Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 18:19 Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í Port-au-Prince vegna átaka glæpagengja. AP/Joseph Odelyn Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. Ofbeldið er sagt koma verulega niður á viðbrögðum við morði Jovenel Moise, forseta Haítí. Árásarmenn sem búið er að yfirheyra eru sagðir hafa haldið því fram að markmið þeirra hafi verið að handtaka forsetann en þeir hafi komið að honum dánum. AP fréttaveitan segir að valdamiklir stjórnmálamenn og bandamenn þeirra hafi í gegnum árin fjármagnað glæpasamtök á Haítí. Nú óttast hins vegar íbúar landsins að þessir bakhjarlar hafi misst stjórn á glæpagengjunum sem eru orðin gífurlega valdamikil. Skólum hefur verið lokað vegna ofbeldisins og hefur það sömuleiðis komið niður á baráttunni gegn Covid-19. Þá stálu glæpagengi nýverið þúsundum poka af sykri, hrísgrjónum og hveiti, auk þess sem þeir hafa farið ránshendi um heimili og brennt hús í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Þúsundir hafa þurft að leita skjóls í kirkjum, á íþróttavöllum og í íþróttahúsum. Sérfræðingar sem ræddu við blaðamenn fréttaveitunnar segja ofbeldisástandið á Haítí ekki hafa verið svo sæmt í tvo áratugi eða síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu friðargæsluliða til Haítí árið 2004. Berjast um æðstu embættin Ofan á þessi vandræði bætast miklar deilur um það hver eigi í raun að vera við stýrið á Haítí. Forsetinn er dáinn og forseti Hæstaréttar Haítí, sem hefði samkvæmt stjórnarskrá átt að taka við af honum dó nýverið vegna Covid-19.Sá sem virðist nú fara með völd heitir Claude Joshep. Hann er utanríkisráðherra en hafði verið starfandi forsætisráðherra í tvo og hálfan mánuð. Umferðaröngþveiti í Port-au-Prince.AP/Matias Delacroix Daginn sem hann var myrtur skipaði Moise nýjan forsætisráðherra. Sá heitir Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um það að halda kosningar. Þær átti að halda í fyrra en var frestað. Til stóð að halda kosningar í september en óljóst er hvort það sé yfir höfuð hægt. Bæði vegna ofbeldis og vegna þess hve veikburða og viðkvæmar opinberar stofnanir Haítí eru orðnar. Henry hefur lýst því yfir að hann sé réttmætur forsætisráðherra en Joshep stýrir þó landinu, ef svo má segja, með stuðningi lögreglunnar og hersins. Moise hafði rekið flesta þingmenn Haítí á kjörtímabili sínu en einungis tíu öldungadeildarþingmenn af þrjátíu voru eftir í embætti. Átta þingmenn af þessum tíu hafa kallað eftir því að Josehp láti af völdum. Þingmennirnir segja að þar sem þeir séu í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí séu þeir þeir einu sem geti tryggt fullveldi ríkisins, samkvæmt frétt New York Times. Þingmennirnir segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Glæpagengi eru mjög umsvifamikil á Haítí.AP/Dieu Nalio Chery Segjast hafa átt að handtaka forsetann Lögreglan á Haítí segir hóp þungvopnaðra málaliða, sem flestir voru frá Kólumbíu, hafa ráðist á heimili forsetans fyrr í vikunin og myrt. Alls eru 26 sagðir hafa verið frá Kólumbíu og tveir voru bandarískir ríkisborgarar frá Haítí. Margir þeirra hafa verið handteknir. Við yfirheyrslur hafa þeir sagt að þeir hafi verið ráðnir til að handtaka Moise. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs, eins og Miami Herald (áskriftarvefur) eftir heimildarmönnum sínum. Í frétt Reuters segir að mennirnir hafi sagt lögregluþjónum að handtaka ætti forsetann á heimili hans og flytja hann í forsetahöll Haítí. Hann hafi hins vegar þegar verið látinn þegar þeir komu að honum. Myndir af meintu líki Moise hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þær hafa ekki verið sannreyndar enn en sýna þó lík sem var skotið margsinnis og sömuleiðis að bein forsetans hafi verið brotin. Fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því að útlit sé fyrir að Moise hafi verið pyntaður áður en hann var skotinn til bana. Haítí Tengdar fréttir Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49 Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ofbeldið er sagt koma verulega niður á viðbrögðum við morði Jovenel Moise, forseta Haítí. Árásarmenn sem búið er að yfirheyra eru sagðir hafa haldið því fram að markmið þeirra hafi verið að handtaka forsetann en þeir hafi komið að honum dánum. AP fréttaveitan segir að valdamiklir stjórnmálamenn og bandamenn þeirra hafi í gegnum árin fjármagnað glæpasamtök á Haítí. Nú óttast hins vegar íbúar landsins að þessir bakhjarlar hafi misst stjórn á glæpagengjunum sem eru orðin gífurlega valdamikil. Skólum hefur verið lokað vegna ofbeldisins og hefur það sömuleiðis komið niður á baráttunni gegn Covid-19. Þá stálu glæpagengi nýverið þúsundum poka af sykri, hrísgrjónum og hveiti, auk þess sem þeir hafa farið ránshendi um heimili og brennt hús í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Þúsundir hafa þurft að leita skjóls í kirkjum, á íþróttavöllum og í íþróttahúsum. Sérfræðingar sem ræddu við blaðamenn fréttaveitunnar segja ofbeldisástandið á Haítí ekki hafa verið svo sæmt í tvo áratugi eða síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu friðargæsluliða til Haítí árið 2004. Berjast um æðstu embættin Ofan á þessi vandræði bætast miklar deilur um það hver eigi í raun að vera við stýrið á Haítí. Forsetinn er dáinn og forseti Hæstaréttar Haítí, sem hefði samkvæmt stjórnarskrá átt að taka við af honum dó nýverið vegna Covid-19.Sá sem virðist nú fara með völd heitir Claude Joshep. Hann er utanríkisráðherra en hafði verið starfandi forsætisráðherra í tvo og hálfan mánuð. Umferðaröngþveiti í Port-au-Prince.AP/Matias Delacroix Daginn sem hann var myrtur skipaði Moise nýjan forsætisráðherra. Sá heitir Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um það að halda kosningar. Þær átti að halda í fyrra en var frestað. Til stóð að halda kosningar í september en óljóst er hvort það sé yfir höfuð hægt. Bæði vegna ofbeldis og vegna þess hve veikburða og viðkvæmar opinberar stofnanir Haítí eru orðnar. Henry hefur lýst því yfir að hann sé réttmætur forsætisráðherra en Joshep stýrir þó landinu, ef svo má segja, með stuðningi lögreglunnar og hersins. Moise hafði rekið flesta þingmenn Haítí á kjörtímabili sínu en einungis tíu öldungadeildarþingmenn af þrjátíu voru eftir í embætti. Átta þingmenn af þessum tíu hafa kallað eftir því að Josehp láti af völdum. Þingmennirnir segja að þar sem þeir séu í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí séu þeir þeir einu sem geti tryggt fullveldi ríkisins, samkvæmt frétt New York Times. Þingmennirnir segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Glæpagengi eru mjög umsvifamikil á Haítí.AP/Dieu Nalio Chery Segjast hafa átt að handtaka forsetann Lögreglan á Haítí segir hóp þungvopnaðra málaliða, sem flestir voru frá Kólumbíu, hafa ráðist á heimili forsetans fyrr í vikunin og myrt. Alls eru 26 sagðir hafa verið frá Kólumbíu og tveir voru bandarískir ríkisborgarar frá Haítí. Margir þeirra hafa verið handteknir. Við yfirheyrslur hafa þeir sagt að þeir hafi verið ráðnir til að handtaka Moise. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs, eins og Miami Herald (áskriftarvefur) eftir heimildarmönnum sínum. Í frétt Reuters segir að mennirnir hafi sagt lögregluþjónum að handtaka ætti forsetann á heimili hans og flytja hann í forsetahöll Haítí. Hann hafi hins vegar þegar verið látinn þegar þeir komu að honum. Myndir af meintu líki Moise hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þær hafa ekki verið sannreyndar enn en sýna þó lík sem var skotið margsinnis og sömuleiðis að bein forsetans hafi verið brotin. Fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því að útlit sé fyrir að Moise hafi verið pyntaður áður en hann var skotinn til bana.
Haítí Tengdar fréttir Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49 Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09
Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49
Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16