Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2021 20:47 Þorbjörn er gagnrýninn á að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins geti neitað beiðnum kvensjúkdómalækna um að taka sýni til rannsóknar. Vísir/Nanna Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. Vísir birti í dag viðtal við konu sem greindist með frumubreytingar í leghálsi á síðasta ári. Kvensjúkdómalæknir hennar tók sýni fyrir mánuði síðan og sendi til rannsóknar en Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana svaraði því ekki væri liðið ár frá síðustu sýnatöku, og því samræmdist það ekki skimunarleiðbeiningum landlæknis að taka það til rannsóknar. Þorbjörn Jónsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, segir að svo virðist sem kerfið sé orðið svo stíft að það taki læknisfræðina sjálfa yfir. Hann segir margar ástæður geta verið fyrir því að kvensjúkdómalæknar ákveði að taka leghálssýni til rannsóknar, þó það kunni að stangast á við leiðbeiningar landlæknisembættisins. „Það horfir einkennilega við manni að síðan sé það niðurstaðan að rannsóknin sé ekki gerð og sýninu hent.“ Þorbjörn bendir á að svör samhæfingarmiðstöðvarinnar séu byggð á leiðbeiningarreglum, sem hljóti eðli málsins samkvæmt að eiga að vera leiðbeinandi, en ekki algildar. Sjúklingar geti átt mismunandi sjúkrasögu, ættarsögu eða aðra hluti sem spila inn í ákvörðun læknis um að taka sýni. „Það getur aldrei orðið einhver allsherjarregla sem er án undantekninga, vegna þess að hver sjúklingur er raunverulega einstakur,“ segir Þorbjörn. Málið snúist í grunninn um hvort ábyrgðin eigi að liggja hjá landlæknisembættinu eða lækni sem sjúklingur hefur valið að leita til í hverju tilfelli. „Í mínum huga þá er það náttúrulega klárt að það hlýtur alltaf að verða sá læknir sem hefur mest vægi í svona máli, því að leiðbeiningar geta ekki verið án undantekninga.“ Fréttastofa hafði samband við stjórnendur hjá Krabbameinsfélaginu, sem könnuðust ekki við að Leitarstöð félagsins hefði nokkurn tímann neitað að rannsaka sýni frá kvensjúkdómalæknum. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vísir birti í dag viðtal við konu sem greindist með frumubreytingar í leghálsi á síðasta ári. Kvensjúkdómalæknir hennar tók sýni fyrir mánuði síðan og sendi til rannsóknar en Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana svaraði því ekki væri liðið ár frá síðustu sýnatöku, og því samræmdist það ekki skimunarleiðbeiningum landlæknis að taka það til rannsóknar. Þorbjörn Jónsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, segir að svo virðist sem kerfið sé orðið svo stíft að það taki læknisfræðina sjálfa yfir. Hann segir margar ástæður geta verið fyrir því að kvensjúkdómalæknar ákveði að taka leghálssýni til rannsóknar, þó það kunni að stangast á við leiðbeiningar landlæknisembættisins. „Það horfir einkennilega við manni að síðan sé það niðurstaðan að rannsóknin sé ekki gerð og sýninu hent.“ Þorbjörn bendir á að svör samhæfingarmiðstöðvarinnar séu byggð á leiðbeiningarreglum, sem hljóti eðli málsins samkvæmt að eiga að vera leiðbeinandi, en ekki algildar. Sjúklingar geti átt mismunandi sjúkrasögu, ættarsögu eða aðra hluti sem spila inn í ákvörðun læknis um að taka sýni. „Það getur aldrei orðið einhver allsherjarregla sem er án undantekninga, vegna þess að hver sjúklingur er raunverulega einstakur,“ segir Þorbjörn. Málið snúist í grunninn um hvort ábyrgðin eigi að liggja hjá landlæknisembættinu eða lækni sem sjúklingur hefur valið að leita til í hverju tilfelli. „Í mínum huga þá er það náttúrulega klárt að það hlýtur alltaf að verða sá læknir sem hefur mest vægi í svona máli, því að leiðbeiningar geta ekki verið án undantekninga.“ Fréttastofa hafði samband við stjórnendur hjá Krabbameinsfélaginu, sem könnuðust ekki við að Leitarstöð félagsins hefði nokkurn tímann neitað að rannsaka sýni frá kvensjúkdómalæknum.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira