Sam Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. júní 2021 18:03 Ég þekki mann sem er svo hægri sinnaður að hann þolir engin orð sem hafa forskeytið sam-. Hann telur sig sannan íhaldsmann og málvöndunarmann af gamla skólanum. Eiginlega er hann frekar mál-umvöndunarmaður, alltaf að jagast í því hvernig annað fólk tjáir sig. Meðal þess sem hann tuðar yfir er orðalagið að „eiga samtal“: nú þurfi fólk að „eiga samtal“ um allt, dæsir hann mæðulega eins og samtöl séu eitthvað ískyggileg. Ég veit samt að þetta snýst ekkert um mál(um)vöndun: hann er bara svo mikill hægri maður að hann þolir engin orð með forskeytinu sam- og í hans orðaforða er orðið „samræðustjórnmál“ háðsglósa. Verst er honum þó við Samfylkinguna. Allt sem honum þykir hafa aflaga farið í íslensku samfélagi telur hann vera þeim flokki að kenna, hvort sem það er sú upplausn sem fylgir „femínistabröltinu“ eða réttindaleysi bíla í miðborg Reykjavíkur í almannarými þar sem alls konar fólk er að flækjast þar sem ættu að vera bílastæði. Fyrir utan alla mannréttindabaráttuna sem ætlar hann lifandi að drepa og honum finnst að sé öll á vegum Samfylkingarinnar. Allt sem fer í taugarnar á honum tengir hann við Samfylkinguna, hver sem uppruni málsins kann að vera. Það er auðvitað hvorki rétt né sanngjarnt hjá honum – en þó ekki alveg. Það er vegna þess að Samfylkingin er flokkur frjálslyndra vinstri manna. Frjálslyndið birtist í fögnuði yfir fjölbreytileika mannlífsins, – stuðningi við mannréttindabaráttuna – þeirri trú að hver einstaklingur eigi rétt á því að þroskast í samræmi við eiginleika sína og hæfileika og ekki eigi að mismuna fólki eftir uppruna, útliti, kynhneigð eða öðrum meðfæddum eiginleikum. Frjálslyndið birtist í umburðarlyndi gagnvart hamingjuleit annarra, þó að hún sé hugsanlega ólík þeim leiðum sem maður sjálfur velur sér, því að frjálslyndinu verður að fylgja virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra. Frjálslyndinu verður að fylgja kærleikur, annars er það einskisvert. Frjálslyndið nær til þess að vilja efla og styrkja atvinnustarfsemi hjá litlum fyrirtækjum svo að þau nái að vaxa og dafna og skapa verðmæti fyrir eigendur, starfsfólk og samfélagið en séu ekki kæfð í samkeppni við stóru risana eða af yfirþyrmandi reglugerðum, því að frjálslyndinu verður að fylgja sveigjanleiki. Frjálslyndið snýst um áhuga á listum, opinn huga gagnvart sköpunaraflinu, því viðhorfi að jafnvel þótt maður skilji stundum ekki hvað verið sé að gera þá sé það allt í lagi enda eigi listin að vera frjáls. Frjálslyndið snýst um opinn huga gagnvart nýsköpun – nýjum hugmyndum og nýjum vinnubrögðum. En frjálslyndið jafngildir ekki veiðileyfi. Frjálslyndið nær ekki til þess að umbera rétt hins sterka til að ráðast á þau sem standa höllum fæti. Frjálslyndið snýst ekki um rétt hins sterka til að greiða laun undir kjarasamningum, okra á leigjendum, þagga niður í röddum minnihlutahópa, stjórna fréttaflutningi um sig, kúga aðra eða hagnýta sér veika stöðu annarra. Frjálslyndið nær heldur ekki til þess að koma á glundroða, afnema reglur og samninga sem taka mið af almannahagsmunum. Það nær ekki til þess að allir geri bara hvað sem þeim sýnist burtséð frá afleiðingum fyrir samferðafólk og samfélag. Mannlegt samfélag þarf umferðarreglur, líka viðskiptalífið. Það þarf að skipuleggja umgjörðina sem líf almennings fer fram í – og það skipulag þarf að taka mið af því að við erum samfélag, öll með tilkall til gæða og skyldur til að axla byrðar saman. Velferðarsamfélagið á ekki að vera komið undir góðvild og örlæti einstakra auðmanna. Það er hlutverk samfélagsins alls að reka velferðarsamfélag. Þessi félagshyggja er stundum kennt við vinstrimennsku. Þetta sambland af frjálslyndi og vinstri mennsku er kjarni jafnaðarstefnunnar. Í fornu máli er til orðið „sam“. Það er sagt vera úrelt í orðabókum og þýðir „sátt“, „friður“. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðsöm stefna, hófsöm, en einbeitt. Og hvað sem kann að líða hugsanlegri misnotkun þá eru öll orð sem byrja á sam- falleg: samúð, samlíðan, samhygð, samvinna, samferð, samfögnuður, samræður – Samfylkingin. Verðum í sambandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég þekki mann sem er svo hægri sinnaður að hann þolir engin orð sem hafa forskeytið sam-. Hann telur sig sannan íhaldsmann og málvöndunarmann af gamla skólanum. Eiginlega er hann frekar mál-umvöndunarmaður, alltaf að jagast í því hvernig annað fólk tjáir sig. Meðal þess sem hann tuðar yfir er orðalagið að „eiga samtal“: nú þurfi fólk að „eiga samtal“ um allt, dæsir hann mæðulega eins og samtöl séu eitthvað ískyggileg. Ég veit samt að þetta snýst ekkert um mál(um)vöndun: hann er bara svo mikill hægri maður að hann þolir engin orð með forskeytinu sam- og í hans orðaforða er orðið „samræðustjórnmál“ háðsglósa. Verst er honum þó við Samfylkinguna. Allt sem honum þykir hafa aflaga farið í íslensku samfélagi telur hann vera þeim flokki að kenna, hvort sem það er sú upplausn sem fylgir „femínistabröltinu“ eða réttindaleysi bíla í miðborg Reykjavíkur í almannarými þar sem alls konar fólk er að flækjast þar sem ættu að vera bílastæði. Fyrir utan alla mannréttindabaráttuna sem ætlar hann lifandi að drepa og honum finnst að sé öll á vegum Samfylkingarinnar. Allt sem fer í taugarnar á honum tengir hann við Samfylkinguna, hver sem uppruni málsins kann að vera. Það er auðvitað hvorki rétt né sanngjarnt hjá honum – en þó ekki alveg. Það er vegna þess að Samfylkingin er flokkur frjálslyndra vinstri manna. Frjálslyndið birtist í fögnuði yfir fjölbreytileika mannlífsins, – stuðningi við mannréttindabaráttuna – þeirri trú að hver einstaklingur eigi rétt á því að þroskast í samræmi við eiginleika sína og hæfileika og ekki eigi að mismuna fólki eftir uppruna, útliti, kynhneigð eða öðrum meðfæddum eiginleikum. Frjálslyndið birtist í umburðarlyndi gagnvart hamingjuleit annarra, þó að hún sé hugsanlega ólík þeim leiðum sem maður sjálfur velur sér, því að frjálslyndinu verður að fylgja virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra. Frjálslyndinu verður að fylgja kærleikur, annars er það einskisvert. Frjálslyndið nær til þess að vilja efla og styrkja atvinnustarfsemi hjá litlum fyrirtækjum svo að þau nái að vaxa og dafna og skapa verðmæti fyrir eigendur, starfsfólk og samfélagið en séu ekki kæfð í samkeppni við stóru risana eða af yfirþyrmandi reglugerðum, því að frjálslyndinu verður að fylgja sveigjanleiki. Frjálslyndið snýst um áhuga á listum, opinn huga gagnvart sköpunaraflinu, því viðhorfi að jafnvel þótt maður skilji stundum ekki hvað verið sé að gera þá sé það allt í lagi enda eigi listin að vera frjáls. Frjálslyndið snýst um opinn huga gagnvart nýsköpun – nýjum hugmyndum og nýjum vinnubrögðum. En frjálslyndið jafngildir ekki veiðileyfi. Frjálslyndið nær ekki til þess að umbera rétt hins sterka til að ráðast á þau sem standa höllum fæti. Frjálslyndið snýst ekki um rétt hins sterka til að greiða laun undir kjarasamningum, okra á leigjendum, þagga niður í röddum minnihlutahópa, stjórna fréttaflutningi um sig, kúga aðra eða hagnýta sér veika stöðu annarra. Frjálslyndið nær heldur ekki til þess að koma á glundroða, afnema reglur og samninga sem taka mið af almannahagsmunum. Það nær ekki til þess að allir geri bara hvað sem þeim sýnist burtséð frá afleiðingum fyrir samferðafólk og samfélag. Mannlegt samfélag þarf umferðarreglur, líka viðskiptalífið. Það þarf að skipuleggja umgjörðina sem líf almennings fer fram í – og það skipulag þarf að taka mið af því að við erum samfélag, öll með tilkall til gæða og skyldur til að axla byrðar saman. Velferðarsamfélagið á ekki að vera komið undir góðvild og örlæti einstakra auðmanna. Það er hlutverk samfélagsins alls að reka velferðarsamfélag. Þessi félagshyggja er stundum kennt við vinstrimennsku. Þetta sambland af frjálslyndi og vinstri mennsku er kjarni jafnaðarstefnunnar. Í fornu máli er til orðið „sam“. Það er sagt vera úrelt í orðabókum og þýðir „sátt“, „friður“. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðsöm stefna, hófsöm, en einbeitt. Og hvað sem kann að líða hugsanlegri misnotkun þá eru öll orð sem byrja á sam- falleg: samúð, samlíðan, samhygð, samvinna, samferð, samfögnuður, samræður – Samfylkingin. Verðum í sambandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun