EFLA mælir ekki með niðurrifi Fossvogsskóla Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 10:51 Fossvogsskóli Egill/Vísir Skýrsla um ástand Fossvogsskóla kom nýverið út. Rakaástand og innivist var efni rannsóknarinnar og niðurstaðan var ekki góð. Þó telur verkfræðistofan EFLA að unnt sé að nýta útveggi skólans. Reykjavíkurborg óskaði eftir úttekt EFLU á Fossvogsskóla og tillögum til úrbóta. Úttektin fólst í því að finna rakavandamál og greina orsök þeirra. Tillögur að úrbótum miða að því að tryggja góða innivist og uppfylla nútímakröfur um farsælt skólastarf í húsnæði skólans. Í skýrslu EFLU kemur fram að húsnæði Fossvogsskóla beri þess merki að hafa fengið takmarkað viðhald síðustu ár. Takmarkað viðhald felur í sér að rakavandamál geta safnast upp. Lagnastokkur án rakavarnarlags. Heildarendurbætur eru nauðsynlegar Niðurstöður EFLU eru að ráðast þarf í ítarlegar endurbætur á húsnæði skólans til þess að uppræta raka og mygluvandamál. Ekki er lagt til að farið verði í hluta af verkinu eða skipta því upp í áfanga. Fara þarf í heildarendurbætur strax eða skipta þeim upp eftir álmum og stefna frekar að því að kennsla hefjist aftur í skólahúsnæðinu þegar þeim er lokið. Við rakamælingar, sjónræna skoðun og sýnatöku kom í ljós að rakavandamál eru og hafa verið víða til staðar. Rakaummerki, rakaskemmdir og hækkaður raki er til staðar í byggingum Fossvogsskóla. Niðurstöður sýnatöku staðfestu að örveruvöxtur er til staðar í byggingarefnum innandyra auk þess sem aukið magn gróa eða svepphluta af vissum tegundum finnast í uppsöfnuðu ryki. Eldri viðgerðir hafa ekki reynst fullnægjandi í öllum tilfellum og finna má rakaskemmt byggingarefni eða raka á einhverjum viðgerðum svæðum. Útveggir eru að mestu lausir við myglu Niðurstöður byggingarefnissýna úr steyptum útveggjum á bak við einangrun gefa til kynna að mygluvöxtur hefur ekki náð sér á strik í holrýmum steypunnar. Opnað var upp á nokkrum stöðum þar sem má búast við að rakaálag hafi verið til staðar. Steypa útveggja er því ekki með myglusveppavexti nema þá helst á yfirborði þar sem hefur verið rakaálag og því hægt að nýta burðarvirki bygginganna, með því að hreinsa innan úr því. Þá leggur EFLA áherslu á að steypan verði slípuð og yfirborð hennar hreinsað. Raki mælist hækkaður við útveggi.EFLA Kostnaðarmat ásamt nýlegum reynslutölum áþekkra verkefna styður jafnframt þá afstöðu og gefur til kynna að umtalsvert hagkvæmara er að endurnýta útveggi mannvirkjanna sé þess kostur. Því er ekki hægt að mæla með niðurrifi mannvirkjanna Ekki öruggt að enginn finni fyrir einkennum þrátt fyrir endurbætur EFLA segir í skýrslunni að miðað við reynslu og fyrri rannsóknir megi búast við því að örfáir einstaklingar muni áfram finna til einkenna sem tengjast viðveru í mygluðu húsnæði þrátt fyrir úrbætur á húsnæði skólans. Reynsla EFLU er þó sú að verði gengið langt í úrbótum þannig að eldri byggingarefni verði alveg fjarlægt auk þess sem hugað verði að efnisvali og innivist við enduruppbyggingu þá aukist líkurnar til muna á að allir geti snúið til baka án einkenna. Fyrirhyggja er þá mikilvæg þannig að húsnæði verði vaktað með tilliti til raka og leka og brugðist fljótt við ef einhvers staðar lekur eða tjón kemur fram. Við rekstur, hreinlæti og þrif þarf einnig að huga að efnisnotkun og hreinsun þannig að loftgæði verði tryggð. Síðast en ekki síst þarf rekstur loftræsikerfa að vera í góðri umsjón þar sem er skipt reglulega um síur, fylgst með þrýstingsmun og loftskipti tryggð miðað við notkun. Rakaummerki í innanstokki loftræsingar.EFLA Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Reykjavíkurborg óskaði eftir úttekt EFLU á Fossvogsskóla og tillögum til úrbóta. Úttektin fólst í því að finna rakavandamál og greina orsök þeirra. Tillögur að úrbótum miða að því að tryggja góða innivist og uppfylla nútímakröfur um farsælt skólastarf í húsnæði skólans. Í skýrslu EFLU kemur fram að húsnæði Fossvogsskóla beri þess merki að hafa fengið takmarkað viðhald síðustu ár. Takmarkað viðhald felur í sér að rakavandamál geta safnast upp. Lagnastokkur án rakavarnarlags. Heildarendurbætur eru nauðsynlegar Niðurstöður EFLU eru að ráðast þarf í ítarlegar endurbætur á húsnæði skólans til þess að uppræta raka og mygluvandamál. Ekki er lagt til að farið verði í hluta af verkinu eða skipta því upp í áfanga. Fara þarf í heildarendurbætur strax eða skipta þeim upp eftir álmum og stefna frekar að því að kennsla hefjist aftur í skólahúsnæðinu þegar þeim er lokið. Við rakamælingar, sjónræna skoðun og sýnatöku kom í ljós að rakavandamál eru og hafa verið víða til staðar. Rakaummerki, rakaskemmdir og hækkaður raki er til staðar í byggingum Fossvogsskóla. Niðurstöður sýnatöku staðfestu að örveruvöxtur er til staðar í byggingarefnum innandyra auk þess sem aukið magn gróa eða svepphluta af vissum tegundum finnast í uppsöfnuðu ryki. Eldri viðgerðir hafa ekki reynst fullnægjandi í öllum tilfellum og finna má rakaskemmt byggingarefni eða raka á einhverjum viðgerðum svæðum. Útveggir eru að mestu lausir við myglu Niðurstöður byggingarefnissýna úr steyptum útveggjum á bak við einangrun gefa til kynna að mygluvöxtur hefur ekki náð sér á strik í holrýmum steypunnar. Opnað var upp á nokkrum stöðum þar sem má búast við að rakaálag hafi verið til staðar. Steypa útveggja er því ekki með myglusveppavexti nema þá helst á yfirborði þar sem hefur verið rakaálag og því hægt að nýta burðarvirki bygginganna, með því að hreinsa innan úr því. Þá leggur EFLA áherslu á að steypan verði slípuð og yfirborð hennar hreinsað. Raki mælist hækkaður við útveggi.EFLA Kostnaðarmat ásamt nýlegum reynslutölum áþekkra verkefna styður jafnframt þá afstöðu og gefur til kynna að umtalsvert hagkvæmara er að endurnýta útveggi mannvirkjanna sé þess kostur. Því er ekki hægt að mæla með niðurrifi mannvirkjanna Ekki öruggt að enginn finni fyrir einkennum þrátt fyrir endurbætur EFLA segir í skýrslunni að miðað við reynslu og fyrri rannsóknir megi búast við því að örfáir einstaklingar muni áfram finna til einkenna sem tengjast viðveru í mygluðu húsnæði þrátt fyrir úrbætur á húsnæði skólans. Reynsla EFLU er þó sú að verði gengið langt í úrbótum þannig að eldri byggingarefni verði alveg fjarlægt auk þess sem hugað verði að efnisvali og innivist við enduruppbyggingu þá aukist líkurnar til muna á að allir geti snúið til baka án einkenna. Fyrirhyggja er þá mikilvæg þannig að húsnæði verði vaktað með tilliti til raka og leka og brugðist fljótt við ef einhvers staðar lekur eða tjón kemur fram. Við rekstur, hreinlæti og þrif þarf einnig að huga að efnisnotkun og hreinsun þannig að loftgæði verði tryggð. Síðast en ekki síst þarf rekstur loftræsikerfa að vera í góðri umsjón þar sem er skipt reglulega um síur, fylgst með þrýstingsmun og loftskipti tryggð miðað við notkun. Rakaummerki í innanstokki loftræsingar.EFLA
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira