Jökullaust Okið Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 12. júlí 2021 08:00 Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu. Ég gaf mér nefnilega að vegirnir á landakortinu væru í raunstærð og þannig ímyndaði ég mér Okjökul sem lítinn snjóskafl við hlið þjóðvegar 518 sem á kortinu virtist næstum jafn breiður og Okið. Jökull sem var Nú er ég ekki lengur barn og Okjökull er ekki lengur jökull. Í síðustu viku gekk ég upp á dyngju Oks og virti fyrir mér leifar þessa jökuls sem ég hugsaði svo mikið um sem barn. Árið 2014 var hann opinberlega sviptur stöðu sinni sem jökull og eftir liggja nokkrir snjóskaflar á víð og dreif auk eins nýjasta stöðuvatns Íslands – Blávatns – sem liggur ofan í gíg dyngjunnar. Okjökull er ekki einn um þessi örlög því a.m.k. 56 smájöklar víða um land hafa horfið frá aldamótum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir verða allir jöklar landsins horfnir innan 200 ára. Dauði Okjökuls hafði engar sérstakar hamfarir í för með sér, ekki frekar en brotthvarf hinna 55 smájöklanna. En bráðnun jökla er óþægilega áþreifanleg birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar sem ekki sér fyrir endann á og er þegar farin að raska viðkvæmu jafnvægi í loftslagi og veðurfari jarðar. Árið 2014, árið sem Okjökull var opinberlega talinn af, var það heitasta á jörðinni frá upphafi mælinga og sló þar með fyrra hitametið frá árinu áður. Árið 2015 var ennþá heitara og árið 2016 var hitametið aftur slegið – fjórða árið í röð. Loftslagsbreytingar eru hafnar Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem gerist í framtíðinni, við lifum þær nú þegar og þær eru komnar til að vera. Hverjar endanlegar afleiðingar þeirra verða er að hluta til undir okkur komið og að hluta til undir því komið að við séum ekki þegar búin að hrinda af stað atburðarrás sem verður ekki snúið við. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir t.a.m.: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þessar staðreyndir eru ekki settar fram til að valda kvíða eða vonleysi. Slíkar tilfinningar eru ekki vænlegar til árangurs enda ala þær af sér aðgerðaleysi. Mannkynið hefur enn möguleika á að halda hlýnun jarðar í skefjum og koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Til þess þurfum við m.a. að vera óhrædd við að endurskoða efnahagskerfi okkar og samfélagsskipan. En við verðum líka að átta okkur á því að loftslagsbreytingarnar eru hafnar og þær eru þegar farnar að valda skaða. Ofan við tjaldsvæðið í Húsafelli stendur jökullaust Okið til vitnisburðar um það. Við skulum sjá til þess að í framtíðinni geti afkomendur okkar virt fyrir sér Íslandskort sem er ekki alveg jökullaust. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samfylkingin Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu. Ég gaf mér nefnilega að vegirnir á landakortinu væru í raunstærð og þannig ímyndaði ég mér Okjökul sem lítinn snjóskafl við hlið þjóðvegar 518 sem á kortinu virtist næstum jafn breiður og Okið. Jökull sem var Nú er ég ekki lengur barn og Okjökull er ekki lengur jökull. Í síðustu viku gekk ég upp á dyngju Oks og virti fyrir mér leifar þessa jökuls sem ég hugsaði svo mikið um sem barn. Árið 2014 var hann opinberlega sviptur stöðu sinni sem jökull og eftir liggja nokkrir snjóskaflar á víð og dreif auk eins nýjasta stöðuvatns Íslands – Blávatns – sem liggur ofan í gíg dyngjunnar. Okjökull er ekki einn um þessi örlög því a.m.k. 56 smájöklar víða um land hafa horfið frá aldamótum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir verða allir jöklar landsins horfnir innan 200 ára. Dauði Okjökuls hafði engar sérstakar hamfarir í för með sér, ekki frekar en brotthvarf hinna 55 smájöklanna. En bráðnun jökla er óþægilega áþreifanleg birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar sem ekki sér fyrir endann á og er þegar farin að raska viðkvæmu jafnvægi í loftslagi og veðurfari jarðar. Árið 2014, árið sem Okjökull var opinberlega talinn af, var það heitasta á jörðinni frá upphafi mælinga og sló þar með fyrra hitametið frá árinu áður. Árið 2015 var ennþá heitara og árið 2016 var hitametið aftur slegið – fjórða árið í röð. Loftslagsbreytingar eru hafnar Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem gerist í framtíðinni, við lifum þær nú þegar og þær eru komnar til að vera. Hverjar endanlegar afleiðingar þeirra verða er að hluta til undir okkur komið og að hluta til undir því komið að við séum ekki þegar búin að hrinda af stað atburðarrás sem verður ekki snúið við. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir t.a.m.: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þessar staðreyndir eru ekki settar fram til að valda kvíða eða vonleysi. Slíkar tilfinningar eru ekki vænlegar til árangurs enda ala þær af sér aðgerðaleysi. Mannkynið hefur enn möguleika á að halda hlýnun jarðar í skefjum og koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Til þess þurfum við m.a. að vera óhrædd við að endurskoða efnahagskerfi okkar og samfélagsskipan. En við verðum líka að átta okkur á því að loftslagsbreytingarnar eru hafnar og þær eru þegar farnar að valda skaða. Ofan við tjaldsvæðið í Húsafelli stendur jökullaust Okið til vitnisburðar um það. Við skulum sjá til þess að í framtíðinni geti afkomendur okkar virt fyrir sér Íslandskort sem er ekki alveg jökullaust. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun