Hin meðvirku Svala Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 14:31 Ég er kona. Ég hef upplifað kynferðislega áreitni af hálfu skólafélaga og vinnufélaga. Ég hef upplifað að aðili sem ég var í nánu sambandi við, fór yfir mörk mín. Ég hef upplifað kynferðislegt ofbeldi sem var kært til lögreglu, en málið var á endanum fellt niður. Ekkert af þessu er í sjálfu sér óvenjulegt. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr vísindarannsókn Háskóla Íslands um áfallasögu kvenna, hafa fjórar af hverjum tíu konum sem tóku þátt í rannsókninni upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á lífsleiðinni. Þar af hafa fleiri en þrjár af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá hefur nærri þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni á vinnustað einhvern tímann á ævinni. Aðeins tíu prósent kæra Aðeins lítið brot kynferðisbrota er kært til lögreglu. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta kæra um 10% þolenda sem leita til samtakana brotin til lögreglunnar. Þrátt fyrir þetta eru nokkur hundruð kynferðisbrot kærð á hverju ári hérlendis og mikill meirihluti brotaþola er konur. Meirihluti málanna endar með því að málið er fellt niður. Þannig eru miklar líkur á því að þeir sem nauðga eða áreita fólk kynferðislega á Íslandi komist upp með það, jafnvel aftur og aftur. Líkurnar eru einfaldlega þeim í hag. Undanfarnar vikur hefur önnur bylgja #metoo-byltingarinnar haft víðtæk áhrif á samfélagið. Ungar stúlkur og konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum, sumar undir nafni en aðrar nafnlaust, og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Öfugt við fyrstu metoo-bylgjuna hefur þessi umræða ekki farið fram í lokuðum hópum, heldur fyrir opnum tjöldum á netinu. Sögurnar eru margar, en mesta athygli hafa vakið frásagnir um landsþekkta menn sem margar stúlkur og konur saka um ofbeldi og áreitni. Hafa sumir þeirra neyðst til að biðjast afsökunar, á meðan aðrir hafa hótað málsókn. Litlar líkur á réttlæti Flest erum við sammála um mikilvægi þess að uppræta kynferðislegt ofbeldi, í það minnsta í orði. Við vitum líka að ofbeldi gegn konum viðgengst enn í ríkum mæli og að það er erfitt að fá réttláta meðferð í dómskerfinu í þessum málum. Einmitt þess vegna finna margar stúlkur og konur sig knúnar til þess að segja sögu sína á samfélagsmiðlum. Þær vita sem er, að litlar líkur eru á því að þær nái fram réttlæti með aðstoð lögreglu eða dómstóla. Ungar stúlkur og konur sætta sig ekki lengur við það sem mín kynslóð og fyrri kynslóðir sættu sig við nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust. Þær krefjast þess að á þær sé hlustað. Þær vilja að þeir sem stunda það að áreita og nauðga þurfi að svara fyrir gerðir sínar. Einhver gæti haldið að fólk myndi almennt fagna því að sjá þennan kraft og réttlætiskennd hjá ungu konunum okkar, en því fer fjarri. Meðvirknin er allsráðandi Í stað þess að fagna opnari umræðu og kjarki ungu kynslóðarinnar, eru mörg okkar sem eldri erum enn föst í gerendameðvirkni. Karlar og konur keppast við að vorkenna vesalings drengjunum, sem þó eru fullorðnir karlmenn og sumir á fertugs- og fimmtugsaldri. Kvartað er undan útskúfunarmenningu, dómstóli götunnar og aftökum án dóms og laga, þó að í flestum tilvikum hafi ekkert gerst, annað en að umræddir menn hafa kannski misst af einstaka verkefnum. Staðreyndin er sú að menn hafa hingað til komist upp með kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi án mikilla afleiðinga hér á landi. Maður getur til dæmis átt farsælan feril sem leikari áratugum saman, þrátt fyrir dóm vegna hrottalegrar nauðgunar. Sá sem næst á myndband við að káfa á unglingsstelpu í óþökk hennar, getur gert grín að öllu saman og þjóðin flykkist á uppistandið. Þeir sem eru þekktir fyrir að nauðga stelpum undir lögaldri, hafa flestir getað haldið áfram í námi og starfi eins og ekkert hafi í skorist. Heilu sveitarfélögin hafa staðið að undirskriftasöfnun til stuðnings dæmdum nauðgara. Meðvirknin er allsráðandi. Alvarlegar afleiðingar Afleiðingarnar fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru oftast miklu alvarlegri. Margar hafa flosnað upp úr námi, hrakist úr starfi, flutt frá heimabæ sínum og jafnvel flúið land. Þær upplifa skömm, sektarkennd, depurð, lélega sjálfsmynd og margt annað, sem getur haft áhrif á allt þeirra líf. Þá eru ótaldar þær sem ekki lifðu ofbeldið af, þar á meðal þær sem tóku eigið líf. Þegar þær sem lifðu af ákveða að skila skömminni svarar fullorðna fólkið þeim með skætingi. Af hverju sagðir þú ekki frá þessu fyrr? Af hverju kærðir þú ekki? Ertu ekki bara athyglissjúk, hefnigjörn eða bitur kona sem hann vildi ekki? Við þurfum að hætta að vera í afneitun. Við þurfum að hætta að vera meðvirk með þeim sem brjóta á öðrum. Við þurfum að hætta að vera skíthrædd við meinta útskúfun ofbeldismanna. Við getum lært mikið af ungu konunum okkar, sem sýna bæði hugrekki og réttlætiskennd með því að sætta sig ekki lengur við að þjást í þögninni. Við getum líka lært af þeim ungu körlum, sem ekki taka lengur þátt í þöggun og nauðgunarmenningu. Okkar hlutverk er að hlusta á unga fólkið í stað þess að detta í vörn og meðvirkni. Höfundur er grunnskólakennari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ég er kona. Ég hef upplifað kynferðislega áreitni af hálfu skólafélaga og vinnufélaga. Ég hef upplifað að aðili sem ég var í nánu sambandi við, fór yfir mörk mín. Ég hef upplifað kynferðislegt ofbeldi sem var kært til lögreglu, en málið var á endanum fellt niður. Ekkert af þessu er í sjálfu sér óvenjulegt. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr vísindarannsókn Háskóla Íslands um áfallasögu kvenna, hafa fjórar af hverjum tíu konum sem tóku þátt í rannsókninni upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á lífsleiðinni. Þar af hafa fleiri en þrjár af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá hefur nærri þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni á vinnustað einhvern tímann á ævinni. Aðeins tíu prósent kæra Aðeins lítið brot kynferðisbrota er kært til lögreglu. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta kæra um 10% þolenda sem leita til samtakana brotin til lögreglunnar. Þrátt fyrir þetta eru nokkur hundruð kynferðisbrot kærð á hverju ári hérlendis og mikill meirihluti brotaþola er konur. Meirihluti málanna endar með því að málið er fellt niður. Þannig eru miklar líkur á því að þeir sem nauðga eða áreita fólk kynferðislega á Íslandi komist upp með það, jafnvel aftur og aftur. Líkurnar eru einfaldlega þeim í hag. Undanfarnar vikur hefur önnur bylgja #metoo-byltingarinnar haft víðtæk áhrif á samfélagið. Ungar stúlkur og konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum, sumar undir nafni en aðrar nafnlaust, og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Öfugt við fyrstu metoo-bylgjuna hefur þessi umræða ekki farið fram í lokuðum hópum, heldur fyrir opnum tjöldum á netinu. Sögurnar eru margar, en mesta athygli hafa vakið frásagnir um landsþekkta menn sem margar stúlkur og konur saka um ofbeldi og áreitni. Hafa sumir þeirra neyðst til að biðjast afsökunar, á meðan aðrir hafa hótað málsókn. Litlar líkur á réttlæti Flest erum við sammála um mikilvægi þess að uppræta kynferðislegt ofbeldi, í það minnsta í orði. Við vitum líka að ofbeldi gegn konum viðgengst enn í ríkum mæli og að það er erfitt að fá réttláta meðferð í dómskerfinu í þessum málum. Einmitt þess vegna finna margar stúlkur og konur sig knúnar til þess að segja sögu sína á samfélagsmiðlum. Þær vita sem er, að litlar líkur eru á því að þær nái fram réttlæti með aðstoð lögreglu eða dómstóla. Ungar stúlkur og konur sætta sig ekki lengur við það sem mín kynslóð og fyrri kynslóðir sættu sig við nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust. Þær krefjast þess að á þær sé hlustað. Þær vilja að þeir sem stunda það að áreita og nauðga þurfi að svara fyrir gerðir sínar. Einhver gæti haldið að fólk myndi almennt fagna því að sjá þennan kraft og réttlætiskennd hjá ungu konunum okkar, en því fer fjarri. Meðvirknin er allsráðandi Í stað þess að fagna opnari umræðu og kjarki ungu kynslóðarinnar, eru mörg okkar sem eldri erum enn föst í gerendameðvirkni. Karlar og konur keppast við að vorkenna vesalings drengjunum, sem þó eru fullorðnir karlmenn og sumir á fertugs- og fimmtugsaldri. Kvartað er undan útskúfunarmenningu, dómstóli götunnar og aftökum án dóms og laga, þó að í flestum tilvikum hafi ekkert gerst, annað en að umræddir menn hafa kannski misst af einstaka verkefnum. Staðreyndin er sú að menn hafa hingað til komist upp með kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi án mikilla afleiðinga hér á landi. Maður getur til dæmis átt farsælan feril sem leikari áratugum saman, þrátt fyrir dóm vegna hrottalegrar nauðgunar. Sá sem næst á myndband við að káfa á unglingsstelpu í óþökk hennar, getur gert grín að öllu saman og þjóðin flykkist á uppistandið. Þeir sem eru þekktir fyrir að nauðga stelpum undir lögaldri, hafa flestir getað haldið áfram í námi og starfi eins og ekkert hafi í skorist. Heilu sveitarfélögin hafa staðið að undirskriftasöfnun til stuðnings dæmdum nauðgara. Meðvirknin er allsráðandi. Alvarlegar afleiðingar Afleiðingarnar fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru oftast miklu alvarlegri. Margar hafa flosnað upp úr námi, hrakist úr starfi, flutt frá heimabæ sínum og jafnvel flúið land. Þær upplifa skömm, sektarkennd, depurð, lélega sjálfsmynd og margt annað, sem getur haft áhrif á allt þeirra líf. Þá eru ótaldar þær sem ekki lifðu ofbeldið af, þar á meðal þær sem tóku eigið líf. Þegar þær sem lifðu af ákveða að skila skömminni svarar fullorðna fólkið þeim með skætingi. Af hverju sagðir þú ekki frá þessu fyrr? Af hverju kærðir þú ekki? Ertu ekki bara athyglissjúk, hefnigjörn eða bitur kona sem hann vildi ekki? Við þurfum að hætta að vera í afneitun. Við þurfum að hætta að vera meðvirk með þeim sem brjóta á öðrum. Við þurfum að hætta að vera skíthrædd við meinta útskúfun ofbeldismanna. Við getum lært mikið af ungu konunum okkar, sem sýna bæði hugrekki og réttlætiskennd með því að sætta sig ekki lengur við að þjást í þögninni. Við getum líka lært af þeim ungu körlum, sem ekki taka lengur þátt í þöggun og nauðgunarmenningu. Okkar hlutverk er að hlusta á unga fólkið í stað þess að detta í vörn og meðvirkni. Höfundur er grunnskólakennari og móðir.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun