Breytingin tekur gildi á morgun, fimmtudaginn 8. júlí. Vextir á óverðtryggðum íbúðalánum með breytilegum vöxtum haldast óbreyttir í 3,45 prósentum.
Þetta kemur fram á vef bankans sem segir að vaxtabreytinguna megi fyrst og fremst rekja til breytinga á ávöxtunarkröfu sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum.
Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hækkuðu allir vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þann 1. júní síðastliðinn í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Af þeim þremur var Landsbankinn sá eini til að halda föstum vöxtum á óverðtryggðum íbúðalánum óbreyttum.