Gunnar Smári býður sig fram: „Sósíalismi er í tísku“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júlí 2021 16:21 Gunnar Smári Egilsson er stofnandi Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokksins ætlar að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann segir það sæta tíðindum í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkur mælist með fulltrúa á þingi án þess að hafa kynnt framboðslista flokksins. Sósíalismi sé í tísku meðal ungs fólks. Á síðustu mánuðum hefur sósíalistaflokkurinn iðulega mælst með hátt í fimm prósent fylgi í komandi Alþingiskosningum, oft þannig að flokkurinn næði þremur mönnum inn á þing. Í dag var svokallað sósíalistaþing þar sem meðal annars var farið yfir stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í haust. Gunnar Smári er bjartsýnn á að flokkurinn komist á þing. „Flokkurinn mælist inni og er búinn að mælast inni eiginlega allt þetta ár á þingi án þess að hafa kynnt lista. Þetta eru grasrótarsamtök, þetta er ekki klofningur út frá öðrum flokkum, þetta er flokkur sem hefur orðið til út frá brýnni þörf almennings,“ segir Gunnar Smári. Það hafi aðeins einu sinni gerst áður að flokkur mælist inn á þing án þess að hafa kynnt framboðslista. En er listinn tilbúinn? „Nei, það er kjörnefnd sem mun ganga frá honum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég lofaði kjörnefnd því að ákveða mig um helgina og gefa þeim svarið eftir þessa helgi. Þegar ég gekk inn í salinn í dag og sá félaga mína þar þá ákvað ég með sjálfum mér að ef að félagarnir telja sig geta notað mig þá er ég alveg til í að bjóða mig fram,“ segir Gunnar Smári. Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Gunnar Smári telur ekki endilega að Sósíalistaflokkurinn sé að taka fylgi frá flokknum. „Þegar við mælum þetta erum við eiginlega að taka fylgi frá öllum miðað við hvað fólk kaus síðast. Þannig ég held að við séum fyrst og fremst að svara einhverju sem ekki var til áður,“ segir Gunnar Smári. Allur gangur sé á því hverjir skrái sig í flokkinn. „Þetta er bara þverskurður úr samfélaginu og það hefur alltaf verið markmið Sósíalistaflokksins að hafa það þannig. Ég fann enn eina sönnun þegar ég leit yfir salinn núna, þetta er bara alls konar fólk. Hellingur af ungu fólki. Sósíalismi er í tísku meðal ungs fólks,“ segir Gunnar Smári. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur sósíalistaflokkurinn iðulega mælst með hátt í fimm prósent fylgi í komandi Alþingiskosningum, oft þannig að flokkurinn næði þremur mönnum inn á þing. Í dag var svokallað sósíalistaþing þar sem meðal annars var farið yfir stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í haust. Gunnar Smári er bjartsýnn á að flokkurinn komist á þing. „Flokkurinn mælist inni og er búinn að mælast inni eiginlega allt þetta ár á þingi án þess að hafa kynnt lista. Þetta eru grasrótarsamtök, þetta er ekki klofningur út frá öðrum flokkum, þetta er flokkur sem hefur orðið til út frá brýnni þörf almennings,“ segir Gunnar Smári. Það hafi aðeins einu sinni gerst áður að flokkur mælist inn á þing án þess að hafa kynnt framboðslista. En er listinn tilbúinn? „Nei, það er kjörnefnd sem mun ganga frá honum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég lofaði kjörnefnd því að ákveða mig um helgina og gefa þeim svarið eftir þessa helgi. Þegar ég gekk inn í salinn í dag og sá félaga mína þar þá ákvað ég með sjálfum mér að ef að félagarnir telja sig geta notað mig þá er ég alveg til í að bjóða mig fram,“ segir Gunnar Smári. Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Gunnar Smári telur ekki endilega að Sósíalistaflokkurinn sé að taka fylgi frá flokknum. „Þegar við mælum þetta erum við eiginlega að taka fylgi frá öllum miðað við hvað fólk kaus síðast. Þannig ég held að við séum fyrst og fremst að svara einhverju sem ekki var til áður,“ segir Gunnar Smári. Allur gangur sé á því hverjir skrái sig í flokkinn. „Þetta er bara þverskurður úr samfélaginu og það hefur alltaf verið markmið Sósíalistaflokksins að hafa það þannig. Ég fann enn eina sönnun þegar ég leit yfir salinn núna, þetta er bara alls konar fólk. Hellingur af ungu fólki. Sósíalismi er í tísku meðal ungs fólks,“ segir Gunnar Smári.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Sjá meira