Matthías Vilhjálmss.: Þetta er eitt skref afturábak Árni Jóhannsson skrifar 1. júlí 2021 21:41 Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með frammistöðuna í kvöld Vísir/Bára Dröfn FH mátti þola tap 2-0 fyrir Val á Origo vellinum í kvöld í 11. umferð í Pepsi Max deildinni. FH-ingar geta hvorki verið sáttir við frammistöðu sína né úrslitin og var hljóðið í fyrirliða þeirra samkvæmt því. „Þetta var ekki nógu gott heilt yfir hjá okkur. Við byrjuðum ágætlega og þetta var allt í járnum til að byrja með. Svo náði Valur að halda boltanum betur og þreyta okkur. Þeir voru svo bara þolinmóðari en við. Svo þegar við fórum að elta markið þeirra þá fórum við að spila á fyrsta hlaup í staðinn fyrir að vera aðeins þolinmóðari. Það er það sem ég tek frá leiknum svona rétt eftir leik.“ Matthías var spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt sem hann sæi úr þessum leik. „Nei, eiginlega ekki. Við byrjuðum ágætlega en það er ekki hægt að taka neitt jákvætt svona þegar við töpum leiknum. Mér fannst við ekki skapa nægilega mikið heldur. Fyrirgjafirnar ekki nógu góður, hlaupin inn í boxið ekki nógu góð þannig að nei ekkert jákvætt út úr þessum leik.“ Ólafur Jóhannesson hefur þjálfað Val í tvo leiki núna og hefur kannski ekki fengið tækifæri til að hafa liðið á æfingu nógu mikið enda leikjaprógrammið þétt. Matthías var spurður út í hvaða áherslur Ólafur væri að reyna að koma að í liðinu. „Hann er bara að reyna að koma sínum áherslum inn í þetta. Hann er bara nýkominn og lítið hægt að æfa þegar leikjaprógrammið er svona þétt, þetta var sjötti leikurinn á 19 dögum, þannig að hann fær vonandi betri tíma núna fram að Evrópuleikjunum til að koma sínum áherslum að. Hann er svona að reyna að breyta nokkrum hlutum í uppspili og léttleika á miðju og allt svona.“ FH hefur ekki unnið leik síðan 17. maí síðastliðinn. Matthías var spurður að því í lok leiks hvernig andinn væri í hópnum enda tekur það væntanlega mikið á að ná ekki sigurleikjum. „Andinn í hópnum er bara fínn en við erum náttúrlega ótrúlega ósáttir með eigin frammistöðu en þetta er liðsíþrótt og það þurfa bara allir að spila fyrir liðið. Þá fer þetta að ganga betur. Við vorum með jákvæða frammistöðu á móti KA þannig að þetta er eitt skref afturábak en við þurfum að setja fókusinn á Evrópuleikina sem er mikilvæg keppni fyrir félagið.“ FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Þetta var ekki nógu gott heilt yfir hjá okkur. Við byrjuðum ágætlega og þetta var allt í járnum til að byrja með. Svo náði Valur að halda boltanum betur og þreyta okkur. Þeir voru svo bara þolinmóðari en við. Svo þegar við fórum að elta markið þeirra þá fórum við að spila á fyrsta hlaup í staðinn fyrir að vera aðeins þolinmóðari. Það er það sem ég tek frá leiknum svona rétt eftir leik.“ Matthías var spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt sem hann sæi úr þessum leik. „Nei, eiginlega ekki. Við byrjuðum ágætlega en það er ekki hægt að taka neitt jákvætt svona þegar við töpum leiknum. Mér fannst við ekki skapa nægilega mikið heldur. Fyrirgjafirnar ekki nógu góður, hlaupin inn í boxið ekki nógu góð þannig að nei ekkert jákvætt út úr þessum leik.“ Ólafur Jóhannesson hefur þjálfað Val í tvo leiki núna og hefur kannski ekki fengið tækifæri til að hafa liðið á æfingu nógu mikið enda leikjaprógrammið þétt. Matthías var spurður út í hvaða áherslur Ólafur væri að reyna að koma að í liðinu. „Hann er bara að reyna að koma sínum áherslum inn í þetta. Hann er bara nýkominn og lítið hægt að æfa þegar leikjaprógrammið er svona þétt, þetta var sjötti leikurinn á 19 dögum, þannig að hann fær vonandi betri tíma núna fram að Evrópuleikjunum til að koma sínum áherslum að. Hann er svona að reyna að breyta nokkrum hlutum í uppspili og léttleika á miðju og allt svona.“ FH hefur ekki unnið leik síðan 17. maí síðastliðinn. Matthías var spurður að því í lok leiks hvernig andinn væri í hópnum enda tekur það væntanlega mikið á að ná ekki sigurleikjum. „Andinn í hópnum er bara fínn en við erum náttúrlega ótrúlega ósáttir með eigin frammistöðu en þetta er liðsíþrótt og það þurfa bara allir að spila fyrir liðið. Þá fer þetta að ganga betur. Við vorum með jákvæða frammistöðu á móti KA þannig að þetta er eitt skref afturábak en við þurfum að setja fókusinn á Evrópuleikina sem er mikilvæg keppni fyrir félagið.“
FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira