Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 17:01 Hefði Selfoss landað sigri gegn Val væri toppbarátta deildarinnar í algjöru uppnámi. Vísir/Hulda Margrét Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri. „Þetta var leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna til að vera í þessum séns. Þær byrjuðu þetta mót vel en stóru prófin eru stóru liðin,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. „Algjörlega, þær þurfa að vinna þessi lið í kringum sig til að fá þessi mikilvægu stig og liðin í kringum þær núna eru Breiðablik og Valur. Þannig að þær hafa ekki náð því í þessari fyrri umferð en þær hafa seinni umferðina til að bæta fyrir það,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur og fyrrum leikmaður Vals, um leikinn. Hún hélt svo áfram. „Þetta var hörkuleikur eins og Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] sagði. Þetta var dæmigerður Selfoss – Valur leikur, mikil stöðubarátta og barist um hvern einasta bolta. Mikil harka í þessu og úrslitin réðust seint í seinni hálfleik svona eins og er dæmigert fyrir þessi lið þegar þau mætast.“ „Ég held að Pétur sé dauðfeginn að vera búinn að fara austur fyrir fjall og sækja þrjú stig,“ bætti Helena við. Valur fékk á dögunum bandaríska framherjann Cyera Makenzie Hintzen til liðs við sig. Hún kom inn af bekknum þegar tæp klukkustund var liðin og var frammistaða hennar til umræðu. „Erfitt að dæma hana út frá þessum leik því þetta er mikil stöðubarátta og svoleiðis. Væri gaman að sjá hana í næsta leik gegn Stjörnunni. Hún var að koma sér í færi, “ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur þáttarins um viðbótina í Valsliðið. „Hún er mjög fljót og fylgin sér. Þetta er kraftmikill framherji og var óheppinn að skora ekki. Held að þetta sé frábært fyrir Elínu Mettu [Jensen], það losnar aðeins um hana og ábyrgðin dreifist á fleiri menn þarna í Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára að endingu. Selfoss er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 14 stig að loknum 9 umferðum en Valur trónir á toppnum með 20 stig. Klippa: Umræða um sigur Vals á Selfossi Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Valur Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sjáðu mörkin hjá þjálfaralausum Eyjakonum, úr endurkomu Breiðabliks, sigri Vals og öll hin mörkin í 9. umferð Mikið fjör var í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Liðin á útivelli unnu öll sína leiki í umferðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu frábæran endurkomu sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum en hér að neðan má sjá öll mörkin úr umferðinni. 7. júlí 2021 17:01 Alfreð Elías: Aulaskapur í föstum leikatriðum tapaði leiknum Selfoss tapaði á móti toppliði Vals 1-2. Bæði mörk Vals komu eftir föst leikatriði sem Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var afar ósáttur með 6. júlí 2021 22:20 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Þetta var leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna til að vera í þessum séns. Þær byrjuðu þetta mót vel en stóru prófin eru stóru liðin,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. „Algjörlega, þær þurfa að vinna þessi lið í kringum sig til að fá þessi mikilvægu stig og liðin í kringum þær núna eru Breiðablik og Valur. Þannig að þær hafa ekki náð því í þessari fyrri umferð en þær hafa seinni umferðina til að bæta fyrir það,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur og fyrrum leikmaður Vals, um leikinn. Hún hélt svo áfram. „Þetta var hörkuleikur eins og Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] sagði. Þetta var dæmigerður Selfoss – Valur leikur, mikil stöðubarátta og barist um hvern einasta bolta. Mikil harka í þessu og úrslitin réðust seint í seinni hálfleik svona eins og er dæmigert fyrir þessi lið þegar þau mætast.“ „Ég held að Pétur sé dauðfeginn að vera búinn að fara austur fyrir fjall og sækja þrjú stig,“ bætti Helena við. Valur fékk á dögunum bandaríska framherjann Cyera Makenzie Hintzen til liðs við sig. Hún kom inn af bekknum þegar tæp klukkustund var liðin og var frammistaða hennar til umræðu. „Erfitt að dæma hana út frá þessum leik því þetta er mikil stöðubarátta og svoleiðis. Væri gaman að sjá hana í næsta leik gegn Stjörnunni. Hún var að koma sér í færi, “ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur þáttarins um viðbótina í Valsliðið. „Hún er mjög fljót og fylgin sér. Þetta er kraftmikill framherji og var óheppinn að skora ekki. Held að þetta sé frábært fyrir Elínu Mettu [Jensen], það losnar aðeins um hana og ábyrgðin dreifist á fleiri menn þarna í Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára að endingu. Selfoss er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 14 stig að loknum 9 umferðum en Valur trónir á toppnum með 20 stig. Klippa: Umræða um sigur Vals á Selfossi Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Valur Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sjáðu mörkin hjá þjálfaralausum Eyjakonum, úr endurkomu Breiðabliks, sigri Vals og öll hin mörkin í 9. umferð Mikið fjör var í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Liðin á útivelli unnu öll sína leiki í umferðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu frábæran endurkomu sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum en hér að neðan má sjá öll mörkin úr umferðinni. 7. júlí 2021 17:01 Alfreð Elías: Aulaskapur í föstum leikatriðum tapaði leiknum Selfoss tapaði á móti toppliði Vals 1-2. Bæði mörk Vals komu eftir föst leikatriði sem Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var afar ósáttur með 6. júlí 2021 22:20 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Sjáðu mörkin hjá þjálfaralausum Eyjakonum, úr endurkomu Breiðabliks, sigri Vals og öll hin mörkin í 9. umferð Mikið fjör var í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Liðin á útivelli unnu öll sína leiki í umferðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu frábæran endurkomu sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum en hér að neðan má sjá öll mörkin úr umferðinni. 7. júlí 2021 17:01
Alfreð Elías: Aulaskapur í föstum leikatriðum tapaði leiknum Selfoss tapaði á móti toppliði Vals 1-2. Bæði mörk Vals komu eftir föst leikatriði sem Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var afar ósáttur með 6. júlí 2021 22:20
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn