Reynsluboltinn Beitir og nýliðinn Árni Marinó magnaðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 14:00 Beitir var magnaður gegn KA. Vísir/Hulda Margrét Reynsluboltinn Beitir Ólafsson var frábær er KR ríghélt í 2-1 forystu manni færri gegn KA á Dalvíkurvelli í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Þá var nýliðinn Árni Marinó Einarsson grátlega nálægt því að tryggja ÍA stig í Fossvogi. Víkingur tryggði 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Beitir hefur verið ósáttur með mark KA í leiknum en hann kom þá út í teiginn til að glíma við fyrirgjöf en komst ekki nægilega nálægt né Elfari Árna Aðalsteinssyni sem jafnaði metin fyrir KA. Eftir að KR komst yfir og lögðust til baka – manni færri – varði Beitir eins og lífið lægi við. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með sinn mann í leikslok. „Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70 mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi en Beitir varði það sem kom á markið.“ „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið.“ Umræðu Stúkunnar um frammistöðu Beitis má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Beitir frábær Það er smá munur á reynslu Beitis og Árna Marinó sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir ÍA. Beitir er fæddur 1986 á meðan Árni Marinó er fæddur 2002. Það var ekki að sjá á frábærri frammistöðu Skagamannsins gegn Víkingum að hann væri aðeins að leika sinn þriðja leik fyrir ÍA í deild og bikar. Árni Marinó var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og ef ekki hefði verið fyrir umdeildan vítaspyrnudóm undir lok leiks hefðu Skagamenn náð í gott stig þökk sé frábærri frammistöðu Árna. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora. Maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel,“ sagði Árni í viðtali við Vísi eftir leik en hann var þriðji markvörður ÍA fyrir tímabilið enda enn gjaldgengur í 2. flokk. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið,“ sagði Árni Marinó að endingu um möguleikann á að hjálpa ÍA að klífa upp töfluna og upp úr fallsæti. Frammistaða hans var einnig til umræðu í Stúkunni, sjá má umræðuna sem og markvörslur Árna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Árni Marinó frábær Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35 Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00 Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Beitir hefur verið ósáttur með mark KA í leiknum en hann kom þá út í teiginn til að glíma við fyrirgjöf en komst ekki nægilega nálægt né Elfari Árna Aðalsteinssyni sem jafnaði metin fyrir KA. Eftir að KR komst yfir og lögðust til baka – manni færri – varði Beitir eins og lífið lægi við. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með sinn mann í leikslok. „Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70 mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi en Beitir varði það sem kom á markið.“ „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið.“ Umræðu Stúkunnar um frammistöðu Beitis má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Beitir frábær Það er smá munur á reynslu Beitis og Árna Marinó sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir ÍA. Beitir er fæddur 1986 á meðan Árni Marinó er fæddur 2002. Það var ekki að sjá á frábærri frammistöðu Skagamannsins gegn Víkingum að hann væri aðeins að leika sinn þriðja leik fyrir ÍA í deild og bikar. Árni Marinó var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og ef ekki hefði verið fyrir umdeildan vítaspyrnudóm undir lok leiks hefðu Skagamenn náð í gott stig þökk sé frábærri frammistöðu Árna. „Þetta er ömurlegt, mér leið vel allan leikinn og fannst eins og þeir væru aldrei að fara að skora. Maður gerir besta á æfingum og svo kemur kallið og maður reynir bara að standa sig vel,“ sagði Árni í viðtali við Vísi eftir leik en hann var þriðji markvörður ÍA fyrir tímabilið enda enn gjaldgengur í 2. flokk. „Ég vona að ég geti gert það. Það er allaveganna markmiðið,“ sagði Árni Marinó að endingu um möguleikann á að hjálpa ÍA að klífa upp töfluna og upp úr fallsæti. Frammistaða hans var einnig til umræðu í Stúkunni, sjá má umræðuna sem og markvörslur Árna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Árni Marinó frábær Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35 Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00 Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-2 | Tíu KR-ingar unnu seiglusigur á Dalvík KR vann 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. KR-ingar voru manni færri í 70 mínútur í leiknum en létu það ekki á sig fá. 5. júlí 2021 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn. 5. júlí 2021 22:35
Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. 5. júlí 2021 22:00
Rúnar: Snérist um að verja markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. 5. júlí 2021 22:55