Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 19:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. Í Ásmundarsal leysti lögregla upp samkomu síðastliðið Þorláksmessukvöld. Í tilkynningu til fjölmiðla að morgni aðfangadags kom fram að sóttvarnareglum hefði ekki verið fylgt þar og að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta. Um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en töluvert var fjallað um málið í kringum jól og áramót. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu hefur tekið málið til skoðunar og segir vísbendingar um að tilkynning lögreglu hafi verið efnislega röng. Í dagbókarfærslu lögreglunnar á aðfangadagsmorgun var talað um viðburðinn sem einkasamkvæmi en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í áliti nefndarinnar kemur ennfremur fram að myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna hafi verið afmáð að hluta. Sá hluti sem var afmáður voru samskipti lögreglumanna um hvernig tilkynning um samkvæmið ætti að hljóma. Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt að lögregla eigi við myndefni úr búkmyndavélum. Það sé mikilvægt að lögregla afhendi þau gögn sem nefndin óskar eftir, eins fljótt og auðið er, en í áliti nefndarinnar kemur fram að talsverður dráttur hafi orðið á afhendingu gagnanna. Hún segir tilefni til þess að málið verði skoðað nánar. „Nú hefur nefndin beint þessu til lögreglunnar til meðferðar, og við sjáum hvernig hún bregst við þessu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. Sjá einnig: Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Áslaug hafði ekki rætt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um málið þegar fréttastofa ræddi við hana, en sagði það vera á dagskrá. „Ég hef rætt og þarf að ræða þessu mál aftur við lögregluna, um afhendingu gagna til nefndarinnar, sem er mjög mikilvægt svo hún geti unnið sína vinnu.“ Lögregla hafi afhent allt efnislega Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir til skoðunar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvernig verður brugðist við áliti nefndarinnar. Hann segir embættið alltaf tilbúið að senda nefndinni gögn þegar þess er óskað. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að þó hljóðupptökur af samtali lögreglumanna hafi ekki fylgt gögnum sem afhent voru nefndinni í fyrstu hafi engu verið haldið eftir efnislega.Vísir/Einar „Það var tekin ákvörðun um að afhenda gögnin eins og beðið var um. Við afhentum gögnin án hljóðupptakna en með afriti af samtölunum, þannig að efnislega voru öll gögn afhent.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu með því að afmá hluta af upptökunum. Í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kvöld kom fram að eftirlitsnefndin hefði frá upphafi haft tæmandi eftirrit af ummælum lögreglumannna þrátt fyrir að hljóð hefði í fyrstu vantað á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónanna. Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Í Ásmundarsal leysti lögregla upp samkomu síðastliðið Þorláksmessukvöld. Í tilkynningu til fjölmiðla að morgni aðfangadags kom fram að sóttvarnareglum hefði ekki verið fylgt þar og að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta. Um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en töluvert var fjallað um málið í kringum jól og áramót. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu hefur tekið málið til skoðunar og segir vísbendingar um að tilkynning lögreglu hafi verið efnislega röng. Í dagbókarfærslu lögreglunnar á aðfangadagsmorgun var talað um viðburðinn sem einkasamkvæmi en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í áliti nefndarinnar kemur ennfremur fram að myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna hafi verið afmáð að hluta. Sá hluti sem var afmáður voru samskipti lögreglumanna um hvernig tilkynning um samkvæmið ætti að hljóma. Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt að lögregla eigi við myndefni úr búkmyndavélum. Það sé mikilvægt að lögregla afhendi þau gögn sem nefndin óskar eftir, eins fljótt og auðið er, en í áliti nefndarinnar kemur fram að talsverður dráttur hafi orðið á afhendingu gagnanna. Hún segir tilefni til þess að málið verði skoðað nánar. „Nú hefur nefndin beint þessu til lögreglunnar til meðferðar, og við sjáum hvernig hún bregst við þessu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. Sjá einnig: Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Áslaug hafði ekki rætt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um málið þegar fréttastofa ræddi við hana, en sagði það vera á dagskrá. „Ég hef rætt og þarf að ræða þessu mál aftur við lögregluna, um afhendingu gagna til nefndarinnar, sem er mjög mikilvægt svo hún geti unnið sína vinnu.“ Lögregla hafi afhent allt efnislega Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir til skoðunar innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvernig verður brugðist við áliti nefndarinnar. Hann segir embættið alltaf tilbúið að senda nefndinni gögn þegar þess er óskað. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að þó hljóðupptökur af samtali lögreglumanna hafi ekki fylgt gögnum sem afhent voru nefndinni í fyrstu hafi engu verið haldið eftir efnislega.Vísir/Einar „Það var tekin ákvörðun um að afhenda gögnin eins og beðið var um. Við afhentum gögnin án hljóðupptakna en með afriti af samtölunum, þannig að efnislega voru öll gögn afhent.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu með því að afmá hluta af upptökunum. Í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kvöld kom fram að eftirlitsnefndin hefði frá upphafi haft tæmandi eftirrit af ummælum lögreglumannna þrátt fyrir að hljóð hefði í fyrstu vantað á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónanna.
Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45
Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37