Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2021 21:31 Líkamsleifar nær þúsund barna hafa fundist grafnar við heimavistarskóla í Kanada undanfarinn mánuð. AP/Jonathan Hayward Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. Tvær kaþólskar kirkjur á landi innfæddra brunnu til grunna fyrir viku síðan og er talið að brunarnir séu mótmæli vegna líkfunda barna af frumbyggjaættum við kaþólska skóla í Kanada. Fréttastofa Guardian greinir frá. Slökkvilið í Bresku-Kólumbíu voru kölluð út um helgina vegna brunanna tveggja. Annar var í kirkju heilagrar Önnu á landi Upper Similkameen þjóðarinnar og hinn í Chopaka kirkjunni á landi Lower Similkameen þjóðarinnar. Báðar kirkjunnar, sem voru byggðar úr viði og meira en hundrað ára gamlar, brunnu til grunna. Aðeins vika er liðin frá því að tvær kaþólskar kirkjur eyðilögðust í bruna en mikil reiði hefur ríkt í kanadísku samfélagi undanfarnar vikur vegna líkfunda við kaþólska heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum. Skólarnir voru starfræktir í um hundrað ár, frá miðri nítjándu öld til miðrar tuttugustu aldar, af ríkinu og trúarstofnunum. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja skólana sem voru til þess gerðir að má út menningu barnanna, tungumál þeirra og aðlaga börnin að menningu evrópskra innflytjenda. Tæplega þúsund ómerktar grafir barna af frumbyggjaættum hafa fundist við slíka skóla undanfarinn mánuð og hafa fundirnir vakið mikla reiði. Kaþólska kirkjan hefur verið krafin um afsökunarbeiðni, sem hún hefur ekki orðið við, og frekari upplýsinga og gagnsæis um rekstur skólanna. Kanada Ofbeldi gegn börnum Trúmál Tengdar fréttir Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30 Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Tvær kaþólskar kirkjur á landi innfæddra brunnu til grunna fyrir viku síðan og er talið að brunarnir séu mótmæli vegna líkfunda barna af frumbyggjaættum við kaþólska skóla í Kanada. Fréttastofa Guardian greinir frá. Slökkvilið í Bresku-Kólumbíu voru kölluð út um helgina vegna brunanna tveggja. Annar var í kirkju heilagrar Önnu á landi Upper Similkameen þjóðarinnar og hinn í Chopaka kirkjunni á landi Lower Similkameen þjóðarinnar. Báðar kirkjunnar, sem voru byggðar úr viði og meira en hundrað ára gamlar, brunnu til grunna. Aðeins vika er liðin frá því að tvær kaþólskar kirkjur eyðilögðust í bruna en mikil reiði hefur ríkt í kanadísku samfélagi undanfarnar vikur vegna líkfunda við kaþólska heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum. Skólarnir voru starfræktir í um hundrað ár, frá miðri nítjándu öld til miðrar tuttugustu aldar, af ríkinu og trúarstofnunum. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja skólana sem voru til þess gerðir að má út menningu barnanna, tungumál þeirra og aðlaga börnin að menningu evrópskra innflytjenda. Tæplega þúsund ómerktar grafir barna af frumbyggjaættum hafa fundist við slíka skóla undanfarinn mánuð og hafa fundirnir vakið mikla reiði. Kaþólska kirkjan hefur verið krafin um afsökunarbeiðni, sem hún hefur ekki orðið við, og frekari upplýsinga og gagnsæis um rekstur skólanna.
Kanada Ofbeldi gegn börnum Trúmál Tengdar fréttir Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30 Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30
Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10