Fyrsti viðmælandi þáttarins í dag er Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna, sem mun ræða uppbyggingaráform í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætir og leggur mat á pólitíkina, helstu mál fyrir haustið og stöðu eigins flokks.
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, kíkja því næst í þáttinn til að ræða réttu aðferðina til að tryggja þjóðinni réttmæta hlutdeild í sjávarauðlindinni.
Að lokum ræða þær Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, og Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, um MeToo-byltinguna og þá umræðu sem hefur farið fram síðustu daga og vikur um kynferðisofbeldi.