Gölluð niðurstaða Daða Más Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 25. júní 2021 21:55 Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. Í grein sem hann birtir 24. júní heldur hann því fram að vegna þess að fiskverð í beinum viðskiptum (þegar útgerð og vinnsla eru á sömu hendi) sé ákveðið innan fyrirtækjanna, en ekki með markaðsviðmiðum, séu sjómenn hlunnfarnir um 10 milljarða á ári. Hann segir: „Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna”. Staðreyndin er þessi: Samkvæmt samkomulagi útgerða og sjómanna miðast fiskverð í beinum viðskiptum að jafnaði við 80% af þriggja mánaða vegnu meðalskilaverði íslenskra fiskmarkaða. Markmiðið er að fiskvinnslan greiði um 55% af tekjum sínum til skipsins sem sjómaðurinn á sinn hlut í samkvæmt hlutaskiptakerfinu. Reynist fiskmarkaðsverð ekki vera í takt við afurðaverð, er afurðaverðsvísitala frá Hagstofunni notuð sem vörn. Sú vörn felst í því að hráefnishlutfallið fari ekki yfir 60% og ekki undir 50%. Laun sjómanna eru því bæði gengistryggð og tryggð fyrir breytingum á söluverði afurðanna. Þetta samkomulag sjómanna og útgerðarmanna hefur gert það að verkum að stærstur hluti þorsks og ýsu er unninn á Íslandi og hægt hefur verið að byggja tæknivæddar fiskvinnslur sem geta keppt við ríkisstyrktar fiskvinnslur í Evrópu. Því miður er ekki sömu sögu að segja um aðrar tegundir, sem í auknum mæli eru fluttar óunnar úr landi. Þeir kaupendur sem áður keyptu þær tegundir á íslenskum fiskmörkuðum hafa flestir lagt upp laupana og afleiðingin er sú að verð á þeim tegundum hefur fallið. Tapi íslenskar fiskvinnslur samkeppnishæfni sinni í þorski og ýsu er hætta á að það sama gerist þar vegna þess að ekkert viðnám verður á Íslandi til að halda uppi verðunum. Það væri því alveg hægt að halda því fram að það form sem notað hefur verið til að ákveða fiskverð í beinum viðskiptum hafi skapað sjómönnum 10 milljarða aukatekjur síðasta áratug, en ekki lækkað þau eins og Daði heldur fram. Sú umræða hvort betra sé fyrir þjóðina að skattleggja sjávarútveg mikið eða lítið mun halda áfram. En það gildir um þá umræðu rétt eins og umræðuna um kaup og kjör sjómanna, að ef rangar forsendur eru notaðar getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en röng. Það á jafnt við fræðimenn sem leikmenn. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. Í grein sem hann birtir 24. júní heldur hann því fram að vegna þess að fiskverð í beinum viðskiptum (þegar útgerð og vinnsla eru á sömu hendi) sé ákveðið innan fyrirtækjanna, en ekki með markaðsviðmiðum, séu sjómenn hlunnfarnir um 10 milljarða á ári. Hann segir: „Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna”. Staðreyndin er þessi: Samkvæmt samkomulagi útgerða og sjómanna miðast fiskverð í beinum viðskiptum að jafnaði við 80% af þriggja mánaða vegnu meðalskilaverði íslenskra fiskmarkaða. Markmiðið er að fiskvinnslan greiði um 55% af tekjum sínum til skipsins sem sjómaðurinn á sinn hlut í samkvæmt hlutaskiptakerfinu. Reynist fiskmarkaðsverð ekki vera í takt við afurðaverð, er afurðaverðsvísitala frá Hagstofunni notuð sem vörn. Sú vörn felst í því að hráefnishlutfallið fari ekki yfir 60% og ekki undir 50%. Laun sjómanna eru því bæði gengistryggð og tryggð fyrir breytingum á söluverði afurðanna. Þetta samkomulag sjómanna og útgerðarmanna hefur gert það að verkum að stærstur hluti þorsks og ýsu er unninn á Íslandi og hægt hefur verið að byggja tæknivæddar fiskvinnslur sem geta keppt við ríkisstyrktar fiskvinnslur í Evrópu. Því miður er ekki sömu sögu að segja um aðrar tegundir, sem í auknum mæli eru fluttar óunnar úr landi. Þeir kaupendur sem áður keyptu þær tegundir á íslenskum fiskmörkuðum hafa flestir lagt upp laupana og afleiðingin er sú að verð á þeim tegundum hefur fallið. Tapi íslenskar fiskvinnslur samkeppnishæfni sinni í þorski og ýsu er hætta á að það sama gerist þar vegna þess að ekkert viðnám verður á Íslandi til að halda uppi verðunum. Það væri því alveg hægt að halda því fram að það form sem notað hefur verið til að ákveða fiskverð í beinum viðskiptum hafi skapað sjómönnum 10 milljarða aukatekjur síðasta áratug, en ekki lækkað þau eins og Daði heldur fram. Sú umræða hvort betra sé fyrir þjóðina að skattleggja sjávarútveg mikið eða lítið mun halda áfram. En það gildir um þá umræðu rétt eins og umræðuna um kaup og kjör sjómanna, að ef rangar forsendur eru notaðar getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en röng. Það á jafnt við fræðimenn sem leikmenn. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun