Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 09:01 Blikar fögnuðu að sjálfsögðu vel eftir sigurmark Andra Rafns Yeoman. vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi. Mörkin voru skoruð í fyrri þremur leikjunum í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í gærkvöld. Seinni þrír leikirnir fara fram í kvöld. Breiðablik var 2-1 undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka í Kórnum í gær en náði samt að vinna sigur. Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í fyrri hálfleik, eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar í marki Blika, en Kristinn Steindórsson jafnaði metin með skalla. Birnir Snær Ingason kom HK aftur yfir úr víti á 71. mínútu en Blikar fengu einnig víti sem Thomas Mikkelsen skoraði úr á 84. mínútu. Það var síðan Andri Rafn Yeoman sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir. Klippa: Mörk HK og Breiðabliks Það var einnig skorað mikilvægt mark undir lok leiks á Hlíðarenda þar sem Arnór Borg tryggði Fylki stig eftir laglegan samleik við Þórð Gunnar Hafþórsson en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn. Valur komst yfir á 55 mínútu þegar boltinn virtist hrökkva af Jordan Brown í markið eftir hornspyrnu, en markið er skráð á Hauk Pál Sigurðsson á leikskýrslu á vef KSÍ. Klippa: Mörk Vals og Fylkis Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA sem er á leið í atvinnumennsku, átti engan draumaleik í Kaplakrika þar sem FH og KA gerðu 1-1 jafntefli. Björn Daníel Sverrisson sneri sér framhjá honum og uppskar svo víti sem Steven Lennon skoraði úr. Brynjar missti svo boltann þegar FH komst fram í skyndisókn sem endaði með því að Dusan Brkovic braut á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni og fékk rautt spjald. Tíu KA-menn náðu hins vegar að jafna þegar Jonathan Hendrickx skoraði eftir gott „pot“ Ásgeirs Sigurgeirssonar þegar korter var til leiksloka. Klippa: Mörk FH og KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Fylkir Valur FH KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Mörkin voru skoruð í fyrri þremur leikjunum í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í gærkvöld. Seinni þrír leikirnir fara fram í kvöld. Breiðablik var 2-1 undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka í Kórnum í gær en náði samt að vinna sigur. Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í fyrri hálfleik, eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar í marki Blika, en Kristinn Steindórsson jafnaði metin með skalla. Birnir Snær Ingason kom HK aftur yfir úr víti á 71. mínútu en Blikar fengu einnig víti sem Thomas Mikkelsen skoraði úr á 84. mínútu. Það var síðan Andri Rafn Yeoman sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir. Klippa: Mörk HK og Breiðabliks Það var einnig skorað mikilvægt mark undir lok leiks á Hlíðarenda þar sem Arnór Borg tryggði Fylki stig eftir laglegan samleik við Þórð Gunnar Hafþórsson en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn. Valur komst yfir á 55 mínútu þegar boltinn virtist hrökkva af Jordan Brown í markið eftir hornspyrnu, en markið er skráð á Hauk Pál Sigurðsson á leikskýrslu á vef KSÍ. Klippa: Mörk Vals og Fylkis Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA sem er á leið í atvinnumennsku, átti engan draumaleik í Kaplakrika þar sem FH og KA gerðu 1-1 jafntefli. Björn Daníel Sverrisson sneri sér framhjá honum og uppskar svo víti sem Steven Lennon skoraði úr. Brynjar missti svo boltann þegar FH komst fram í skyndisókn sem endaði með því að Dusan Brkovic braut á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni og fékk rautt spjald. Tíu KA-menn náðu hins vegar að jafna þegar Jonathan Hendrickx skoraði eftir gott „pot“ Ásgeirs Sigurgeirssonar þegar korter var til leiksloka. Klippa: Mörk FH og KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Fylkir Valur FH KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira