Fólk búið að sleppa fram af sér beislinu Snorri Másson skrifar 8. júlí 2021 07:01 Þórólfur Guðnason er á meðal um 90 prósenta þjóðarinnar sem fengið hefur bólusetningu. Hann minnir á að sá veirulausi kafli sem nú er hafinn sé aðeins nýbyrjaður. Vísir/Arnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að vel gangi að halda kórónuveirufaraldrinum í skefjum innanlands en leggur áherslu á að veirulausa ástandið sem nú ríki sé nýtilkomið. „Við treystum á þessa útbreiddu bólusetningu hér innanlands og að fólk gæti að sér, en kannski vantar eitthvað upp á það,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands 26. júní og síðan hefur verið glatt á hjalla um allt land, einkum í skemmtanalífinu. „Mér sýnist að fólk hafi sleppt fram af sér beislinu dálítið. Það er auðvitað skiljanlegt og viðbúið en þá þurfum að sjá hvað verður. Vonandi þurfum við ekki að fara í aðgerðir aftur,“ segir Þórólfur. „Lykillinn að góðu framhaldi er að fólk sem er með öndunarfæraeinkenni, jafnvel þótt það sé bólusett, fari í sýnatöku,“ segir Þórólfur. Því fylgi aðeins nokkrar klukkustundir í sóttkví á meðan unnið er úr niðurstöðunni. Til skoðunar að gefa Janssen-fólki aukasprautu Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um áhrif bólusetningarinnar á einstaklinga eða þjóðfélagið í heild, en Þórólfur segir að á þessari stundu sé hægt að reikna með 90% vörn fyrir alvarlegum veikindum en um 70-80% vörn gegn því að smitast af veirunni. Rætt hefur verið um að ein sprauta af Janssen kunni veita vörn skemur en önnur bóluefni. Því geti þurft að bæta við sprautu af til dæmis Pfizer hjá þeim hópi sem aðeins hefur fengið Janssen. „Það er ekkert farið að skýrast í því almennilega. Janssen virðist virka mjög vel gegn öllum þessum afbrigðum sem eru í gangi, en spurningin er hve lengi þessi vernd endist eftir eina sprautu. Menn eru bara að skoða það hvort það þurfi að bjóða aukasprautu.“ Nokkur ríki hafa þegar ráðist í að gefa þriðju bólusetningu en Þórólfur telur að þess sé í fljótu bragði ekki þörf. „Mér finnst ekki vera nein rök á þessari stundu sem mæla með því. Mótefnasvörunin er bara mjög góð og breið eftir tvær sprautur. Það getur síðan vel verið að í haust komi niðurstöður um að það borgi sig,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
„Við treystum á þessa útbreiddu bólusetningu hér innanlands og að fólk gæti að sér, en kannski vantar eitthvað upp á það,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands 26. júní og síðan hefur verið glatt á hjalla um allt land, einkum í skemmtanalífinu. „Mér sýnist að fólk hafi sleppt fram af sér beislinu dálítið. Það er auðvitað skiljanlegt og viðbúið en þá þurfum að sjá hvað verður. Vonandi þurfum við ekki að fara í aðgerðir aftur,“ segir Þórólfur. „Lykillinn að góðu framhaldi er að fólk sem er með öndunarfæraeinkenni, jafnvel þótt það sé bólusett, fari í sýnatöku,“ segir Þórólfur. Því fylgi aðeins nokkrar klukkustundir í sóttkví á meðan unnið er úr niðurstöðunni. Til skoðunar að gefa Janssen-fólki aukasprautu Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um áhrif bólusetningarinnar á einstaklinga eða þjóðfélagið í heild, en Þórólfur segir að á þessari stundu sé hægt að reikna með 90% vörn fyrir alvarlegum veikindum en um 70-80% vörn gegn því að smitast af veirunni. Rætt hefur verið um að ein sprauta af Janssen kunni veita vörn skemur en önnur bóluefni. Því geti þurft að bæta við sprautu af til dæmis Pfizer hjá þeim hópi sem aðeins hefur fengið Janssen. „Það er ekkert farið að skýrast í því almennilega. Janssen virðist virka mjög vel gegn öllum þessum afbrigðum sem eru í gangi, en spurningin er hve lengi þessi vernd endist eftir eina sprautu. Menn eru bara að skoða það hvort það þurfi að bjóða aukasprautu.“ Nokkur ríki hafa þegar ráðist í að gefa þriðju bólusetningu en Þórólfur telur að þess sé í fljótu bragði ekki þörf. „Mér finnst ekki vera nein rök á þessari stundu sem mæla með því. Mótefnasvörunin er bara mjög góð og breið eftir tvær sprautur. Það getur síðan vel verið að í haust komi niðurstöður um að það borgi sig,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45
Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45