Íbúfen, Panodil og Paratabs til sölu í Staðarskála Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2021 13:20 Vegfarendur geta nálgast lausasölulyf í Staðarskála. Vísir/Vilhelm N1 hefur hafið sölu lausasölulyfja í Staðarskála í Hrútafirði. Hingað til hafa vegfarendur um þjóðveg 1 þurft að fara tugi kílómetra til að sækja þessa þjónustu. Það vakti athygli á dögunum þegar Samkaup hófu sölu á lausasölulyfjum í þremur verslunum félagsins á Flúðum, Laugavatni og Fáskrúðsfirði. Nú verður hægt að fá lyf í Staðarskála sem er viðkomustaður fjölmargra á þjóðvegi 1. „Við erum auðvitað mjög ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar, íbúum í Hrútafirði og nærsveitum, upp á þessar mikilvægu vörur, en til þessa hafa lausasölulyf verið ófáanleg nema á Hvammstanga, sem er í 34 kílómetra fjarlægð eða í Borgarnesi í 90 kílómetra fjarlægð,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslunarsviðs N1, í tilkynningu. „Þegar mest er að gera hjá okkur koma allt að 7.000 manns í Staðarskála á dag og það er okkar hlutverk að þjónusta þann hóp sem allra best. Að geta nú boðið upp á lausasölulyf á borð við Panodil, Paratabs, Íbúfen og Lóritín, svo dæmi séu tekin, er frábært og algjörlega nauðsynlegt,“ segir Jón Viðar. Salan á lausasölulyfjunum hófst í byrjun júlí og hafa viðtökur að sögn Jóns Viðars verið með eindæmum góðar. Ljóst sé að um þarfa viðbót við vöruúrvalið í þjónustustöðinni í Staðarskála sé að ræða. Staðarskáli hefur verið viðkomustaður á hringveginum frá árinu 1960. Auk lausasölulyfjanna má nefna fjölgun rafhleðslustöðva á lóðinni en þar er nú hægt að hlaða átta bíla, auk átta Tesla bifreiða. Lyf Verslun Húnaþing vestra Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Það vakti athygli á dögunum þegar Samkaup hófu sölu á lausasölulyfjum í þremur verslunum félagsins á Flúðum, Laugavatni og Fáskrúðsfirði. Nú verður hægt að fá lyf í Staðarskála sem er viðkomustaður fjölmargra á þjóðvegi 1. „Við erum auðvitað mjög ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar, íbúum í Hrútafirði og nærsveitum, upp á þessar mikilvægu vörur, en til þessa hafa lausasölulyf verið ófáanleg nema á Hvammstanga, sem er í 34 kílómetra fjarlægð eða í Borgarnesi í 90 kílómetra fjarlægð,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslunarsviðs N1, í tilkynningu. „Þegar mest er að gera hjá okkur koma allt að 7.000 manns í Staðarskála á dag og það er okkar hlutverk að þjónusta þann hóp sem allra best. Að geta nú boðið upp á lausasölulyf á borð við Panodil, Paratabs, Íbúfen og Lóritín, svo dæmi séu tekin, er frábært og algjörlega nauðsynlegt,“ segir Jón Viðar. Salan á lausasölulyfjunum hófst í byrjun júlí og hafa viðtökur að sögn Jóns Viðars verið með eindæmum góðar. Ljóst sé að um þarfa viðbót við vöruúrvalið í þjónustustöðinni í Staðarskála sé að ræða. Staðarskáli hefur verið viðkomustaður á hringveginum frá árinu 1960. Auk lausasölulyfjanna má nefna fjölgun rafhleðslustöðva á lóðinni en þar er nú hægt að hlaða átta bíla, auk átta Tesla bifreiða.
Lyf Verslun Húnaþing vestra Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira