Matthías Vilhjálmss.: Þetta er eitt skref afturábak Árni Jóhannsson skrifar 1. júlí 2021 21:41 Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með frammistöðuna í kvöld Vísir/Bára Dröfn FH mátti þola tap 2-0 fyrir Val á Origo vellinum í kvöld í 11. umferð í Pepsi Max deildinni. FH-ingar geta hvorki verið sáttir við frammistöðu sína né úrslitin og var hljóðið í fyrirliða þeirra samkvæmt því. „Þetta var ekki nógu gott heilt yfir hjá okkur. Við byrjuðum ágætlega og þetta var allt í járnum til að byrja með. Svo náði Valur að halda boltanum betur og þreyta okkur. Þeir voru svo bara þolinmóðari en við. Svo þegar við fórum að elta markið þeirra þá fórum við að spila á fyrsta hlaup í staðinn fyrir að vera aðeins þolinmóðari. Það er það sem ég tek frá leiknum svona rétt eftir leik.“ Matthías var spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt sem hann sæi úr þessum leik. „Nei, eiginlega ekki. Við byrjuðum ágætlega en það er ekki hægt að taka neitt jákvætt svona þegar við töpum leiknum. Mér fannst við ekki skapa nægilega mikið heldur. Fyrirgjafirnar ekki nógu góður, hlaupin inn í boxið ekki nógu góð þannig að nei ekkert jákvætt út úr þessum leik.“ Ólafur Jóhannesson hefur þjálfað Val í tvo leiki núna og hefur kannski ekki fengið tækifæri til að hafa liðið á æfingu nógu mikið enda leikjaprógrammið þétt. Matthías var spurður út í hvaða áherslur Ólafur væri að reyna að koma að í liðinu. „Hann er bara að reyna að koma sínum áherslum inn í þetta. Hann er bara nýkominn og lítið hægt að æfa þegar leikjaprógrammið er svona þétt, þetta var sjötti leikurinn á 19 dögum, þannig að hann fær vonandi betri tíma núna fram að Evrópuleikjunum til að koma sínum áherslum að. Hann er svona að reyna að breyta nokkrum hlutum í uppspili og léttleika á miðju og allt svona.“ FH hefur ekki unnið leik síðan 17. maí síðastliðinn. Matthías var spurður að því í lok leiks hvernig andinn væri í hópnum enda tekur það væntanlega mikið á að ná ekki sigurleikjum. „Andinn í hópnum er bara fínn en við erum náttúrlega ótrúlega ósáttir með eigin frammistöðu en þetta er liðsíþrótt og það þurfa bara allir að spila fyrir liðið. Þá fer þetta að ganga betur. Við vorum með jákvæða frammistöðu á móti KA þannig að þetta er eitt skref afturábak en við þurfum að setja fókusinn á Evrópuleikina sem er mikilvæg keppni fyrir félagið.“ FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Þetta var ekki nógu gott heilt yfir hjá okkur. Við byrjuðum ágætlega og þetta var allt í járnum til að byrja með. Svo náði Valur að halda boltanum betur og þreyta okkur. Þeir voru svo bara þolinmóðari en við. Svo þegar við fórum að elta markið þeirra þá fórum við að spila á fyrsta hlaup í staðinn fyrir að vera aðeins þolinmóðari. Það er það sem ég tek frá leiknum svona rétt eftir leik.“ Matthías var spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt sem hann sæi úr þessum leik. „Nei, eiginlega ekki. Við byrjuðum ágætlega en það er ekki hægt að taka neitt jákvætt svona þegar við töpum leiknum. Mér fannst við ekki skapa nægilega mikið heldur. Fyrirgjafirnar ekki nógu góður, hlaupin inn í boxið ekki nógu góð þannig að nei ekkert jákvætt út úr þessum leik.“ Ólafur Jóhannesson hefur þjálfað Val í tvo leiki núna og hefur kannski ekki fengið tækifæri til að hafa liðið á æfingu nógu mikið enda leikjaprógrammið þétt. Matthías var spurður út í hvaða áherslur Ólafur væri að reyna að koma að í liðinu. „Hann er bara að reyna að koma sínum áherslum inn í þetta. Hann er bara nýkominn og lítið hægt að æfa þegar leikjaprógrammið er svona þétt, þetta var sjötti leikurinn á 19 dögum, þannig að hann fær vonandi betri tíma núna fram að Evrópuleikjunum til að koma sínum áherslum að. Hann er svona að reyna að breyta nokkrum hlutum í uppspili og léttleika á miðju og allt svona.“ FH hefur ekki unnið leik síðan 17. maí síðastliðinn. Matthías var spurður að því í lok leiks hvernig andinn væri í hópnum enda tekur það væntanlega mikið á að ná ekki sigurleikjum. „Andinn í hópnum er bara fínn en við erum náttúrlega ótrúlega ósáttir með eigin frammistöðu en þetta er liðsíþrótt og það þurfa bara allir að spila fyrir liðið. Þá fer þetta að ganga betur. Við vorum með jákvæða frammistöðu á móti KA þannig að þetta er eitt skref afturábak en við þurfum að setja fókusinn á Evrópuleikina sem er mikilvæg keppni fyrir félagið.“
FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira