Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2021 13:20 Halla Bergþóra greindi frá því á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að dómsmálaráðherra hafi spurt lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði sér að biðjast afsökunar, þá væntanlega á því að hafa greint frá því að Bjarni Benediktsson hafi verið í Ásmundasal þar sem sóttvarnir voru brotnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. Í frægu símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á aðfangadag og Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra eftir uppákomuna í Ásmundarsal, spurði dómsmálaráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar? Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þær Áslaug Arna og Halla ræddu þar dagbókarfærslu lögreglunnar sem birtist á Facebook-síðu hennar þar sem greint var frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hasar á aðfangadegi Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV greindi Halla Bergþóra frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars, en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega en fjallað hefur verið nokkuð um samskiptin. En Bjarni baðst síðar afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal, hún hafi verið slysaleg. Áslaug Arna sagði á sínum tíma, í svari, að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Fram hefur komið að um tvö símtöl milli þeirra tveggja að ræða. Í seinna samtalinu spurði ráðherra lögreglustjórann, samkvæmt heimildum RÚV, hvort það kæmi ekki afsökunarbeiðni frá embættinu vegna færslunnar, í ljósi þess að það hefði verið tilgreint sérstaklega að ráðherra hefði verið viðstaddur sem lá fyrir um hádegi á aðfangadegi. Óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu Helga Vala Helgadóttir segir allt við þetta mál kalla á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokks.Stöð 2/Einar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar, var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrri hluta kjörtímabils en fór svo yfir í velferðarnefnd. Hún segir þetta óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Það var ekkert slíkt hættustig á ferð sem kallaði á bein afskipti dómsmálaráðherra af einstaka máli, en það hafa einmitt verið einkunnarorð umrædds ráðherra í tíð hennar í embætti,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er beinlínis allt við þetta mál sem kallar á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokksins,“ bætir Helga Vala við: „Kallar á aðskilnað Sjálfstæðisflokks og réttarvörslukerfis, að meðtöldu dómskerfi. Þetta þarf að eiga sér stað því að þegar á reynir þá blinda sérhagsmunir Sjálfstæðisflokks ráðherra hans sýn á hagsmuni almennings um að eitt skuli yfir alla landsmenn ganga.“ Uppfært 14:55 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig frekar Vísir náði tali af lögreglustjóra og þar segir hún að líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að hún svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. „Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“ Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Samkomubann á Íslandi Lögreglan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Í frægu símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á aðfangadag og Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra eftir uppákomuna í Ásmundarsal, spurði dómsmálaráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar? Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þær Áslaug Arna og Halla ræddu þar dagbókarfærslu lögreglunnar sem birtist á Facebook-síðu hennar þar sem greint var frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hasar á aðfangadegi Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV greindi Halla Bergþóra frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars, en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega en fjallað hefur verið nokkuð um samskiptin. En Bjarni baðst síðar afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal, hún hafi verið slysaleg. Áslaug Arna sagði á sínum tíma, í svari, að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Fram hefur komið að um tvö símtöl milli þeirra tveggja að ræða. Í seinna samtalinu spurði ráðherra lögreglustjórann, samkvæmt heimildum RÚV, hvort það kæmi ekki afsökunarbeiðni frá embættinu vegna færslunnar, í ljósi þess að það hefði verið tilgreint sérstaklega að ráðherra hefði verið viðstaddur sem lá fyrir um hádegi á aðfangadegi. Óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu Helga Vala Helgadóttir segir allt við þetta mál kalla á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokks.Stöð 2/Einar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar, var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrri hluta kjörtímabils en fór svo yfir í velferðarnefnd. Hún segir þetta óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Það var ekkert slíkt hættustig á ferð sem kallaði á bein afskipti dómsmálaráðherra af einstaka máli, en það hafa einmitt verið einkunnarorð umrædds ráðherra í tíð hennar í embætti,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er beinlínis allt við þetta mál sem kallar á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokksins,“ bætir Helga Vala við: „Kallar á aðskilnað Sjálfstæðisflokks og réttarvörslukerfis, að meðtöldu dómskerfi. Þetta þarf að eiga sér stað því að þegar á reynir þá blinda sérhagsmunir Sjálfstæðisflokks ráðherra hans sýn á hagsmuni almennings um að eitt skuli yfir alla landsmenn ganga.“ Uppfært 14:55 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig frekar Vísir náði tali af lögreglustjóra og þar segir hún að líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að hún svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. „Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Samkomubann á Íslandi Lögreglan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira