Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 23:01 Lögmaður fyrirtækis forsetans fyrrverandi segir Trump ekki eiga von á ákæru. Í það minnsta ekki í þessari viku en það gæti gerst seinna meir. AP/Tony Dejak Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. Ríkissaksóknarar Manhattan og saksóknarar í New York hafa lengi rannsakað fyrirtæki Trump, sem heitir Trump Organization, og hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt þær rannsóknir meðal annars snúa að meintum fjársvikum fyrirtækisins. Þær hafi beinst að því hvort forsvarsmenn fyrirtækisins hafi dregið úr virði eigna þess til að greiða lægri skatta, og gert mikið úr virði eignanna til að fá betri lán og því hvort skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Sjá einnig: Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við Ron Fischetti, einn lögmanna fyrirtækis Trumps sem sótti þó ekki fundinn í dag. Hann segir að svokallaður „grand jury“ sé nærri því að komast að niðurstöðu um það hvort ákæra eigi fyrirtækið. Von sé á niðurstöðu í þessari viku. Þetta ferli felur í sér að hópur almennra borgara er fenginn til að fara yfir gögn saksóknara og segja til um hvort þeim þyki líklegt að þau myndu sakfella viðkomandi aðila í raunverulegum réttarhöldum, á grunni þeirra gagna sem fyrir liggja. Segir nokkra starfsmenn í hættu á að verða ákærðir Fischetti sagði þó að saksóknarar hefðu tilkynnt honum að möguleg ákæra gegn Trump sjálfum væri ekki til skoðunar í þessu ferli. Engin ákvörðun um slíkt yrði tekin í þessari viku en forsetinn fyrrverandi gæti þó verið ákærður seinna meir. „Ég get ekki sagt að hann sé laus allra mála enn,“ sagði Fischetti. Í frétt AP segir að viðræður sem þessar séu yfirleitt formsatriði og breyti sjaldan sem aldrei stefnu rannsókna og hafi lítil áhrif á mögulegar ákærur. Fischetti segir mögulegar ákærur snúa að nokkrum starfsmönnum Trump Org, sem hafi ekki greitt skatta af hlunnindum og mögulega félaginu sjálfu. Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, er meðal þeirra sem verða mögulega ákærðir, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Ríkissaksóknarar Manhattan og saksóknarar í New York hafa lengi rannsakað fyrirtæki Trump, sem heitir Trump Organization, og hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt þær rannsóknir meðal annars snúa að meintum fjársvikum fyrirtækisins. Þær hafi beinst að því hvort forsvarsmenn fyrirtækisins hafi dregið úr virði eigna þess til að greiða lægri skatta, og gert mikið úr virði eignanna til að fá betri lán og því hvort skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Sjá einnig: Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við Ron Fischetti, einn lögmanna fyrirtækis Trumps sem sótti þó ekki fundinn í dag. Hann segir að svokallaður „grand jury“ sé nærri því að komast að niðurstöðu um það hvort ákæra eigi fyrirtækið. Von sé á niðurstöðu í þessari viku. Þetta ferli felur í sér að hópur almennra borgara er fenginn til að fara yfir gögn saksóknara og segja til um hvort þeim þyki líklegt að þau myndu sakfella viðkomandi aðila í raunverulegum réttarhöldum, á grunni þeirra gagna sem fyrir liggja. Segir nokkra starfsmenn í hættu á að verða ákærðir Fischetti sagði þó að saksóknarar hefðu tilkynnt honum að möguleg ákæra gegn Trump sjálfum væri ekki til skoðunar í þessu ferli. Engin ákvörðun um slíkt yrði tekin í þessari viku en forsetinn fyrrverandi gæti þó verið ákærður seinna meir. „Ég get ekki sagt að hann sé laus allra mála enn,“ sagði Fischetti. Í frétt AP segir að viðræður sem þessar séu yfirleitt formsatriði og breyti sjaldan sem aldrei stefnu rannsókna og hafi lítil áhrif á mögulegar ákærur. Fischetti segir mögulegar ákærur snúa að nokkrum starfsmönnum Trump Org, sem hafi ekki greitt skatta af hlunnindum og mögulega félaginu sjálfu. Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, er meðal þeirra sem verða mögulega ákærðir, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47
Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04