Yfir 10 þúsund farþegar á einum degi í fyrsta sinn í fimmtán mánuði Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2021 09:01 Keflavíkurflugvöllur hefur verið að taka við sér á ný. Vísir/Vilhelm Alls fóru 10.580 manns um Keflavíkurflugvöll síðastliðinn laugardag, en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum fimmtán mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en þann 14. mars 2020, settu bandarísk yfirvöld á ferðabann til Bandaríkjanna vegna Covid-19 og fækkaði farþegum um Keflavíkurflugvöll mikið næstu vikuna á eftir. „Frá og með 23. mars var mjög lítil umferð um völlinn og tengistöðina milli Evrópu og Norður-Ameríku lokaðist. Bannið er enn í gildi og óvíst hvenær það verður afnumið. Sú breyting hefur þó orðið á að fullbólusettir Bandaríkjamenn eða þeir sem hafa fengið Covid-19-smit geta komið til Íslands án takmarkana á landamærum. Að viðbættri þeirri fjölgun ferðamanna sem orðið hefur á síðustu vikum er ljóst að minnst 20 flugfélag verður með ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Nú síðast bættust flugfélagið Play í hópinn. Þá hefur Icelandair fjölgað brottförum í hverri viku og bandaríska flugfélagið United Airlines hóf flug til Chicago í síðustu viku. Það er nýr áfangastaður fyrir United frá Keflavíkurflugvelli,“ segir í tilkynningunni. Gætu orðið annasamir dagar Haft er eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, að mikilvægt sé að hafa í huga að næstu dagar geti orðið mjög annasamir og afgreiðsla hæg í flugstöðinni á meðan gildandi sóttvarnarráðstöfunum heilbrigðisyfirvalda er fylgt gagnvart komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þessu til viðbótar má nefna að það skiptir miklu máli fyrir þróunina á komandi vetri hvernig tekst til í flugrekstri og þjónustu við ferðamenn á Íslandi í júlí og ágúst,“ segir Guðmundur Daði. „Við hjá Isavia vinnum mikið með flugfélögum við að tryggja aukið framboð af flugi yfir vetrartímann. Áhuginn á Íslandi er mikill og með hverju nýju félagi og hverjum nýjum áfangastað þá fjölgar þeim sem vilja sækja okkur heim og tækifærum fyrir íslensk viðskiptalíf til að sækja á nýja markaði fjölgar enn,“ segir Guðmundur Daði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en þann 14. mars 2020, settu bandarísk yfirvöld á ferðabann til Bandaríkjanna vegna Covid-19 og fækkaði farþegum um Keflavíkurflugvöll mikið næstu vikuna á eftir. „Frá og með 23. mars var mjög lítil umferð um völlinn og tengistöðina milli Evrópu og Norður-Ameríku lokaðist. Bannið er enn í gildi og óvíst hvenær það verður afnumið. Sú breyting hefur þó orðið á að fullbólusettir Bandaríkjamenn eða þeir sem hafa fengið Covid-19-smit geta komið til Íslands án takmarkana á landamærum. Að viðbættri þeirri fjölgun ferðamanna sem orðið hefur á síðustu vikum er ljóst að minnst 20 flugfélag verður með ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Nú síðast bættust flugfélagið Play í hópinn. Þá hefur Icelandair fjölgað brottförum í hverri viku og bandaríska flugfélagið United Airlines hóf flug til Chicago í síðustu viku. Það er nýr áfangastaður fyrir United frá Keflavíkurflugvelli,“ segir í tilkynningunni. Gætu orðið annasamir dagar Haft er eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, að mikilvægt sé að hafa í huga að næstu dagar geti orðið mjög annasamir og afgreiðsla hæg í flugstöðinni á meðan gildandi sóttvarnarráðstöfunum heilbrigðisyfirvalda er fylgt gagnvart komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þessu til viðbótar má nefna að það skiptir miklu máli fyrir þróunina á komandi vetri hvernig tekst til í flugrekstri og þjónustu við ferðamenn á Íslandi í júlí og ágúst,“ segir Guðmundur Daði. „Við hjá Isavia vinnum mikið með flugfélögum við að tryggja aukið framboð af flugi yfir vetrartímann. Áhuginn á Íslandi er mikill og með hverju nýju félagi og hverjum nýjum áfangastað þá fjölgar þeim sem vilja sækja okkur heim og tækifærum fyrir íslensk viðskiptalíf til að sækja á nýja markaði fjölgar enn,“ segir Guðmundur Daði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira