Umfjöllun: Dinamo Zagreb - Valur 3-2 | Tvö mörk í lokin og Valsmenn enn á lífi Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2021 19:15 Birkir Már Sævarsson þekkir það vel hve erfitt er að mæta á Maksimir-völlinn. vísir/bára dröfn Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. Dinamo Zagreb komst yfir strax á 8.mínútu og stærstan hluta fyrri hálfleiks áttu Valsmenn í vök að verjast. Þegar þeir virtust vera að ná áttum fengu þeir hins vegar dæmda á sig vítaspyrnu eftir klaufagang í vörninni og heimamenn fóru með 2-0 stöðu inn í leikhléið. Á 72.mínútu virtust leikmenn Dinamo síðan vera að ganga frá þessu einvígi. Þeir bættu þá við þriðja markinu og 82.mínútu fengu þeir síðan annað víti en í þetta sinn varði Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Lokamínúturnar voru hins vegar ótrúlegar. Fyrst fengu Valsmenn víti. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en Danijel Zagorac í marki Dinamo Zagreb varði. Frákastið fór hins vegar beint aftur á Kristin Frey sem skoraði með skalla. Aðeins mínútu síðar urðu Rasmus Lauritsen síðan á skelfileg mistök í vörn Dinamo. Boltinn barst til Andra Adolphssonar sem var einn gegn Zagorac og kláraði snilldarlega. Þrátt fyrir eitt gott færi heimamanna tókst hvorugu liðinu að bæta við marki og niðurstaðan því 3-2 sigur Dinamo Zagreb, úrslit sem Valsmenn geta vel sætt sig við og veganestið fyrir síðari leikinn nokkuð gott. Liðin mætast að nýju að Hlíðarenda í næstu viku og einvígið galopið eftir góðan endasprett Valsmanna í kvöld. Af hverju vann Dinamo Zagreb? Þetta króatíska lið er mjög gott fóboltalið og fór alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð. Þeir sýndu líka af hverju á löngum köflum í leiknum. Fyrstu 25 mínúturnar einokuðu þeir boltann og Valsmenn áttu í vök að verjast. Zagreb liðið nýtti hins vegar sín færi illa og seinni hálfleikurinn var mun betur framkvæmdur af hálfu Valsmanna en sá fyrri. Klaufagangur í vörninni kom Völsurum um koll og mörkin sem þeir fengu á sig voru full ódýr. Seiglan í Valsliðinu skilaði þeim hins vegar tveimur mörkum í lokin og þau gætu verið dýrmæt fyrir seinni leik liðanna að Hlíðarenda, þrátt fyrir að hin fræga útimarkaregla sé ekki lengur í gildi. Þessir stóðu upp úr: Hannes Þór Halldórsson varði nokkrum sinnum vel í dag og kórónaði góða frammistöðu með því að verja vítið á 82.mínútu leiksins. Andri Adolphsson kom af krafti inn af varamannabekknum og Guðmundur Andri Tryggvason átti góða spretti og gerði vel þegar hann náði í vítaspyrnuna fyrir Val. Hjá Dinamo Zagreb stjórnaði Lovro Majer spilinu á miðjunni eins og herforingi og fyrirliðinn Arijan Ademi var drjúgur en nagar sig eflaust í handarbökin fyrir vítaklúðrið í síðari hálfleiknum. Hvað gekk illa? Öll mörk Zagreb liðsins komu eftir fremur klaufaleg mistök Valsmanna. Gegn jafn góðu liði og Dinamo Zagreb er refsað fyrir slík mistök og því fengu Valsarar heldur betur að kynnast í kvöld. Hvað gerist næst? Liðin mætast í seinni leiknum á þriðjudaginn. Sá leikur fer fram að Hlíðarenda og eftir þessi mörk Valsmanna undir lok leiksins er einvígið heldur betur opið. Meistaradeild Evrópu Valur
Valsmenn töpuðu 3-2 gegn Dinamo í Zagreb í leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lokin halda vonum Valsmanna á lífi í einvíginu. Dinamo Zagreb komst yfir strax á 8.mínútu og stærstan hluta fyrri hálfleiks áttu Valsmenn í vök að verjast. Þegar þeir virtust vera að ná áttum fengu þeir hins vegar dæmda á sig vítaspyrnu eftir klaufagang í vörninni og heimamenn fóru með 2-0 stöðu inn í leikhléið. Á 72.mínútu virtust leikmenn Dinamo síðan vera að ganga frá þessu einvígi. Þeir bættu þá við þriðja markinu og 82.mínútu fengu þeir síðan annað víti en í þetta sinn varði Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Lokamínúturnar voru hins vegar ótrúlegar. Fyrst fengu Valsmenn víti. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en Danijel Zagorac í marki Dinamo Zagreb varði. Frákastið fór hins vegar beint aftur á Kristin Frey sem skoraði með skalla. Aðeins mínútu síðar urðu Rasmus Lauritsen síðan á skelfileg mistök í vörn Dinamo. Boltinn barst til Andra Adolphssonar sem var einn gegn Zagorac og kláraði snilldarlega. Þrátt fyrir eitt gott færi heimamanna tókst hvorugu liðinu að bæta við marki og niðurstaðan því 3-2 sigur Dinamo Zagreb, úrslit sem Valsmenn geta vel sætt sig við og veganestið fyrir síðari leikinn nokkuð gott. Liðin mætast að nýju að Hlíðarenda í næstu viku og einvígið galopið eftir góðan endasprett Valsmanna í kvöld. Af hverju vann Dinamo Zagreb? Þetta króatíska lið er mjög gott fóboltalið og fór alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð. Þeir sýndu líka af hverju á löngum köflum í leiknum. Fyrstu 25 mínúturnar einokuðu þeir boltann og Valsmenn áttu í vök að verjast. Zagreb liðið nýtti hins vegar sín færi illa og seinni hálfleikurinn var mun betur framkvæmdur af hálfu Valsmanna en sá fyrri. Klaufagangur í vörninni kom Völsurum um koll og mörkin sem þeir fengu á sig voru full ódýr. Seiglan í Valsliðinu skilaði þeim hins vegar tveimur mörkum í lokin og þau gætu verið dýrmæt fyrir seinni leik liðanna að Hlíðarenda, þrátt fyrir að hin fræga útimarkaregla sé ekki lengur í gildi. Þessir stóðu upp úr: Hannes Þór Halldórsson varði nokkrum sinnum vel í dag og kórónaði góða frammistöðu með því að verja vítið á 82.mínútu leiksins. Andri Adolphsson kom af krafti inn af varamannabekknum og Guðmundur Andri Tryggvason átti góða spretti og gerði vel þegar hann náði í vítaspyrnuna fyrir Val. Hjá Dinamo Zagreb stjórnaði Lovro Majer spilinu á miðjunni eins og herforingi og fyrirliðinn Arijan Ademi var drjúgur en nagar sig eflaust í handarbökin fyrir vítaklúðrið í síðari hálfleiknum. Hvað gekk illa? Öll mörk Zagreb liðsins komu eftir fremur klaufaleg mistök Valsmanna. Gegn jafn góðu liði og Dinamo Zagreb er refsað fyrir slík mistök og því fengu Valsarar heldur betur að kynnast í kvöld. Hvað gerist næst? Liðin mætast í seinni leiknum á þriðjudaginn. Sá leikur fer fram að Hlíðarenda og eftir þessi mörk Valsmanna undir lok leiksins er einvígið heldur betur opið.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti