Landbúnaður og kynlíf Hlédís Sveinsdóttir skrifar 29. júní 2021 12:00 Á setningu síðasta Búnaðarþings í mars síðastliðin velti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því fyrir sér hvort við hugsuðum oftar um mat eða kynlíf. Áhugavert. Hvert svo sem svarið er þá er á þetta tvennt það sameiginlegt að vera lífsnauðsynlegt. Í raun þyrftum við bara þetta tvennt, getnað og góða næringu, til að viðhalda lífinu sjálfu. Undanfarið höfum við sem þjóð, já og heimsbyggðin öll, gengið í gegnum sjálfsskoðun tengda samskiptum kynjanna, spurt okkur áleitna spurninga og leitað svara. Leitað betrunar fyrir komandi kynslóðir svo þau erfi ekki okkar ósiði tengda skorti á opinni umræðu, skilning og virðingu. Megi þessi umræða færa okkur og komandi kynslóðum tækifæri til fallegra og sársaukalausa samskipta sem byggð eru á trausti. Landbúnaður er ekki föst stærð og inntak hugtaksins er lifandi. Hlutverk landbúnaðar er alltaf stórt, stærra en margir gera sér grein fyrir. Bændur eru til dæmis stærstu vörslumenn lands og sem slíkir okkar öflugustu vopn í loftslagsmálum. Eitt af meginhlutverkum landbúnaðar er og verður þó alltaf framleiðsla á góðri næringu. Við þurfum sem þjóð að standa vörð um þessa atvinnugrein, átta okkur á mikilvægi hennar og skapa þannig umhverfi að greinin hafi svigrúm til að laga sig að markaðnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig staðið er að málum, hvað stendur að baki vörunni. Til þess að það sé hægt verður að vera gagnkvæmur skilningur, traust og virðing milli framleiðenda (bænda) og neytenda. Vatn og land ráða mestu um fæðuframboð í heiminum. Við erum sem þjóð rík af landbúnaðarlandi, vatni og við erum líka rík af innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Við eigum að geta framleitt fæðu langt umfram það sem við þurfum. Við flytjum hins vegar inn hærra hlutfall af fæðu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að spyrja okkur hvort sá matur, sú næring, sé jafn góð (innihald og umhverfisáhrif) og það sem við getum framleitt hérlendis. Hvaða gildi liggja að baki framleiðslunni. Þarna liggja líka tækifæri komandi kynslóða. Samtök iðnaðarins spáir því að árið 2050 verði 250.000 manns að störfum á Íslandi. Það eru 40 ný störf á viku fram að því. Á sama tíma spáir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til ársins 2050. Vitundarvakning er að eiga sér stað. Fólk og fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi landbúnaðar. Ramon Laguarta, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri PepsiCo segir að landbúnaður sé lykilinn til að takast á við loftslagsbreytingar. PepsiCo var að setja sér landbúnaðarstefnu. Fyrirtækið er með þrjá milljóna hektara undir þar sem bæta eða endurræsa á vistkerfin, tryggja heilbrigðan jarðveg, draga úr losun kolefnis, auka líffræðilegan fjölbreytileika og bæta kjör bænda. Stefnt er að því að fá öll innihaldsefni fyrirtækisins á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030. Landbúnaðarmál eru ekki léttvæg málefni sem snerta bara þá sem starfa innan þess. Landbúnaður er lykilinn að betri framtíð okkar allra. Mig langar því að biðja þig að kynna þér landbúnaðarmál og setja þér landbúnaðarstefnu fyrir þig og þitt heimili. Það er til dæmis hægt að mynda tengsl við bændur og versla beint af þeim. Það er hægt að spyrja í mötuneytum og veitingastöðum hvaðan hráefnið er og mynda þannig þrýsting á innlend kaup. Lesa smáa letrið á umbúðum í verslunum og passa að það sé framleitt eftir þeim gildum sem þú vilt leggja áherslu á. Við þurfum þig, lesandi góður, til að vera með íslenskum landbúnaði í liði svo að komandi kynslóðir hafi aðgang að góðri næringu og geti nýtt þau tækifæri sem liggja í landbúnaðinum. Skilningur þinn og traust til framleiðslunnar skiptir öllu máli fyrir framþróun greinarinnar. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á setningu síðasta Búnaðarþings í mars síðastliðin velti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því fyrir sér hvort við hugsuðum oftar um mat eða kynlíf. Áhugavert. Hvert svo sem svarið er þá er á þetta tvennt það sameiginlegt að vera lífsnauðsynlegt. Í raun þyrftum við bara þetta tvennt, getnað og góða næringu, til að viðhalda lífinu sjálfu. Undanfarið höfum við sem þjóð, já og heimsbyggðin öll, gengið í gegnum sjálfsskoðun tengda samskiptum kynjanna, spurt okkur áleitna spurninga og leitað svara. Leitað betrunar fyrir komandi kynslóðir svo þau erfi ekki okkar ósiði tengda skorti á opinni umræðu, skilning og virðingu. Megi þessi umræða færa okkur og komandi kynslóðum tækifæri til fallegra og sársaukalausa samskipta sem byggð eru á trausti. Landbúnaður er ekki föst stærð og inntak hugtaksins er lifandi. Hlutverk landbúnaðar er alltaf stórt, stærra en margir gera sér grein fyrir. Bændur eru til dæmis stærstu vörslumenn lands og sem slíkir okkar öflugustu vopn í loftslagsmálum. Eitt af meginhlutverkum landbúnaðar er og verður þó alltaf framleiðsla á góðri næringu. Við þurfum sem þjóð að standa vörð um þessa atvinnugrein, átta okkur á mikilvægi hennar og skapa þannig umhverfi að greinin hafi svigrúm til að laga sig að markaðnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig staðið er að málum, hvað stendur að baki vörunni. Til þess að það sé hægt verður að vera gagnkvæmur skilningur, traust og virðing milli framleiðenda (bænda) og neytenda. Vatn og land ráða mestu um fæðuframboð í heiminum. Við erum sem þjóð rík af landbúnaðarlandi, vatni og við erum líka rík af innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Við eigum að geta framleitt fæðu langt umfram það sem við þurfum. Við flytjum hins vegar inn hærra hlutfall af fæðu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að spyrja okkur hvort sá matur, sú næring, sé jafn góð (innihald og umhverfisáhrif) og það sem við getum framleitt hérlendis. Hvaða gildi liggja að baki framleiðslunni. Þarna liggja líka tækifæri komandi kynslóða. Samtök iðnaðarins spáir því að árið 2050 verði 250.000 manns að störfum á Íslandi. Það eru 40 ný störf á viku fram að því. Á sama tíma spáir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til ársins 2050. Vitundarvakning er að eiga sér stað. Fólk og fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi landbúnaðar. Ramon Laguarta, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri PepsiCo segir að landbúnaður sé lykilinn til að takast á við loftslagsbreytingar. PepsiCo var að setja sér landbúnaðarstefnu. Fyrirtækið er með þrjá milljóna hektara undir þar sem bæta eða endurræsa á vistkerfin, tryggja heilbrigðan jarðveg, draga úr losun kolefnis, auka líffræðilegan fjölbreytileika og bæta kjör bænda. Stefnt er að því að fá öll innihaldsefni fyrirtækisins á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030. Landbúnaðarmál eru ekki léttvæg málefni sem snerta bara þá sem starfa innan þess. Landbúnaður er lykilinn að betri framtíð okkar allra. Mig langar því að biðja þig að kynna þér landbúnaðarmál og setja þér landbúnaðarstefnu fyrir þig og þitt heimili. Það er til dæmis hægt að mynda tengsl við bændur og versla beint af þeim. Það er hægt að spyrja í mötuneytum og veitingastöðum hvaðan hráefnið er og mynda þannig þrýsting á innlend kaup. Lesa smáa letrið á umbúðum í verslunum og passa að það sé framleitt eftir þeim gildum sem þú vilt leggja áherslu á. Við þurfum þig, lesandi góður, til að vera með íslenskum landbúnaði í liði svo að komandi kynslóðir hafi aðgang að góðri næringu og geti nýtt þau tækifæri sem liggja í landbúnaðinum. Skilningur þinn og traust til framleiðslunnar skiptir öllu máli fyrir framþróun greinarinnar. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun