Steingrímur J. hefur lengi átt milljónir í Marel Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 10:47 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur fjallað um, úr pontu Alþingis, mikilvægi þess að hagsmunaskráning þingmanna liggi fyrir. Hins vegar varð gáleysi þess valdandi að hann gleymdi að færa hlutabréfaeign sína í Marel til bókar þar til nýlega. vísir/vilhelm Forseti Alþingis segir að það sé vegna athugunarleysis að hann hafi ekki tíundað þetta í hagsmunaskráningu fyrr en nýlega. Kjarninn hefur að undanförnu verið að fara yfir hlutafjáreign ýmissa þeirra sem eru í áhrifastöðum og gætu þannig teflt hæfi sínu í háska. Í dag greinir miðillinn frá því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, meðal annars fjármála- og sjávarútvegsráðherra er sá þingmaður sem á verðmætastan hlut í skráðu félagi á Íslandi. Eign Steingríms nemur 7.900 hlutum í Marel sem leggja sig á sjö milljónir að teknu tilliti til þess á hvað hlutabréfin eru metin í dag. Í svari til Kjarnans vill Steingrímur ekki gera mikið úr málinu, hann hafi átt „lítils háttar hlut í Marel í áraraðir“ allt frá því það var sprotafyrirtæki og hann vildi styðja. „Þar kom að mér bar að færa það inn í hagsmunaskráningu mín sem þingmanns. Á því varð reyndar nokkur dráttur sökum athuganarleysis af minni hálfu, en sem nú hefur verið úr bætt fyrir nokkru,“ segir Steingrímur í svari til Kjarnans. Spurt um hæfi? Vísir hafði þetta mál til athugunar í gær og sendi þá á Steingrím fyrirspurn sem hann hefur ekki enn svarað. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel? Hagsmunaskráning mikilvæg að mati Steingríms sjálfs Í Kjarnanum er það rakið að Steingrímur hefur látið til sín taka í umræðu um mál er varða hagsmunaskráninguna og mikilvægi hennar meðal annars í kjölfar Panamaskalanna. Svandís Svavarsdóttir nú heilbrigðisráðherra hóf þá umræðu og óskaði eftir svörum við tilteknum spurningum sem snúa að hagsmunaskráningu. Þá fór Steingrímur í pontu og sagði að ef upp kæmu „rökstuddar grunsemdir um brot á réttri skráningu þá verður að taka það til alvarlegrar skoðunar, rannsaka það, því að annars væru reglurnar merkingarlausar — ef það gerðist ekkert — ef fyrir lægi að þingmenn, ég tala nú ekki um ráðherrar, hefðu ekki sinnt réttri skráningu. Þessar reglur eru í eðli sínu lágmarksreglur. Það liggur í hlutarins eðli.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Vinstri græn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Kjarninn hefur að undanförnu verið að fara yfir hlutafjáreign ýmissa þeirra sem eru í áhrifastöðum og gætu þannig teflt hæfi sínu í háska. Í dag greinir miðillinn frá því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, meðal annars fjármála- og sjávarútvegsráðherra er sá þingmaður sem á verðmætastan hlut í skráðu félagi á Íslandi. Eign Steingríms nemur 7.900 hlutum í Marel sem leggja sig á sjö milljónir að teknu tilliti til þess á hvað hlutabréfin eru metin í dag. Í svari til Kjarnans vill Steingrímur ekki gera mikið úr málinu, hann hafi átt „lítils háttar hlut í Marel í áraraðir“ allt frá því það var sprotafyrirtæki og hann vildi styðja. „Þar kom að mér bar að færa það inn í hagsmunaskráningu mín sem þingmanns. Á því varð reyndar nokkur dráttur sökum athuganarleysis af minni hálfu, en sem nú hefur verið úr bætt fyrir nokkru,“ segir Steingrímur í svari til Kjarnans. Spurt um hæfi? Vísir hafði þetta mál til athugunar í gær og sendi þá á Steingrím fyrirspurn sem hann hefur ekki enn svarað. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel? Hagsmunaskráning mikilvæg að mati Steingríms sjálfs Í Kjarnanum er það rakið að Steingrímur hefur látið til sín taka í umræðu um mál er varða hagsmunaskráninguna og mikilvægi hennar meðal annars í kjölfar Panamaskalanna. Svandís Svavarsdóttir nú heilbrigðisráðherra hóf þá umræðu og óskaði eftir svörum við tilteknum spurningum sem snúa að hagsmunaskráningu. Þá fór Steingrímur í pontu og sagði að ef upp kæmu „rökstuddar grunsemdir um brot á réttri skráningu þá verður að taka það til alvarlegrar skoðunar, rannsaka það, því að annars væru reglurnar merkingarlausar — ef það gerðist ekkert — ef fyrir lægi að þingmenn, ég tala nú ekki um ráðherrar, hefðu ekki sinnt réttri skráningu. Þessar reglur eru í eðli sínu lágmarksreglur. Það liggur í hlutarins eðli.“
Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel?
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Vinstri græn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira