Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 17:46 Raheem Sterling hefur verið frábær á EM. EPA-EFE/Carl Recine Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. Sterling hefur verið allt í öllu hjá enska liðinu á mótinu. Hann skoraði bæði mörk liðsins í riðlakeppninni, í 1-0 sigrunum á Króatíu og Tékklandi. Í 16-liða úrslitum skoraði hann fyrra markið í 2-0 sigri á Þýskalandi, í 8-liða úrslitum lagði hann upp fyrsta mark Englands í þægilegum 4-0 sigri á Úkraínu. Í gærkvöld var svo dramatískur undanúrslitaleikur þar sem England vann 2-1 sigur á Danmörku í framlengdum leik. Simon Kjær varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þar með metin. Ef Kjær hefði ekki slysast til að setja boltann í eigið net þá hefði Sterling rennt honum yfir línuna þar sem hann var í frábærri stöðu á bakvið Kjær. Sterling fiskaði svo vítið sem skilaði á endanum sigurmarkinu í framlengingu og tryggði sæti Englands í úrslitum. Þá var Sterling magnaður í leiknum gegn Dönum og virtist eiga nóg eftir á tanknum þó 120 mínútur væru komnar á klukkuna. „Ég sagði eftir leikina í riðlakeppninni að Raheem Sterling hefði verið langbesti leikmaður Englands. Það var mikil umræða fyrir mót um að staðan hans væri laus. Eitthvað sem ég skil ekki þar sem Sterling hefur verið frábær fyrir Gareth Southgate síðan á HM fyrir þremur árum,“ sagði Carragher um frammistöðu Sterling. „Þegar Harry Kane kemur niður úr fremstu línu til að fá boltann þá þarftu að hafa leikmenn sem taka hlaup inn fyrir vörn mótherjanna.“ „Fyrir mót hefði ég sagt að nafnarnir Harry Maguire og Kane væru fyrstu tvö nöfnin á blaðið hjá Southgate. Eftir frammistöðuna á mótinu þá hlýtur Sterling að vera kominn í sama hóp. Venjulega kemur leikmaður mótsins frá liðinu sem vinnur mótið en það er ekki alltaf þannig. Það koma nokkrir til greina en eins og staðan er í dag er Sterling líklegastur,“ sagði Carragher að lokum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31 Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Sterling hefur verið allt í öllu hjá enska liðinu á mótinu. Hann skoraði bæði mörk liðsins í riðlakeppninni, í 1-0 sigrunum á Króatíu og Tékklandi. Í 16-liða úrslitum skoraði hann fyrra markið í 2-0 sigri á Þýskalandi, í 8-liða úrslitum lagði hann upp fyrsta mark Englands í þægilegum 4-0 sigri á Úkraínu. Í gærkvöld var svo dramatískur undanúrslitaleikur þar sem England vann 2-1 sigur á Danmörku í framlengdum leik. Simon Kjær varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þar með metin. Ef Kjær hefði ekki slysast til að setja boltann í eigið net þá hefði Sterling rennt honum yfir línuna þar sem hann var í frábærri stöðu á bakvið Kjær. Sterling fiskaði svo vítið sem skilaði á endanum sigurmarkinu í framlengingu og tryggði sæti Englands í úrslitum. Þá var Sterling magnaður í leiknum gegn Dönum og virtist eiga nóg eftir á tanknum þó 120 mínútur væru komnar á klukkuna. „Ég sagði eftir leikina í riðlakeppninni að Raheem Sterling hefði verið langbesti leikmaður Englands. Það var mikil umræða fyrir mót um að staðan hans væri laus. Eitthvað sem ég skil ekki þar sem Sterling hefur verið frábær fyrir Gareth Southgate síðan á HM fyrir þremur árum,“ sagði Carragher um frammistöðu Sterling. „Þegar Harry Kane kemur niður úr fremstu línu til að fá boltann þá þarftu að hafa leikmenn sem taka hlaup inn fyrir vörn mótherjanna.“ „Fyrir mót hefði ég sagt að nafnarnir Harry Maguire og Kane væru fyrstu tvö nöfnin á blaðið hjá Southgate. Eftir frammistöðuna á mótinu þá hlýtur Sterling að vera kominn í sama hóp. Venjulega kemur leikmaður mótsins frá liðinu sem vinnur mótið en það er ekki alltaf þannig. Það koma nokkrir til greina en eins og staðan er í dag er Sterling líklegastur,“ sagði Carragher að lokum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31 Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
„Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31
Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35