Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2021 20:01 Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála. Í málinu neitaði kaupandi fasteignar að greiða eftirstöðvar kaupverðs þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur dæmir fasteign gallaða vegna nágranna. Segir dóminn stórmerkilegan Nágranninn er sagður hafa hegðað sér óvenjulega, svo sem með því að færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorðum að öðrum íbúum hússins. Þá hafði lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að seljanda og sló hann. „Þetta er stórmerkilegur dómur vegna þess að hann hefur enga hliðstæðu hér á landi. Þarna er verið að meta eistaklinginn til fjárs en ekki eiginleika eignarinnar. Mygla, raki eða eitthvað því um líkt,“ sagði Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Upplýsa skal um verulegt ónæði Dómurinn fær eflaust marga til að hugsa hvar mörkin liggja? „Það er kannski ekki nóg að hann sé þannig leiðinlegur að hann heilsi þér ekki á morgnanna en ef hann er þannig að hann er farinn að valda þér verulegu ónæði og það er óeðlilegt og komið út fyrir eðlileg mörk þá á að upplýsa um það,“ sagði Tinna. Á von á fleiri sambærilegum málum Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum. „Seljandi á að upplýsa um allt sem skiptir máli við kaupin og myndi skipta kaupanda máli og það er svo kaupanda að meta það hvort þessar upplýsingar skipti hann máli,“ sagði Tinna. Seljandinn hafði tilkynnt að nágranninn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en leyndi öðrum upplýsingum um samskipti þeirra. „Og leynir þeim upplýsingum að nágranninn hafi hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn seljanda og eignaspjöll,“ sagði Tinna sem segir dóminn hafa fordæmisgildi. „Og við eigum von á því að fá fullt af svona málum inn á borð til okkar.“ Dómsmál Húsnæðismál Nágrannadeilur Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Í málinu neitaði kaupandi fasteignar að greiða eftirstöðvar kaupverðs þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur dæmir fasteign gallaða vegna nágranna. Segir dóminn stórmerkilegan Nágranninn er sagður hafa hegðað sér óvenjulega, svo sem með því að færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorðum að öðrum íbúum hússins. Þá hafði lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að seljanda og sló hann. „Þetta er stórmerkilegur dómur vegna þess að hann hefur enga hliðstæðu hér á landi. Þarna er verið að meta eistaklinginn til fjárs en ekki eiginleika eignarinnar. Mygla, raki eða eitthvað því um líkt,“ sagði Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Upplýsa skal um verulegt ónæði Dómurinn fær eflaust marga til að hugsa hvar mörkin liggja? „Það er kannski ekki nóg að hann sé þannig leiðinlegur að hann heilsi þér ekki á morgnanna en ef hann er þannig að hann er farinn að valda þér verulegu ónæði og það er óeðlilegt og komið út fyrir eðlileg mörk þá á að upplýsa um það,“ sagði Tinna. Á von á fleiri sambærilegum málum Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum. „Seljandi á að upplýsa um allt sem skiptir máli við kaupin og myndi skipta kaupanda máli og það er svo kaupanda að meta það hvort þessar upplýsingar skipti hann máli,“ sagði Tinna. Seljandinn hafði tilkynnt að nágranninn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en leyndi öðrum upplýsingum um samskipti þeirra. „Og leynir þeim upplýsingum að nágranninn hafi hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn seljanda og eignaspjöll,“ sagði Tinna sem segir dóminn hafa fordæmisgildi. „Og við eigum von á því að fá fullt af svona málum inn á borð til okkar.“
Dómsmál Húsnæðismál Nágrannadeilur Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira