Valdabarátta heimilisins – ertu að missa völdin? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 7. júlí 2021 18:01 Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást. Með hækkandi aldri barna er ráðlegt fyrir foreldra að stuðla einnig að sjálfstæði þeirra. Börnin hafa nefnilega mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og ýtir það undir seiglu hjá þeim. Þau vilja fá ábyrgð og taka þátt í ákvarðanatöku sem tengist lífi þeirra. Þau vilja vera virkir þátttakendur í lífi sínu. Auðvitað eru öll börn einstök og þarfir þeirra misjafnar en í kringum tveggja ára aldur eykst sjálfstæðisþörf þeirra til muna. Þau vilja prófa sig áfram og skoða heiminn upp á eigin spýtur. Ekki misskilja mig, það á enginn að sleppa tökunum af tveggja ára barni og leyfa því að leika lausum hala, taka erfiðar ákvarðanir eða sjá um sig sjálft. Það er hlutverk foreldra að finna jafnvægi í samskiptum sínum við börnin og þeim uppgötvunum sem þau eru að gera. Það getur verið krefjandi fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að uppfylla og fylgja sjálfstæðisþörfinni og vitanlega er það ekki alltaf hægt. Hraði í okkar nútímasamfélagi gerir það að verkum að við þurfum að halda ótal boltum á lofti á degi hverjum og við þurfum að sinna svo mörgu. Stundum er bara ekki tími til að barnið príli sjálft sjö sinnum upp í bílstólinn á leiðinni í bílinn eða klæði sig þrisvar í buxurnar öfugar. Þess vegna þarf að hafa þetta jafnvægi í huga; hvenær get ég sagt já? Hvenær þarf ég að segja nei? Valdabarátta heimilisins er komin til að vera næstu árin í lífi barnsins, foreldrar þurfa að ákveða hvar mörkin liggja og þau þurfa að vera skýr. En hvaða áhrif gæti þessi litla spurning haft á barnið þitt: ,,Hvað finnst þér?” þegar valdabaráttan heltekur heimilið. Uppeldi er langhlaup, það er samvinnuverkefni á milli foreldra og barna og það er engin endastöð. Ef þú, kæra foreldri, nærð að efla og stuðla að þroska barnsins þíns með því að segja stundum já í staðinn fyrir nei, ertu þá raunverulega að missa völdin? Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást. Með hækkandi aldri barna er ráðlegt fyrir foreldra að stuðla einnig að sjálfstæði þeirra. Börnin hafa nefnilega mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og ýtir það undir seiglu hjá þeim. Þau vilja fá ábyrgð og taka þátt í ákvarðanatöku sem tengist lífi þeirra. Þau vilja vera virkir þátttakendur í lífi sínu. Auðvitað eru öll börn einstök og þarfir þeirra misjafnar en í kringum tveggja ára aldur eykst sjálfstæðisþörf þeirra til muna. Þau vilja prófa sig áfram og skoða heiminn upp á eigin spýtur. Ekki misskilja mig, það á enginn að sleppa tökunum af tveggja ára barni og leyfa því að leika lausum hala, taka erfiðar ákvarðanir eða sjá um sig sjálft. Það er hlutverk foreldra að finna jafnvægi í samskiptum sínum við börnin og þeim uppgötvunum sem þau eru að gera. Það getur verið krefjandi fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að uppfylla og fylgja sjálfstæðisþörfinni og vitanlega er það ekki alltaf hægt. Hraði í okkar nútímasamfélagi gerir það að verkum að við þurfum að halda ótal boltum á lofti á degi hverjum og við þurfum að sinna svo mörgu. Stundum er bara ekki tími til að barnið príli sjálft sjö sinnum upp í bílstólinn á leiðinni í bílinn eða klæði sig þrisvar í buxurnar öfugar. Þess vegna þarf að hafa þetta jafnvægi í huga; hvenær get ég sagt já? Hvenær þarf ég að segja nei? Valdabarátta heimilisins er komin til að vera næstu árin í lífi barnsins, foreldrar þurfa að ákveða hvar mörkin liggja og þau þurfa að vera skýr. En hvaða áhrif gæti þessi litla spurning haft á barnið þitt: ,,Hvað finnst þér?” þegar valdabaráttan heltekur heimilið. Uppeldi er langhlaup, það er samvinnuverkefni á milli foreldra og barna og það er engin endastöð. Ef þú, kæra foreldri, nærð að efla og stuðla að þroska barnsins þíns með því að segja stundum já í staðinn fyrir nei, ertu þá raunverulega að missa völdin? Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun