Hörður svarar fyrir sig: „Ég hef fylgt öllum siðareglum sem eru um hagsmunaárekstra í starfi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 20:11 Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir umfjöllun Kjarnans um hlutabréfaeignir hans tilefnislitla. Vísir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir að ekkert í siðareglum Fréttablaðsins né Blaðamannafélagsins (BÍ) segi til um hlutabréfaeign blaðamanna. Hann segir túlkun formanns BÍ um að engu máli skipti hve stóran hlut blaðamenn eigi í fyrirtækjum undarlega. „Það er ekkert í skrifum mínum sem hægt er að halda fram að hafi verið sett fram með annarlega hagsmuni í huga – eins og allir sem hafa fylgst með fréttum mínum af íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum í gegnum árin vita vel,“ skrifar Hörður í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag. „Ég stunda engin regluleg viðskipti með skráð hlutabréf heldur eru þau, sem ég hef í flestum tilfellum átt í mörg ár, hugsuð sem langtímafjárfesting.“ Hörður segir umfjöllun Kjarnans um málið tilefnislítinn. Þá blæs hann á athugasemd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands, um að blaðamenn eigi að varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem þeir eigi aðild að. Engu máli skipti, að sögn Sigríðar, hversu stóran hlut þeir eigi. „Þetta er undarleg túlkun þar sem enginn greinarmunur er gerður að því er virðist á því að eiga 0,001% hlut í skráðu almenningshlutafélagi, sem getur seint jafngilt því að eiga „aðild“ að fyrirtækinu, og að blaðamaður eða maki hans fari með verulegan eignarhlut í óskráðu félagi og einhver forræði yfir stjórn þess,“ skrifar Hörður. „Ef ný forysta Blaðamannafélagsins ætlar að halda fram slíkum málflutningi þá má spyrja sig hvort ýmsir blaðamenn séu um leið orðnir vanhæfir til að fjalla meðal annars um tiltekna stjórnmálaflokka og íþróttafélög vegna „aðildar“ sinnar að þeim,“ segir Hörður. Spyr hvort það skipti ekki máli hvort hluturinn sé 100 þúsund eða 100 milljónir Hann spyr hvort ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, megi þá ekki fjalla um fjárstuðning við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið þar sem hann sé stór hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Gildi sömu reglur um það? Hann segir að við túlkun Sigríðar Daggar vakni upp ýmsar spurningar. Til dæmis hvort viðskiptablaðamenn megi alls ekki eiga sparnað í hlutabréfum. „Skiptir þá ekki hvort hann sé 100 þúsund eða 100 milljónir – án þess að verða um leið vanhæfir. […] Er það þannig að það er ekki í lagi að eiga í einstökum skráðum félögum en í góðu lagi að eiga í sjóðum og eiga kröfu á fyrirtæki, sérstaklega innlán í banka? Slíkur málflutningur heldur ekki vatni og lýsir mikilli vanþekkingu á viðskipum.“ Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
„Það er ekkert í skrifum mínum sem hægt er að halda fram að hafi verið sett fram með annarlega hagsmuni í huga – eins og allir sem hafa fylgst með fréttum mínum af íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum í gegnum árin vita vel,“ skrifar Hörður í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag. „Ég stunda engin regluleg viðskipti með skráð hlutabréf heldur eru þau, sem ég hef í flestum tilfellum átt í mörg ár, hugsuð sem langtímafjárfesting.“ Hörður segir umfjöllun Kjarnans um málið tilefnislítinn. Þá blæs hann á athugasemd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands, um að blaðamenn eigi að varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem þeir eigi aðild að. Engu máli skipti, að sögn Sigríðar, hversu stóran hlut þeir eigi. „Þetta er undarleg túlkun þar sem enginn greinarmunur er gerður að því er virðist á því að eiga 0,001% hlut í skráðu almenningshlutafélagi, sem getur seint jafngilt því að eiga „aðild“ að fyrirtækinu, og að blaðamaður eða maki hans fari með verulegan eignarhlut í óskráðu félagi og einhver forræði yfir stjórn þess,“ skrifar Hörður. „Ef ný forysta Blaðamannafélagsins ætlar að halda fram slíkum málflutningi þá má spyrja sig hvort ýmsir blaðamenn séu um leið orðnir vanhæfir til að fjalla meðal annars um tiltekna stjórnmálaflokka og íþróttafélög vegna „aðildar“ sinnar að þeim,“ segir Hörður. Spyr hvort það skipti ekki máli hvort hluturinn sé 100 þúsund eða 100 milljónir Hann spyr hvort ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, megi þá ekki fjalla um fjárstuðning við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið þar sem hann sé stór hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Gildi sömu reglur um það? Hann segir að við túlkun Sigríðar Daggar vakni upp ýmsar spurningar. Til dæmis hvort viðskiptablaðamenn megi alls ekki eiga sparnað í hlutabréfum. „Skiptir þá ekki hvort hann sé 100 þúsund eða 100 milljónir – án þess að verða um leið vanhæfir. […] Er það þannig að það er ekki í lagi að eiga í einstökum skráðum félögum en í góðu lagi að eiga í sjóðum og eiga kröfu á fyrirtæki, sérstaklega innlán í banka? Slíkur málflutningur heldur ekki vatni og lýsir mikilli vanþekkingu á viðskipum.“
Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42