í skeytin Leikmaðurinn sem klikkaði? Gareth Southgate. Já, þjálfari Englands í dag. Spyrnusérfræðingur? Alls ekki. Miðvörður með ágæta boltameðferð en ekki þekktur fyrir að setja boltann í netið, nema þá frekar einstaka sjálfsmark. Spyrna miðvarðarins 25 ára var slök og Þjóðverjar fóru í úrslit, og unnu keppnina. Alveg eins 1990. Í átta liða úrslitunum hafði Stuart Pearce reyndar fengið uppreisn æru. Skorað í sigri í vítakeppni gegn Spánverjum og fagnað með þvílíkum látum. Enda var algjörlega úr karakter hjá honum að klikka á víti á Ítalíu 1990. Áfram hélt martröð Englendinga í vítaspyrnukeppnum. Eftir dramtískan leik gegn Argentínu á HM 1998 klúðruðu miðjumennirnir David Batty og Paul Ince vítaspyrnum sínum. Batty hefur reyndar engan áhuga á fótbolta og var víst strax farinn að hugsa um aðra hluti í klefanum eftir leik. Klúðrið tók örugglega meira á Paul Ince. Báðir gátu reyndar falið sig í skugganum á David Beckham sem lét reka sig útaf fyrir agaleysi í venjulegum leiktíma. Stjarna hins átján ára Michael Owen skein skært. Engum fannst skrýtið að hann tæki víti þrátt fyrir ungan aldur. Fullur sjálfstrausts setti hann boltann í vinkilinn, eins og hann hafði reyndar gert í leiknum sjálfum eftir mikinn einleik. Beckham negldi yfir Árið er 2004. England er enn að eltast við árangur á stórmóti og EM fram undan. Beckham, Scholes, Gerrard, Lampard, Owen. Töluvert skærari stjörnur en manna lið Englands í dag. Vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum gegn Portúgal ræður úrslitum. Hverjir klikka? Beckham sjálfur og framherjinn Darius Vassell. Báðir góðir spyrnumenn, eins og Manuel Rui Costa sem klúðraði víti fyrir Portúgal. Vítaspyrnukeppnina má sjá hér. Þjóðirnar mættust aftur í átta liða úrslitum, nú á HM 2006. Lampard og Gerrard klikkuðu, stjörnur á hátindi ferilsins með sannkallaðan gullfót. Jamie Carragher klikkaði líka. Á EM 2012 datt England út fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Gerrard skoraði í þetta skiptið en nafnarnir Ashley Cole og Young klikkuðu. Ekki bætti úr skák þegar England komst ekki upp úr riðlinum á HM 2014 meðal annars vegna taps gegn Ítalíu í leik sem Björn Kiepers dæmdi, já sá sami og dæmdi leikinn í gær. Það er eiginlega þess virði að smella á þetta myndband bara til að rifja upp vítaspyrnuna hans Andrea Pirlo. Henderson klikkaði en Rashford skoraði Enga vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara í leik Englands við Ísland á EM 2016. Reyndar skoraði England úr víti í leiknum en það dugði ekki til. Það var svo loksins á HM 2018 í Rússlandi sem England náði aftur að vinna sigur í vítaspyrnukeppni. Andstæðingurinn var Kólumbía og skoruðu Englendingar úr fjórum spyrnum af fimm. Jordan Henderson klikkaði á vítaspyrnu sem er möguleg ástæða þess að hann hefur ekki viljað láta reyna aftur á spyrnugetu sína undir pressu á Wembley í gær. Sömuleiðis sú staðreynd að hann klikkaði á víti gegn Rúmeníu í aðdraganda EM. Vítakeppnina má sjá hér. Marcus Rashford skoraði einmitt í þeirri vítakeppni og hefur töluverða uppsafnaða reynslu af því að taka vítaspyrnur á ögurstundu. Hver man ekki eftir kraftaverkinu í París, 2019? Ferskir fætur og með viljann að vopni En eftir þessa löngu upprifjun, ef einhver er enn að lesa, að leiknum í gær. Það er framlenging og allt stefnir í vítaspyrnukeppni. Southgate gerir breytingu. Skiptir Marcus Rashford og Jadon Sancho inn á fyrir Jordan Henderson og Kyle Walker. Sóknarmenn inn á fyrir varnarmann og miðjumann. Miðjumann sem klúðraði víti á HM fyrir þremur árum og hefur líkast til ekki viljað taka víti. Jadon Sancho eðlilega sár eftir vítaspyrnuklúðrið. Southgate þekkir tilfinninguna vel sem og margir af bestu knattspyrnumönnum sögunnar.EPA/Andy Rain Kostir við breytinguna eru ýmsir. Ferskir fætur. Menn sem eru vanir að setja boltann í netið. Menn sem langar að taka vítaspyrnu. Ókostur að menn eru þannig lagað kaldir, ekki í takt við leikinn og eflaust mætti nefna aukna pressu að hafa verið skipt inn á í þeim tilgangi að taka víti. Kane klikkaði síðast en skoraði nú Harry Kane, sem klikkaði á víti í undanúrslitum gegn Dönum, skoraði úr fyrstu spyrnunni. Miðvörðurinn Harry Maguire steig nokkuð óvænt upp sem spyrnumaður númer tvö og setti boltann í vinkilinn. Pickford varði vítaspyrnu Ítala og Englendingar komnir með yfirhöndina. Rashford var þriðji, tók lengri útgáfu af sínu langa og hæga aðhlaupi, og setti boltann í stöngina. Jordan Sancho og Bukayo Saka settu boltann í sama horn, þægilega hæð fyrir Donnarumma í ítalska markinu. Ítalir fögnuðu sigri. Bukayo Saka í faðmi Southgate þjálfara. Liðsfélagar þyrpast að til að sýna félaganum stuðning.EPA/Andy Rain En hvað gerði Southgate rangt? Hann mætti á blaðmannafund eftir leikinn og axlaði ábyrgð. Hann sagði að niðurröðun leikmanna fyrir vítaspyrnukeppnina hafa verið ákveðna á æfingu í aðdraganda leiksins. Þetta hefðu verið menn sem leið best á punktinum. Hann viðurkenndi að það hefði auðvitað verið áhætta að setja Rashford og Sancho kalda inn á völlinn. Það væri alltaf áhætta en þeir hefðu verið langbestir í vítaspyrnum í aðdragandanum. Velja leikmenn sem vilja taka víti Jack Grealish? Luke Shaw? Hefðu þeir frekar átt að taka víti? Fínir spyrnurmenn en af hverju ekki að setja menn á punktinn sem óska eftir því og hafa verið heitir í aðdragandanum? Auðvitað er ekki hægt að bera saman gæði í vítaspyrnukeppni á æfingu og í sjálfum úrslitaleik EM. En eitt er víst. Þjálfari vill velja leikmenn á blaðið sitt sem vilja taka víti. Ekkert bendir til annars en það hafi verið tilfellið hjá Sancho og Saka. Ítalir fagna eftir að vítaspyrna Bukayo Saka var varin. Getty/Shaun Botterill Einnig, hvers lags skilaboð eru það að senda leikmönnum, þó ungir séu að árum, þau skilaboð að þeir, fullir áhuga, vilji ekki taka víti? Saka var fyrsti varamaður Englands til að koma inn á. Hann átti erfitt uppdráttar eins og margir Englendingar síðari hluta leiksins. En ef þú treystir honum í leikinn, af hverju ekki í vítaspyrnukeppni? Frægðarhöll þeirra sem klikkað hafa víti David Beckham, Michael Platini, Diego Maradona, Cristiano Ronaldo, Roberto Baggio, Marco Van Basten. Einhverjir bestu knattspyrnumenn sögunnar. Þeir hafa allir verið í sporum hinna ungu Englendinga í gær. Undir pressu, heimsbyggðin að horfa og þeir klúðra vítaspyrnu. Öruggasta vítaskyttan á vellinum í gær klikkaði. Jorginho. Það er enginn að pæla í því af hverju hann klikkaði, þótt allir hafi reiknað með marki. Það er af því það er ekkert skrýtið. Pressan er mikil og það getur allt gerst, sama hversu reynslumikill spyrnumaður þú ert. Að skella skuldinni á einhvern hátt á Southgate að hafa valið þessa fimm spyrnumenn til að skjóta á markið er galið. England fór í vító og tapaði. Þannig er það yfirleitt. Óháð því hvort Beckham, Pearce, Waddle, Southgate eða Sancho fara á punktinn. Fótboltaleikur tapaðist, það voru alltaf góðar líkur á því. Sigur Ítala var sanngjarn. Einu áhyggjurnar sem ætti að hafa af Sancho og Saka snúa að rasisma sem því miður er viðbúið að þeir verði fyrir í heimalandinu. Landi þar sem minnihluti en þó alltof margar fótboltabullur sverta leikinn með ofbeldi, hvort sem er andlegu eða líkamlegu sem sást í London í gær. Undirritaður hefur áður fjallað um vítaspyrnukeppni á stórmóti, nánar tiltekið ákvörðun Louis van Gaal, þá landsliðsþjálfara Hollands, að skipta markverðinum Tim Krul inn á í aðdraganda vítakeppni gegn Kosta Ríka á HM 2014. Sjá að neðan. EM 2020 í fótbolta Utan vallar Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Ósáttir, sárir og svekktir stuðningsmenn enska landsliðsins létu vel í sér heyra á Twitter í gær, og víðar. Það er mannlegt. Hlutirnir fara ekki eins og þú vilt að þeir fari og þú leitar að sökudólgi. En er sanngjarnt að klína tapi í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Southgate? Svo hlutirnir séu settir í samhengi þá komust Englendingar í gær næst því að vinna titil á stórmóti í fótbolta í 55 ár. Eftir óskabyrjun með marki í upphafi leiks misstu þeir þokkalega tök á leiknum í fyrri hálfleik niður í vandræðagang aftarlega á vellinum í þeim síðari. Slíkum vandræðagangi lýkur oftar en ekki með marki. Í vítaspyrnukeppninni, óvissuferð óvissuferðanna, biðu þeir enn á ný lægri hlut. Þrátt fyrir að markvörður þeirra hafi varið tvær spyrnur. Þrír klikkuðu í röð og silfur niðurstaðan. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu að neðan. Mikið hefur verið rætt um taktík enska þjálfarans Gareths Southgate fyrir vítaspyrnukeppnina. Þá helst að tveir ungir knattspyrnumenn fengu það ábyrgðarhlutverk að taka fjórðu og fimmtu spyrnu Englands. Báðar spyrnur voru slakar, þær teljast yfirleitt vera það þegar þær rata ekki í markið, og Ítalir fögnuðu sigri. Hverjir skora og hverjir ekki? Þegar kemur að fótbolta þá er ekkert auðveldara en að vera vitur eftir á. Af hverju að skipta Trippier út af? Henderson er reynslumikill og með fínan fót. Af hverju að setja ískalda leikmenn inn á? Og unga í þokkabót? Það eru reyndar fjölmörg dæmi um að ískaldir menn hafi komið af bekknum í þeim eina tilgangi að taka víti, og skorað. En af því þeir skoruðu er það sjaldan rifjað upp. Forsíður blaðanna í Englandi í morgun sendu þau skilaboð að þjóðin væri stolt af liðinu sínu. Enginn væri að ræða þetta hefðu Englendingar unnið, sem hefði vel getað verið tilfellið. Til marks um hvort liðið hafi þótt líklegra til að vinna vítakeppnina þá voru veðbankar flestir með jafnan stuðul á liðunum. Það er engin leið að ráða í það hverjir munu setja hann í netið og hverjir ekki. Það er reyndar þannig að þegar maður horfir á vítakeppni, þessa löngu göngu leikmanna frá miðjuboganum að vítapunktinum merkja margir einhver merki. Hann virkar stressaður. Hendurnar titra þegar hann stillir boltanum upp. Hann á örugglega eftir að klikka. Hann er búinn að fjarlægja legghlífarnar og sokkarnir niðri. Aðhlaupið er skrýtið. Hann á eftir að klikka!!!! Nei, bíddu. Hann skorar, af öryggi. Vinstri fótar spyrnusérfræðingarnir klikkuðu England varð heimsmeistari 1966 með dramatískum hætti á Wembley þar sem flestir eru á því að lykilmark England í leiknum hafi ekki átt að standa. Boltinn hafi ekki verið kominn allur yfir marklínuna. Ekkert rétt svar er við þeirri vangaveltu en áratugum fyrir marklínutækni. Hins vegar er ljóst að síðan þá hefur England ekki unnið stóran titil. Árið 1990 náði liðið í undanúrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn verðandi heimsmeisturum Vestur-Þjóðverjum. Hvaða kjúklingar klikkuðu á vítum? Það voru reyndar engir kjúklingar. Chris Waddle, ein skærasta stjarna liðsins með fínan vinstri fót, og Stuart Pearce, aukaspyrnusérfræðingur og með skothörku á borð við Ásgeir Sigurvinsson. Skot yfir og beint á markið. England úr leik. Vonbrigðin voru mikil en Pearce og Waddle náðu að þerra tárin og komu síðar fram í auglýsingum fyrir Pizza Hut þar sem gert var grín að klúðrinu. Sex árum síðar bættist þriðji vítaklúðrarinn við. Á EM á Englandi, 1996, þegar Tjallinn fór að syngja Football's coming home í fyrsta skipti. Átján ára smurði hann í skeytin Leikmaðurinn sem klikkaði? Gareth Southgate. Já, þjálfari Englands í dag. Spyrnusérfræðingur? Alls ekki. Miðvörður með ágæta boltameðferð en ekki þekktur fyrir að setja boltann í netið, nema þá frekar einstaka sjálfsmark. Spyrna miðvarðarins 25 ára var slök og Þjóðverjar fóru í úrslit, og unnu keppnina. Alveg eins 1990. Í átta liða úrslitunum hafði Stuart Pearce reyndar fengið uppreisn æru. Skorað í sigri í vítakeppni gegn Spánverjum og fagnað með þvílíkum látum. Enda var algjörlega úr karakter hjá honum að klikka á víti á Ítalíu 1990. Áfram hélt martröð Englendinga í vítaspyrnukeppnum. Eftir dramtískan leik gegn Argentínu á HM 1998 klúðruðu miðjumennirnir David Batty og Paul Ince vítaspyrnum sínum. Batty hefur reyndar engan áhuga á fótbolta og var víst strax farinn að hugsa um aðra hluti í klefanum eftir leik. Klúðrið tók örugglega meira á Paul Ince. Báðir gátu reyndar falið sig í skugganum á David Beckham sem lét reka sig útaf fyrir agaleysi í venjulegum leiktíma. Stjarna hins átján ára Michael Owen skein skært. Engum fannst skrýtið að hann tæki víti þrátt fyrir ungan aldur. Fullur sjálfstrausts setti hann boltann í vinkilinn, eins og hann hafði reyndar gert í leiknum sjálfum eftir mikinn einleik. Beckham negldi yfir Árið er 2004. England er enn að eltast við árangur á stórmóti og EM fram undan. Beckham, Scholes, Gerrard, Lampard, Owen. Töluvert skærari stjörnur en manna lið Englands í dag. Vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum gegn Portúgal ræður úrslitum. Hverjir klikka? Beckham sjálfur og framherjinn Darius Vassell. Báðir góðir spyrnumenn, eins og Manuel Rui Costa sem klúðraði víti fyrir Portúgal. Vítaspyrnukeppnina má sjá hér. Þjóðirnar mættust aftur í átta liða úrslitum, nú á HM 2006. Lampard og Gerrard klikkuðu, stjörnur á hátindi ferilsins með sannkallaðan gullfót. Jamie Carragher klikkaði líka. Á EM 2012 datt England út fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Gerrard skoraði í þetta skiptið en nafnarnir Ashley Cole og Young klikkuðu. Ekki bætti úr skák þegar England komst ekki upp úr riðlinum á HM 2014 meðal annars vegna taps gegn Ítalíu í leik sem Björn Kiepers dæmdi, já sá sami og dæmdi leikinn í gær. Það er eiginlega þess virði að smella á þetta myndband bara til að rifja upp vítaspyrnuna hans Andrea Pirlo. Henderson klikkaði en Rashford skoraði Enga vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara í leik Englands við Ísland á EM 2016. Reyndar skoraði England úr víti í leiknum en það dugði ekki til. Það var svo loksins á HM 2018 í Rússlandi sem England náði aftur að vinna sigur í vítaspyrnukeppni. Andstæðingurinn var Kólumbía og skoruðu Englendingar úr fjórum spyrnum af fimm. Jordan Henderson klikkaði á vítaspyrnu sem er möguleg ástæða þess að hann hefur ekki viljað láta reyna aftur á spyrnugetu sína undir pressu á Wembley í gær. Sömuleiðis sú staðreynd að hann klikkaði á víti gegn Rúmeníu í aðdraganda EM. Vítakeppnina má sjá hér. Marcus Rashford skoraði einmitt í þeirri vítakeppni og hefur töluverða uppsafnaða reynslu af því að taka vítaspyrnur á ögurstundu. Hver man ekki eftir kraftaverkinu í París, 2019? Ferskir fætur og með viljann að vopni En eftir þessa löngu upprifjun, ef einhver er enn að lesa, að leiknum í gær. Það er framlenging og allt stefnir í vítaspyrnukeppni. Southgate gerir breytingu. Skiptir Marcus Rashford og Jadon Sancho inn á fyrir Jordan Henderson og Kyle Walker. Sóknarmenn inn á fyrir varnarmann og miðjumann. Miðjumann sem klúðraði víti á HM fyrir þremur árum og hefur líkast til ekki viljað taka víti. Jadon Sancho eðlilega sár eftir vítaspyrnuklúðrið. Southgate þekkir tilfinninguna vel sem og margir af bestu knattspyrnumönnum sögunnar.EPA/Andy Rain Kostir við breytinguna eru ýmsir. Ferskir fætur. Menn sem eru vanir að setja boltann í netið. Menn sem langar að taka vítaspyrnu. Ókostur að menn eru þannig lagað kaldir, ekki í takt við leikinn og eflaust mætti nefna aukna pressu að hafa verið skipt inn á í þeim tilgangi að taka víti. Kane klikkaði síðast en skoraði nú Harry Kane, sem klikkaði á víti í undanúrslitum gegn Dönum, skoraði úr fyrstu spyrnunni. Miðvörðurinn Harry Maguire steig nokkuð óvænt upp sem spyrnumaður númer tvö og setti boltann í vinkilinn. Pickford varði vítaspyrnu Ítala og Englendingar komnir með yfirhöndina. Rashford var þriðji, tók lengri útgáfu af sínu langa og hæga aðhlaupi, og setti boltann í stöngina. Jordan Sancho og Bukayo Saka settu boltann í sama horn, þægilega hæð fyrir Donnarumma í ítalska markinu. Ítalir fögnuðu sigri. Bukayo Saka í faðmi Southgate þjálfara. Liðsfélagar þyrpast að til að sýna félaganum stuðning.EPA/Andy Rain En hvað gerði Southgate rangt? Hann mætti á blaðmannafund eftir leikinn og axlaði ábyrgð. Hann sagði að niðurröðun leikmanna fyrir vítaspyrnukeppnina hafa verið ákveðna á æfingu í aðdraganda leiksins. Þetta hefðu verið menn sem leið best á punktinum. Hann viðurkenndi að það hefði auðvitað verið áhætta að setja Rashford og Sancho kalda inn á völlinn. Það væri alltaf áhætta en þeir hefðu verið langbestir í vítaspyrnum í aðdragandanum. Velja leikmenn sem vilja taka víti Jack Grealish? Luke Shaw? Hefðu þeir frekar átt að taka víti? Fínir spyrnurmenn en af hverju ekki að setja menn á punktinn sem óska eftir því og hafa verið heitir í aðdragandanum? Auðvitað er ekki hægt að bera saman gæði í vítaspyrnukeppni á æfingu og í sjálfum úrslitaleik EM. En eitt er víst. Þjálfari vill velja leikmenn á blaðið sitt sem vilja taka víti. Ekkert bendir til annars en það hafi verið tilfellið hjá Sancho og Saka. Ítalir fagna eftir að vítaspyrna Bukayo Saka var varin. Getty/Shaun Botterill Einnig, hvers lags skilaboð eru það að senda leikmönnum, þó ungir séu að árum, þau skilaboð að þeir, fullir áhuga, vilji ekki taka víti? Saka var fyrsti varamaður Englands til að koma inn á. Hann átti erfitt uppdráttar eins og margir Englendingar síðari hluta leiksins. En ef þú treystir honum í leikinn, af hverju ekki í vítaspyrnukeppni? Frægðarhöll þeirra sem klikkað hafa víti David Beckham, Michael Platini, Diego Maradona, Cristiano Ronaldo, Roberto Baggio, Marco Van Basten. Einhverjir bestu knattspyrnumenn sögunnar. Þeir hafa allir verið í sporum hinna ungu Englendinga í gær. Undir pressu, heimsbyggðin að horfa og þeir klúðra vítaspyrnu. Öruggasta vítaskyttan á vellinum í gær klikkaði. Jorginho. Það er enginn að pæla í því af hverju hann klikkaði, þótt allir hafi reiknað með marki. Það er af því það er ekkert skrýtið. Pressan er mikil og það getur allt gerst, sama hversu reynslumikill spyrnumaður þú ert. Að skella skuldinni á einhvern hátt á Southgate að hafa valið þessa fimm spyrnumenn til að skjóta á markið er galið. England fór í vító og tapaði. Þannig er það yfirleitt. Óháð því hvort Beckham, Pearce, Waddle, Southgate eða Sancho fara á punktinn. Fótboltaleikur tapaðist, það voru alltaf góðar líkur á því. Sigur Ítala var sanngjarn. Einu áhyggjurnar sem ætti að hafa af Sancho og Saka snúa að rasisma sem því miður er viðbúið að þeir verði fyrir í heimalandinu. Landi þar sem minnihluti en þó alltof margar fótboltabullur sverta leikinn með ofbeldi, hvort sem er andlegu eða líkamlegu sem sást í London í gær. Undirritaður hefur áður fjallað um vítaspyrnukeppni á stórmóti, nánar tiltekið ákvörðun Louis van Gaal, þá landsliðsþjálfara Hollands, að skipta markverðinum Tim Krul inn á í aðdraganda vítakeppni gegn Kosta Ríka á HM 2014. Sjá að neðan.
EM 2020 í fótbolta Utan vallar Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira