Aðför gerð að hinsegin samfélaginu á WeChat Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 08:04 Margir eru uggandi vegna þess hvernig afstaða samfélagsins til LGBT+ fólks er að þróast í Kína. epa/How Hwee Young Kínverskir netverjar eru klofnir í afstöðu sinni til nýjasta útspils tæknirisans Tencent, sem á samskiptamiðilinn WeChat. Á þriðjudag var fjölda aðganga hinsegin hópa lokað og öllum gömlum færslum eytt. Samkvæmt BBC voru flestir aðganganna á vegum háskólanema en aðgerðirnar hafa vakið áhyggjur af aukinni ritskoðun gegn LGBT+ samfélaginu. Margir kínverskir netverjar lýstu yfir hneykslan og stuðningi við hinsegin félögin en aðrir sögðust fagna því að loksins hefði verið þaggað niður í þeim. Í gær höfðu að minnsta kosti tvö háskólafélög sem berjast fyrir jafnrétti til handa hinsegin fólki og veita hinsegin nemum stuðning sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðirnar voru gagnrýndar. Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðust í gær hafa áhyggjur af þessari þróun mála en í Kína virðast aðgerðirnar njóta nokkurs stuðnings. „Mér er alveg sama þótt LGBT-samfélagið geri sitt í hljóði en af hverju þarf það að flagga hugmyndafræði sinni framan í mig í gegnum þessi félög? Það var rétt að loka á þau,“ sagði einn notandi samfélagsmiðilsins Weibo. Eigendum þeirra síða sem var lokað var tilkynnt um að þeir hefðu verið klagaðir fyrir brot á reglum, án þess að það væri útlistað um hvaða brot væri að ræða. Svo virðist sem aukinnar hörku sé að gæta gagnvart hinsegin samfélaginu í Kína. Lög gegn samkynhneigð voru felld úr gildi árið 1997 en í fyrra var Pride-hátíðin í Sjanghæ felld niður án ástæðu, í fyrsta sinn í ellefu ár. Þá sögðust forsvarsmenn Weibo árið 2018 hyggjast eyða öllum færslum er vörðuðu samkynhneigð en hættu við eftir hörð mótmæli. Óskarsverðlaunamyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi Freddie Mercury, var einnig ritskoðuð í Kína, á þann veg að öll atriði þar sem komið var inn á kynhneigð eða HIV-greiningu tónlistarmannsins voru tekin út. Hinsegin Kína Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Samkvæmt BBC voru flestir aðganganna á vegum háskólanema en aðgerðirnar hafa vakið áhyggjur af aukinni ritskoðun gegn LGBT+ samfélaginu. Margir kínverskir netverjar lýstu yfir hneykslan og stuðningi við hinsegin félögin en aðrir sögðust fagna því að loksins hefði verið þaggað niður í þeim. Í gær höfðu að minnsta kosti tvö háskólafélög sem berjast fyrir jafnrétti til handa hinsegin fólki og veita hinsegin nemum stuðning sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðirnar voru gagnrýndar. Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðust í gær hafa áhyggjur af þessari þróun mála en í Kína virðast aðgerðirnar njóta nokkurs stuðnings. „Mér er alveg sama þótt LGBT-samfélagið geri sitt í hljóði en af hverju þarf það að flagga hugmyndafræði sinni framan í mig í gegnum þessi félög? Það var rétt að loka á þau,“ sagði einn notandi samfélagsmiðilsins Weibo. Eigendum þeirra síða sem var lokað var tilkynnt um að þeir hefðu verið klagaðir fyrir brot á reglum, án þess að það væri útlistað um hvaða brot væri að ræða. Svo virðist sem aukinnar hörku sé að gæta gagnvart hinsegin samfélaginu í Kína. Lög gegn samkynhneigð voru felld úr gildi árið 1997 en í fyrra var Pride-hátíðin í Sjanghæ felld niður án ástæðu, í fyrsta sinn í ellefu ár. Þá sögðust forsvarsmenn Weibo árið 2018 hyggjast eyða öllum færslum er vörðuðu samkynhneigð en hættu við eftir hörð mótmæli. Óskarsverðlaunamyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi Freddie Mercury, var einnig ritskoðuð í Kína, á þann veg að öll atriði þar sem komið var inn á kynhneigð eða HIV-greiningu tónlistarmannsins voru tekin út.
Hinsegin Kína Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira