Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2021 11:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu töluðu tvisvar saman í síma á aðfangadag vegna málsins. Vísir Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. Í gær var greint frá því að í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi dómsmálaráðherra spurt lögreglustjóra hvort lögregla ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Lögreglustjóri hafi greint frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Í dagbókarfærslunni sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar var greint frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Heimildir fréttastofu herma að á sama fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi lögreglustjóri jafnframt greint frá viðbörgðum sínum við fyrirspurn dómsmálaráðherra um afsökunarbeiðni. Hún hafi þá minnt ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála. Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, vill ekki greina frá því sem fram fór á fundinum.„Gestir sem mættu fyrir fundinn sögðu að það mætti ekki vitna í orð þeirra og það var sérstaklega óskað eftir því þannig ef ég ætla að krefja aðra um að að fylgja lögum og reglum verð ég að gera það sjálfur þannig ég get ekki staðfest það sem fram fór á fundinum,“ segir Jón Þór. Áhugavert að vita hvað fór fram í fyrra símtalinu Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega um hvað fór fram í símtalinu en þessi viðbrögð lögreglustjóra hljóta að vera til marks um það að lögreglustjóri hafi talið að dómsmálaráðherra hafi gengið of nærri sér. „Nú, ef að lögreglustjóri hefur talið tilefni til að minna ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála er nú áhugavert að vita hvað hefur farið fram í símtalinu þarna á undan. En ástæðan fyrir því að við förum að skoða þetta mál er að íslenskum stjórnvöldum á Alþingi hefur verið bent á í alþjóðaþjóðasamstarfi að það þurfi að laga hluti varðandi pólitísk afskipti á Íslandi af lögreglu,“ segir Jón Þór. Lögreglustjórinn hefur þó sagt opinberlega að það sé hennar mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls. Þetta ítrekaði hún í svari við fyrirspurn fréttastofu nú fyrir hádegi. „Ég hef skýrt frá því að ég og ráðherra áttum tvö samtöl þennan dag og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr. 115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls,“ segir Halla Bergþóra í svari til fréttastofu. Ekki náðist í Áslaugu Örnu við vinnslu fréttarinnar. Lögreglan Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30. júní 2021 09:23 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Í gær var greint frá því að í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi dómsmálaráðherra spurt lögreglustjóra hvort lögregla ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Lögreglustjóri hafi greint frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Í dagbókarfærslunni sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar var greint frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Heimildir fréttastofu herma að á sama fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi lögreglustjóri jafnframt greint frá viðbörgðum sínum við fyrirspurn dómsmálaráðherra um afsökunarbeiðni. Hún hafi þá minnt ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála. Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, vill ekki greina frá því sem fram fór á fundinum.„Gestir sem mættu fyrir fundinn sögðu að það mætti ekki vitna í orð þeirra og það var sérstaklega óskað eftir því þannig ef ég ætla að krefja aðra um að að fylgja lögum og reglum verð ég að gera það sjálfur þannig ég get ekki staðfest það sem fram fór á fundinum,“ segir Jón Þór. Áhugavert að vita hvað fór fram í fyrra símtalinu Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega um hvað fór fram í símtalinu en þessi viðbrögð lögreglustjóra hljóta að vera til marks um það að lögreglustjóri hafi talið að dómsmálaráðherra hafi gengið of nærri sér. „Nú, ef að lögreglustjóri hefur talið tilefni til að minna ráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn mála er nú áhugavert að vita hvað hefur farið fram í símtalinu þarna á undan. En ástæðan fyrir því að við förum að skoða þetta mál er að íslenskum stjórnvöldum á Alþingi hefur verið bent á í alþjóðaþjóðasamstarfi að það þurfi að laga hluti varðandi pólitísk afskipti á Íslandi af lögreglu,“ segir Jón Þór. Lögreglustjórinn hefur þó sagt opinberlega að það sé hennar mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls. Þetta ítrekaði hún í svari við fyrirspurn fréttastofu nú fyrir hádegi. „Ég hef skýrt frá því að ég og ráðherra áttum tvö samtöl þennan dag og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr. 115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls,“ segir Halla Bergþóra í svari til fréttastofu. Ekki náðist í Áslaugu Örnu við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglan Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30. júní 2021 09:23 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30. júní 2021 09:23
Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31
Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29. júní 2021 14:48