Íslenskt efnahagskerfi sterkt þrátt fyrir samdrátt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2021 21:31 Niðurstöður skýrslu OECD voru kynntar á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Sigurjón Íslenskt efnahagskerfi stendur sterkari fótum en aðrar þjóðir eftir þann mikla samdrátt sem varð í kórónuveirufaraldrinum. Fjármálaráðherra segir viðsnúning fram undan en að breyta þurfi áherslum í ferðaþjónustu og menntakerfinu. Efnahags- og framfarastofnununin, OECD, kynnti skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í morgun, en stofnunin gefur út slíkar skýrslur á tveggja ára fresti. „Það sýnir sig að einkaneyslan á Íslandi hefur verið sterk og kaupmáttur heimilanna hefur vaxið þrátt fyrir þennan faraldur. Það sem OECD er að draga fram núna er að þegar áhrifa faraldursins gætir ekki lengur í okkar hagkerfi að þá sé afskaplega mikilvægt að við höldum áfram að fjárfesta í nýsköpun og þróun, að við hugum að þeim þáttum í menntakerfinu okkar sem geta tryggt þekkingu í landinu, sem nýtist atvinnulífinu til lengri tíma,” segir Bjarni Benediktsson. Nýsköpun sé lykillinn að hagvexti en fyrirhugað er að laga skattastyrkjakerfið betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum, því kerfið sem nú sé til staðar virðist frekar gagnast stærri fyrirtækjum. Þá er hvatt til breytinga á ýmsum sviðum. „Við þurfum til dæmis að vinna í regluverkinu okkar og einfalda það. Við fengum skýrslu um það efni árið 2019 sem sérstaklega horfði til byggingariðnaðarins og ferðaþjónustu og það skiptir máli að við fylgjum því eftir,” segir Bjarni. Hann segir að fram undan sé viðsnúningur í efnahagskerfinu og bendir á að í skýrslunni komi fram að faraldurinn hafi ekki haft eins mikil áhrif á íslenskt efnahagskerfi og á aðrar þjóðir. „Það sem helst skýrir það er að við höfðum byggt upp viðnámsþrótt í hagkerfinu en við höfðum lága skuldastöðu ríkissjóðs og gátum þess vegna leyft okkur að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til að fara í mjög kostnaðarsamar aðgerðir.” Þá leggur stofnunin til breyttar áherslur, til dæmis laust taumhald peningastefnu en að vera tilbúin til að auka aðhald, að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum og að styrkja tengsl náms og vinnumarkaðar, svo dæmi séu tekin. „Við fáum ábendingar um að það séu þættir í menntakerfinu sem við getum yddað til og svo fáum við mikla og góða hvatningu og mjög jákvæða umsögn um það sem við höfum verið að gera í rannsóknum og þróun. En við þurfum kannski að huga að því að teygja okkur vel til minni og meðal stórra fyrirtækja.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnununin, OECD, kynnti skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í morgun, en stofnunin gefur út slíkar skýrslur á tveggja ára fresti. „Það sýnir sig að einkaneyslan á Íslandi hefur verið sterk og kaupmáttur heimilanna hefur vaxið þrátt fyrir þennan faraldur. Það sem OECD er að draga fram núna er að þegar áhrifa faraldursins gætir ekki lengur í okkar hagkerfi að þá sé afskaplega mikilvægt að við höldum áfram að fjárfesta í nýsköpun og þróun, að við hugum að þeim þáttum í menntakerfinu okkar sem geta tryggt þekkingu í landinu, sem nýtist atvinnulífinu til lengri tíma,” segir Bjarni Benediktsson. Nýsköpun sé lykillinn að hagvexti en fyrirhugað er að laga skattastyrkjakerfið betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum, því kerfið sem nú sé til staðar virðist frekar gagnast stærri fyrirtækjum. Þá er hvatt til breytinga á ýmsum sviðum. „Við þurfum til dæmis að vinna í regluverkinu okkar og einfalda það. Við fengum skýrslu um það efni árið 2019 sem sérstaklega horfði til byggingariðnaðarins og ferðaþjónustu og það skiptir máli að við fylgjum því eftir,” segir Bjarni. Hann segir að fram undan sé viðsnúningur í efnahagskerfinu og bendir á að í skýrslunni komi fram að faraldurinn hafi ekki haft eins mikil áhrif á íslenskt efnahagskerfi og á aðrar þjóðir. „Það sem helst skýrir það er að við höfðum byggt upp viðnámsþrótt í hagkerfinu en við höfðum lága skuldastöðu ríkissjóðs og gátum þess vegna leyft okkur að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til að fara í mjög kostnaðarsamar aðgerðir.” Þá leggur stofnunin til breyttar áherslur, til dæmis laust taumhald peningastefnu en að vera tilbúin til að auka aðhald, að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum og að styrkja tengsl náms og vinnumarkaðar, svo dæmi séu tekin. „Við fáum ábendingar um að það séu þættir í menntakerfinu sem við getum yddað til og svo fáum við mikla og góða hvatningu og mjög jákvæða umsögn um það sem við höfum verið að gera í rannsóknum og þróun. En við þurfum kannski að huga að því að teygja okkur vel til minni og meðal stórra fyrirtækja.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira